Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 34
34 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 Ályktanir: Tannslitið hafði öll merki um slit af völdum grófrar, harðrar fæðu. Einnig sást slit sem líkist sýrusliti meðal ungmenna sem drekka óhóflega gosdrykki og önnur súr drykkjarföng. Heimildir geta um mysu sem gerjuð var í mjólkursýru og notuð til súrsunar matvæla og var blönduð vatni sem var megin svaladrykkur þess tíma og drukkin allt fram á 20. öld. Rannsóknir sýna að mysa hefur mikil sýruslítandi áhrif á tennur. Súrir drykkir og matur ásamt neyslu á grófmeti hafa verið aðalorsakavaldur tannslits Íslendinga til forna. E 83 Self-harm and suicidal attempts through the years 2003-2012 in Iceland Hildur Guðný Ásgeirsdóttir1, Unnur Valdimarsdóttir1, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2,3, Brynjólfur Mogensen2,4, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir5, Ullakarin Nyberg6, Sigrún Helga Lund1, Arna Hauksdóttir1 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5hagfræðideild Háskóla Íslands, 6St. Göran Norra Stockholms Psykiatri hga@hi.is Introduction: A sudden economic collapse was experienced by the Icelandic population in fall 2008. Icelandic studies have recent years shown indications of increased risk of stress, especially in women. The aim of this study is to study severe psychological outcome by evaluating admission rate to Landspitali University Hospital due to self-harm and suicidal attempts and the affect of the economic collapse. Methods and data: Data was retrieved from Electronic Admission Records and In-patient registry of all following diagnoses classified according to the International Classification of Diseases (10th version): X60-X84 (Intentional self-harm), ICD X40-49 (Accidental poisoning), ICD T36-50 (Poisoning by drugs), ICD Y10-Y34 (Event of undetermined intent) and ICD Z91.5 (Personal history of self-harm). Information was gathered on date of the visit and the visitors age, gender and zip-code. The years after the collapse, 2009 through 2012 were specially addressed in comparison to the years 2003-2008 and whether they were characteri- zed by an increase in attendance rates, and if so in which sub-groups. Results: A total of 5179 visits were registered to the Emergency depart- ment through the years 2002-2012, 40% men and 60% women. The most common cause of admission was due to poisoining (72%), followed by personal history of self-harm (21%), and intentional self-harm (18%). An increase in admittance due to self-harm was seen amongst women aged 25-35 years after the economic collapse compared to the years before (OR 1,67, 95% CI 1.32-2.10). Conclusions: The preliminary results indicate an increase in self-harm frequency for younger women, not seen amongst men. E 84 Hugleiðingar um einkavæðingu í félagslegum heilbrigðiskerfum Rúnar Vilhjálmsson Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands runarv@hi.is Inngangur: Síðustu áratugi hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum. Afleiðingar slíkrar þróunar geta tengst tegund einkavæðingar, hve langt einkavæðingin gengur og með hvaða hætti einkageirinn tengist hinum opinbera geira. Efniviður og aðferðir: Í fræðilegu yfirliti yfir kenningar og rannsóknir er hugtakið einkavæðing skilgreint og fjallað um mismunandi útfærslur einkavæðingar innan heilbrigðisþjónustunnar. Greint er frá mögulegum ávinningi sem og vanda sem fylgt getur einkavæðingu innan félagslegra heilbrigðiskerfa. Niðurstöður: Einkavæðing felst í aukinni hlutdeild einkaaðila með breyttu eignarhaldi, fjármögnun, eða rekstrarformi. Einkafjármörgun hefur meðal annars verið beitt í tengslum við forgangsröðun hins opinbera og til að draga úr óþarfri eftirspurn. Vandi einkafjármögnunar tengist helst fjárhagslegu aðgengi og jafnræði. Einkarekstur hefur meðal annars verið talinn auka valfrelsi notenda og veitenda heilbrigðis- þjónustu, auk þess sem því hefur verið haldið fram að einkarekstur sé hagkvæmari en opinber rekstur. Í reynd tengist þó einkarekstur oft óhagkvæmni, ósamfellu og aðgengisvanda innan heilbrigðiskerfisins. Ályktanir: Mikilvægt er fjallað sé um einkavæðingu í heilbrigðisþjón- ustu á heildstæðan og gagnreyndan hátt. Byggja þarf ákvarðanir um þróun félagslegra heilbrigðiskerfa á niðurstöðum vandaðra rannsókna með almannahagsmuni að leiðarljósi, fremur en pólitískri hugmynda- fræði eða sérhagsmunum. E 85 Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa? Arnar Jan Jónsson1, Hera Birgisdóttir1,Engilbert Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands,2geðsviði Landspítala arnarjan@gmail.com Inngangur: Á síðustu 30 árum hefur vísbendingum fjölgað um að notkun kannabis auki hættu á geðrofi (psychosis) sem geti þróast í geðklofa hjá hluta slíkra einstaklinga. Á síðasta áratug hafa verið birtar margar rannsóknir sem skýra tengsl kannabis og geðrofs vegna vaxandi áhuga á þessum venslum. Markmið þessa yfirlits er að taka saman og fjalla um þessi tengsl. Efniviður og aðferðir: Gerð var gagnaleit í gagnasafninu PubMed. Alls voru 408 ágrip lesin og 111 greinar valdar til frekari yfirferðar. Alls voru 14 ferilrannsóknir á 9 rannsóknarþýðum og 9 tilfellaviðmiðarannsóknir teknar til umfjöllunar. Niðurstöður: Þegar niðurstöður helstu faraldsfræðirannsókna á þessu sviði eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálf- stæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Um skammtaháð samband er að ræða þar sem áhættan eykst með tíðari notkun. Einnig sýna rannsóknir að notkun kannabis á unglingsaldri hefur sterkari tengsl við geðrof en neysla sem hefst á fullorðinsárum. Ályktanir: Notkun kannabis eykur áhættu á geðrofi og geðrofssjúk- dómum. Frekari rannsókna er þó þörf til að skýra þetta samband enda eru geðrofssjúkdómar lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu af nákvæmni og þó sérstaklega flókið samhengið á milli þeirra. Við teljum mikilvægt að auka þekkingu almennings á alvar- legum afleiðingum kannabisnotkunar og þeirri staðreynd að ekki er hægt að spá fyrir um hverjir veikist af geðrofi til skemmri tíma og hverjir til lengri tíma í hópi þeirra sem nota efnið reglulega. E 86 Lýðgrunduð rannsókn á áhrifum fjölskyldusögu á horfur sjúklinga með Waldenström’s Macroglobulinemia Vilhjálmur Steingrímsson1, Sigrún Helga Lund1, Ingemar Turesson2, Lynn R. Goldin3, Magnus Björkholm4, Ola Landgren5, Sigurður Y. Kristinsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital, 3Division on Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National Institute of Health, Bethesda, 4Department of Medicine, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 5Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center vis3@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.