Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 90

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 90
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 90 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 V 105 Gæða verkjameðferð á sjúkrahúsi: Hugtakagreining Sigríður Zoëga1,2, Sigríður Gunnarsdóttir1,2, Margaret E. Wilson3, Debra. B. Gordon4 1Landspítala, 2Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands , 3University of Nebraska, 4Department of Anesthesiology & Pain Medicine, University of Washington szoega@landspitali.is Inngangur: Verkir eru algengir á sjúkrahúsum og verkjameðferð er mikilvægur hluti gæða heilbrigðisþjónustu. Hugtakið gæða verkjameð- ferð er mikið notað í fræðilegum texta en virðist lauslega skilgreint. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta og skilgreina hugtakið gæða verkjameðferð. Efniviður og aðferðir: Hugtakagreining með aðferð Morse var notuð til að greina hugtakið. Efnisleit var gerð út frá völdum lykilorðum í fimm gagnagrunnum. Alls voru 37 ritrýndar greinar sem fjölluðu um gæði og verki á sjúkrahúsum greindar og gögn samþætt út frá skilgreiningu, einkennum, árangri, mörkum og forsendum hugtaksins. Niðurstöður: Einungis ein formleg skilgreining á hugtakinu gæða verkjameðferð fannst. Ákveðinn sameiginlegur skilningur á hugtakinu virðist þó vera til staðar sem endurspeglast í spurningalistum sem ætlað er að mæla hugtakið. Gæða verkjameðferð á sjúkrahúsi er margþætt hugtak sem má skilgreina út frá stofnanatengdum þáttum (structure), s.s. þjálfuðu starfsfólki, verklagsreglum og aðgengi að sérhæfðri þjónustu; meðferðarferli (process) sem felur m.a. í sér mat á verkjum og árangri meðferðar, gagnreynda verkjameðferð og fræðslu til sjúklinga og aðstandenda; og árangri meðferðar (outcomes), s.s. aukinni virkni, ánægju sjúklinga, minni verkjum og færri aukaverkunum meðferðar. Gæða verkjameðferð byggir á jafnræði, er örugg, veitt á réttum tíma, árangursrík, skilvirk og tekur mið af óskum og þörfum sjúklinga. Ályktanir: Þrátt fyrir að vera lauslega skilgreint virðist gæða verkja- meðferð engu að síður vera mælanlegt hugtak. Gæða verkjameðferð má skilgreina í samræmi við líkan Donabedian út frá stofnanatengdum þáttum, ferli og árangri meðferðar. Þörf er á frekari rannsóknum á sam- bandi þessara þriggja þátta til að bæta gæði verkjameðferðar á sjúkra- húsunum. V 106 Sýkingar hjá sjúklingum með Waldenströms sjúkdóm Sigrún Helga Lund1, Malin Hultcrantz2, Lynn Goldin3, Ola Landgren4, Magnus Björkholm2, Ingemar Turesson5, Sigurður Y. Kristinsson1,2 1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Medicine, Division of Hematology, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 3Division of Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National Institutes of Health, 4Myeloma Service, Division of Hematologic Oncology, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 5Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital sigrunhl@hi.is Inngangur: Sýkingar eru algeng orsök veikinda og dauðsfalla hjá sjúk- lingum með illkynja blóðsjúkdóma. Þekking er takmörkuð á uppkomu sýkinga hjá sjúklingum með Waldenströms sjúkdóm (Waldenström´s macroglobulinemia (WM)). Markmið rannsóknarinnar er að meta sýkingaráhættu WM sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin notar samkeyrslu sænsku krabba- meins-, sjúklinga-, þjóð- og dánarmeinaskránna, ásamt gagnagrunni stærstu blóðsjúkdóma/krabbameinsdeilda landsins. Þátttakendur voru allir einstaklingar sem greindust með WM í Svíþjóð á árunum 1980- 2005. Til viðmiðunar fyrir hvern WM sjúkling voru valdir allt að fjórir einstaklingar, lifandi