Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 59

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 59
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 59 V 4 Sudden unexpected death in epilepsy: A population-based study Anna Bryndís Einarsdóttir1, Ólafur Sveinsson2, Elías Ólafsson1 1Neurology department, Landspítali University Hospital, 2Neurology department, Karolinska University Hospital abe1@hi.is Introduction: The incidence of sudden unexpected death in epilepsy (SUDEP) varies widely between studies. Most studies base the rate calculations of SUDEP on an estimation of the incidence of epilepsy in the community. We will determine the incidence of SUDEP in the whole Icelandic population, during a 20 year period, based on identification at forensic autopsy. Methods and data: We included all individuals who were previously diagnosed with epilepsy and died unexpectedly in Iceland from January 1st 1991 through December 31st 2010. Case finding was based on forensic autopsies. The cases were classified according to the definition proposed by Nashef et al. (2012). The incidence of SUDEP was calculated based on the actual number of residents in Iceland during the study period. Results: We identified 33 cases (23 men and 10 women) of Definite SUDEP and Definite SUDEP Plus. The mean age at death was 40 years. Mean duration of epilepsy was 16 years. The incidence of SUDEP was 0.6 per 100,000 person-years for the general population. Age-specific incidence was highest among those 20-39 years of age. SUDEP accoun- ted for 33 (3%) of all 1038 deaths, in persons aged between 20-39 years, in the total Icelandic population, during the study period. Conclusions: We report the incidence of SUDEP in the whole Icelandic population. The case finding was based on forensic autopsies in a country with a high rate of autopsies for individuals dying unexpectedly outside hospital. V 5 Ávísanavenjur lækna á sýklalyf Anna Mjöll Matthíasdóttir1, Karl G. Kristinsson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Þórólfur Guðnason4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4Embætti landlæknis amm9@hi.is Inngangur: Sýklalyfjanotkun hefur löngum verið meiri hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin. Árin 1991 og 1995 voru gerðar kann- anir á vegum Embættis landlæknis um ávísanavenjur lækna á sýklalyf. Markmið rannsóknarinnar var að gera úrvinnslu á þeim niðurstöðum, endurtaka sams konar könnun og gera samanburð milli ára. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og samanstóð þýðið af öllum starfandi heimilis- og heilsugæslulæknum á Íslandi árin 1991 og 1995 ásamt öllum læknum starfandi á Íslandi í mars 2014. Upplýsingum var safnað með spurningalistum. Kannaður var fjöldi sýklalyfjaávísana ásamt greiningu og meðferð einfaldrar þvagfærasýkingar, miðeyrnabólgu og hálsbólgu. Notast var við fjölþátta lógistíska aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Svarhlutfall var 85% og 93% í könnunum 1991 og 1995 hvort árið um sig en 31% í könnun 2014. Algengi co-trimoxazole sem fyrsta lyf við einfaldri þvagfærasýkingu fór úr 43% og 45% í fyrri könn- unum í 8% í könnun 2014. Þá voru læknar sem svöruðu könnun 2014 87% ólíklegri en læknar sem svöruðu könnun 1991 til þess að setja barn með miðeyrnabólgu alltaf á sýklalyf (p<0,001). Í tilfellum hálsbólgu voru læknar sem svöruðu könnun 2014 tæplega fimm sinnum líklegri til þess að taka alltaf sýni í ræktun eða hraðgreiningarpróf en læknar sem svöruðu könnun 1991 (p<0,001). Ályktanir: Ljóst er að talsverðar breytingar hafa orðið á ávísanavenjum lækna síðastliðna tvo áratugi. Þær breytingar eru að mestu í samræmi við klínískar leiðbeiningar Embættis landlæknis um meðferð og grein- ingu þvagfærasýkinga, bráðrar miðeyrnabólgu og hálsbólgu. V 6 Úrfellingabreytileiki í stjórnröðum even-skipped gensins Arnar Pálsson Líffræðistofu Háskóla Íslands apalsson@hi.is Inngangur: Lögmál genastjórnunar eiga við bakteríur, flugur og fíla. Þau skipta máli fyrir þroskun og einnig sjúkdóma. Rannsóknir á genum sem stýra þroskun sýndu t.d. hvernig ólíkir stjórnþættir geta bundist DNA og kveikt á tilteknum genum á réttum stað og tíma í þroskun flugna. Þetta byggir á sértækni stjórnþáttana, sem þekkja tilteknar raðir basa í DNA. Stjórnþátturinn Hunchback t.d. þekkir og bindst við bindisetið TTTTTATG. Í hverri frumu fósturs er mismunandi hlutfall ólikra stjórn- þátta, sem ræður því hverjir bindast við stjórnraðir tiltekinna gena. Það ákvarðar síðan hvort að kveikt sé á geninu, og hversu mikið sé framleitt af afurð þess í hverri frumu. Þetta var m.a. uppgötvað með rannsóknum á stjórnröðum evenskipped gensins (eve). Þær eru nauðsynlegar til að tjá genið í 7 rákum í fóstrinu, sjá fóstur vinstra megin á myndinni (hin mynstrin eru tjáning annarra gena). Tjáning gensins er nauðsynleg fyrir myndun liða dýrsins. Stjórnun eve er kennslubókardæmi um genastjórn. Efniviður og aðferðir: Tugir stjórnraða í 50 einstaklingum voru greindar með aðferðum sameindalíffræði og stofnerfðafræði. Einnig voru notaðar litanir á fóstrum og lífupplýsingafræðilegar aðferðir. Niðurstöður: Almennt eru stjórnraðirnar mjög vel varðveittar milli tegunda og einnig innan tegunda. En í einni efliröð eve gensins fundust sérkennileg frávik. Stór úrfelling sem fjarlægði heilt bindiset í 35% ein- staklinga og önnur úrfelling fjarlægði annað bindiset í 12% einstaklinga. Slíkar úrfellingar eru mjög sjaldgæfar í stjórnröðum. Sérkennilegast er að báðar úrfellingarnar fjarlægðu bindiset fyrir sama stjórnþáttinn, Hunchback. Bæði bindisetin eru þróunarlega varðveitt, en úrfellingarnar virðast samt ekki hafa áhrif á tjáningu gensins eða lífs- líkur flugnanna. Ályktanir: Stjórnaraðir gena eru undir hreinsandi vali, en geta samt tapað bindisetum. Innan tegunda er umtalsverður breytileiki í samsetn- ingu og virkni stjórnraða gena. Niðurstöður rannsóknarinnar vekja upp spurningar um eðli stjórnraða og genastjórnunar, sem hefur afleiðingar fyrir skilning okkar á þroskun, þróun og eðli sjúkdóma. V 7 Áhrif togkrafts frá æfingateygju á vöðvavirkni mjaðmavöðva Auður Guðbjörg Pálsdóttir, Helgi Þór Arason, Hildur Grímsdóttir Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands helgimann@gmail.com Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að hreyfistjórn og styrkur í mjaðma- vöðvum geti átt þátt í bráðum og álagstengdum vandamálum í hnélið. Algengt er að sjúkraþjálfarar notist við æfingateygjur sem toga þvert á hreyfiplan æfingar með það fyrir augum að breyta kraftvægi um mjöðm og hafa þannig áhrif á virkni ákveðinna vöðva. Afar fáar rannsóknir hafa verið gerðar sem kanna áhrif slíkra æfingateygja á vöðvavirkni mjaðmavöðva. Engar rannsóknir fundust sem mældu breytingar á vöðvavirkni mjaðmavöðva og báru saman, með og án teygju. Tilgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.