Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 3

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 3 Læknablaðið the iceLandic medicaL journaL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Inga Þórsdóttir er ábyrgðar maður efnis í þessu fylgiriti Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag fylgirits 82 500 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0254-1394 Sautjánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðis- vísindum í Háskóla Íslands Fyrir hönd heilbrigðisvísindasviðs bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á 17. ráðstefnuna um líf- og heilbrigðisvísindi í Háskóla Íslands. Ráðstefnan verður haldin á Háskólatorgi dagana 5. – 6. janúar næstkomandi. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar hefur unnið að dagskrá og skipulagi með aðstoð rannsóknastjóra og kynningarstjóra á sviðsskrifstofunni og þökkum við þeim öllum góð störf. Fjöldi ágripa barst undirbúningsnefndinni til ritrýni. Haldnir verða 160 fyrirlestrar í málstofum, auk gestafyrirlestra og fyrirlestra sem eru sérstaklega ætlaðir almenningi, og sýnd verða 130 vegg- spjöld. Við dagskrárgerð var sérstök áhersla lögð á að hafa málstofur þverfræðilegar til þess að efla vísindaleg samtöl, kveikja nýjar hugmyndir og auka skilning milli fræðigreina. Við hvetjum því til spurninga og umræðu. Mikilvæg störf eru lögð á herðar stjórnenda málstofa og veggspjaldasýn- inga, sem eiga þakkir skildar. Ráðstefnan á að vera til að stefna fólki í heilbrigðisvísindum saman og styðja þannig við rannsóknir og heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Í þessum tilgangi samþykkti stjórn heilbrigðisvísindasviðs og undirbúningsnefnd ráðstefnunnar að leita eftir styrkjum til ráð- stefnuhaldsins meðal fyrirtækja svo kostnaður þátttakenda yrði í lágmarki og ekki þyrfti að taka ráðstefnugjöld eða aðgangseyri af þeim. Styrktaraðilum ráðstefnunnar eru þökkuð þeirra framlög. Helstu verkefni heilbrigðisvísindasviðs sem hvetja til rannsókna og þróunar á fræðasviðinu snúa að aðstöðu og fjármögnun. Það er hagur allra landsmanna að byggt verði sameiginlegt húsnæði fyrir heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og að endurbætur verði gerðar á Landspítala með nýbyggingu og því sem til þarf vegna nútímaheilbrigðisþjónustu. Þetta tengist ótvírætt menntun og nýliðun heilbrigðisstétta í landinu. Talið er að dreifing starfseininga heilbrigðisvísindasviðs kosti landsmenn um milljarð árlega, vegna aukins kostnaðar í rekstri og vegna glataðra tækifæra meðal annars til þverfaglegrar kennslu, alþjóðlegra verkefna og rannsókna. Bætt aðstaða felst meðal annars í því að efla innviði sem styrkja fræðigreinar sviðsins. Í undirbún- ingi er stofnun Heilsubrunns HÍ sem mun aðstoða við undirbúning klínískra gagna til notkunar í rannsóknum og þjónustu og er honum ætlað að þjóna bæði starfsmönnum skólans og samvinnu- stofnunum okkar á sviði heilbrigðisþjónustu. Það þjónar einnig hagsmunum allra að styrkja sam- vinnu stofnana og heilbrigðisvísindasviðs enn frekar. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt mun ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands enn á ný leggja til við stjórnvöld að samkeppnissjóður ætlaður heilbrigðisvísindum verði stofnaður. Velkomin á 17. ráðstefnuna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Inga Þórsdóttir prófessor forseti heilbrigðisvísindasviðs Fanney Þórsdóttir dósent í sálfræðideild formaður undirbúningsnefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.