á greiningardegi, paraðir eftir búsetu, aldri og kyni. Þátttakendum var fylgt eftir m.t.t. sýkinga og dauða eða fram til loka árs 2006. Samband WM og sýkinga er sett fram með áhættuhlutfalli (HR) og 95% öryggisbilum. Niðurstöður: Þátttakendur voru 2608 WM sjúklingar og 10433 pöruð viðmið. Meðaleftirfylgnitíminn var 4,2 ár hjá WM/LPL og 6,9 ár hjá við- miðum. Á eftirfylgnitímanum fengu 2801 sýkingar. WM sjúklingar voru í aukinni áhættu (HR=3,4;3,1-3,6) á sýkingu. Áhættan var aukin fyrir bakteríusýkingar (HR=3,2;2,9-3,5), þar af: blóðsýkingar (HR=9,3;3,7- 23,5), hjartaþelsbólgu (HR=5,0; 2,5-10,0), lungnabólgu (HR=3.8;3,4-4,2), heilahimnubólgu (HR=3,4;1.1-10,3), húðnetjubólgu (HR=2,6;2,0-3,4), beinasýkingar (HR=1,9;1,01-3,6) og nýrnasýkingar (HR=1,6;1,2-2,4). Áhættan var einnig aukin fyrir veirusýkingar (HR=6,0;4,9-7,3), þar af: ristil (HR=9,2;6,7-12,6) og inflúensu (HR =2,3;1,5-3,5). Samanborið við WM sjúklinga greinda 1980-1989, jókst sýkingaráhættan á tímabilunum 1990-1999 (HR=1,5;1,3-1,6) og 2000-2004 (HR=1,8;1,6-2,1). Konur voru í minni sýkingarhættu en karlar (p<0,001). Sýkingaráhættan jókst með aldri (p<0,001). Ályktanir: Sjúklingar með WM hafa verulega hækkaða áhættu á upp- komu sýkinga af völdum fjölbreyttra sýkingarvalda í flestum líffæra- kerfum. Þessar niðurstöður undirstrika að meðferð og eftirfylgni WM skuli taka mið af víðtækri ónæmisbælingu þessa sjúklingahóps. V 107 Taugafræðileg fræðsla og gjörhygli í þverfræðilegri verkjameðferð: Heilsutengd lífsgæði kvenna Sigrún Vala Björnsdóttir1,2, Margrét Arnljótsdóttir3, Gunnar Tómasson2, Jan Triebel4, Unnur Anna Valdimarsdóttir2 1Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 3Heilsustofnun NLFÍ, 4Akademiska University Hospital, Uppsala sigrunvb@hi.is Inngangur: Þrálátir verkir eru fjölþætt vandamál sem krefjast þver- fræðilegra úrræða. Megin markmið rannsóknarinnar var að bera saman árangur af tveimur tegundum þverfræðilegra fjögurra vikna inngripa við endurhæfingu kvenna með þráláta stoðkerfisverki; hefðbundið verkjaprógram (TMP) með áherslu á þjálfun, slökun og bakskóla- fræðslu samanborið við svipað prógram auk taugafræðilegrar fræðslu og gjörhygli (NEM). Efniviður og aðferðir: Þessi langsniðs áhorfsrannsókn fór fram á Heilsustofnun NLFÍ. Þátttakendur voru 122 konur sem fengu TMP (2001-2005) og 90 sem fengu NEM (2006-2008). Samanburðarhópur (57 konur) var valinn af biðlista (2008). Spurningalistinn Heilsutengd Lífsgæði (HTL) með 11 undirþáttum og heildarstigi ásamt sjónkvarða (VAS-kvarði) sem metur magn verkja voru lagðir fyrir í byrjun og lok inngrips. Til að bera saman hópana var notuð fervikagreining (ANOVA) á breytingagildum frá upphafi til loka. Tölfræðiforritið SPSS-20 var notað og marktektarmörkin voru 0,05. Niðurstöður: Marktækur munur fannst á milli samanburðarhóps annars vegar og beggja meðferðarhópa hins vegar með tilliti til magns verkja (p<0,001) og allra þátta HTL (p<0,001) nema fjárhags (p>0,05). Einnig kom í ljós að svefn var marktækt betri hjá NEM hóp til samanburðar við TMP hóp (p<0,01) í kjölfar meðferðar. Enginn munur fannst milli með- ferðarhópa með tilliti til annarra útkomumælinga. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til að konum sem hafa þráláta verki gagnist betur eins mánaðar þverfræðileg endurhæfing með áherslu á taugafræðilega fræðslu og gjörhygli en eins mánaðar hefðbundin þver- fræðileg endurhæfing þegar horft er til svefnvandamála. Með tilliti til magns verkja og annarra þátta HTL virðast úrræðin jafngagnleg og betri en engin meðferð. Verið er að framkvæma eftirfylgdarrannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.