Úrval - 01.06.1955, Page 110

Úrval - 01.06.1955, Page 110
108 TJR VAL að kenna á því!“ En þarna voru líka Norðmenn í hörkuáflogum við landa sína og Skotar við Skota, og návist Paddys bætti sannarlega ekki úr skák. Þá kom Adamson á vettvang. Það var gaman að sjá báts- manninn skakk leikinn. Hann þreif í einn áflogasegginn, sem var utarlega í þvögunni, það heyrðist rokna dynkur og mað- urinn lá hreyfingarlaus á þil- farinu. Adamson teygði hramm- ana lengra inn í hópinn og í næstu andrá lá annar maður kylliflatur. Enn einn var dreg- inn úr úr þvögunni, en Adam- son ávarpaði hann áður en hann lét hann fara sömu leið: „Ég vil ekki hafa neitt kyn- þáttahatur um borð í mínu skipi! “ Svo heyrðist aftur dynkur. Þegar hann hafði tekið sjö af berserkjunum þessum tökum, hættu áflogin. Þeir, sem Adamson hafði slegið niður, fóru að hjarna við aftur, og ég veitti því athygli — það hlýtur að hafa verið tilviljun, af því að Adamson var svo mjög á móti kynþáttahatri — að þetta voru sex Norðmenn og einn Englendingur, en enginn Skoti. Við hinir hlutlausu áhorfend- ur og Adamson, ákváðum að fá okkur hressingu þegar áflog- in voru til lykta leidd, og því fórum við upp í klefa Mansells, og þar lauk þessum jólafagnaði. Gyle var staddur hjá Mansell. „Jæja, Adam, sigraðir þú líka í ár ?“ spurði Gyle. „Ég veit ekki hvað yrði um þetta skip, ef ég yrði einhvern- tíma undir,“ sagði Adamson. „En þetta hafa annars verið ágætis jól — rólegri en oft áður.“ * Læknir, sem gegnir störfum í þúsundir mílna fjarlægð frá sjúkrahúsi, hlýtur að eiga við mikla örðugleika að etja. Tök- um eitt dæmi, sem er mjög al- gengt í hvalveiðileiðangri. Einn dag, þegar stormur var á, talaði skyttan á hvalveiðibát nr. 6 við mig gegnum talstöð- ina. Það hafði komið fyrir al- varlegt slys um borð. „Stýri- maðurinn flæktist í skutulslín- unni, og neðri hlutinn á honum er eins og hann hafi farið gegn- um spikkvörnina." Hvalveiðibáturinn sigldi með fullri ferð í áttina til verk- smiðjuskipsins, og við héldum til móts við hann. Ég reyndi að gefa leiðbeiningar gegnum tal- stöðina, hvernig stöðva skyldi blæðinguna og lækna lostið. Það var orðið dimmt, þegar báturinn lagðist að verksmiðju- skipinu, og eitthvert versta veð- ur, sem við höfðum lent í. ,,Ég mundi ekki reyna að flytja særðan mann um borð í kvöld,“ sagði Adamson við mig. „Þessi sjógangur færi með hann. Af hverju siglum við ekki suð- ur í ísinn? Þar er miklu kyrr- ara í sjóinn . . . Og kannske vildir þú líka sjálfur vera með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.