Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 11
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 11 Íslandi hefur ekki verið rannsökuð áður. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga og sjúkra- húsfæðinga á Íslandi í sambærilegum hópum kvenna án áhættuþátta. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn þar sem allt þýði 307 fyrirfram ákveðinna heimafæðinga sem sinnt var af ljósmóður á Íslandi 2005-2009 var borið saman við parað markmið- súrtak 921 fyrirfram ákveðinnar sjúkrahúsfæðingar án frábendinga fyrir heimafæðingu (hlutfall 1:3, n=1228). Gagna var aflað úr mæðraskrám. Aðhvarfsgreining var gerð á helstu útkomubreytum, þar sem leiðrétt var fyrir áhrifaþáttum. Niðurstöður: Tíðni mænurótardeyfinga, hríðaörvunar með lyfjum og blæðinga eftir fæðingu var marktækt lægri þegar fæðing hófst sem fyrirfram ákveðin heimafæðing. Rannsóknina skorti styrk til að greina mun á breytum með lága tíðni (keisara- og áhaldafæðingum, 3°-4° spangaráverkum, innlögnum á nýburagjörgæslu og 5 mínútna Apgar- stigum undir 7). Ályktanir: Niðurstöðurnar bæta við vaxandi alþjóðlega þekkingu á heimafæðingum, en sú þekking gefur til kynna að heimafæðing sé jafn öruggur eða öruggari valkostur en sjúkrahúsfæðing fyrir konur án áhættuþátta og börn þeirra. Niðurstöðurnar munu nýtast við upplýst val kvenna á fæðingarstað og þróun ljósmæðraþjónustu á Íslandi. E 8 Megindleg rannsókn á væntingum barnshafandi kvenna til styrks sársauka í fæðingu Sigfríður Inga Karlsdóttir1,2, Herdís Sveinsdóttir3, Ólöf Ásta Ólafsdóttir1, Hildur Kristjánsdóttir4 1Ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4Embætti landlæknis inga@unak.is Inngangur: Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á væntingum og viðhorfi kvenna til sársauka og meðferðar við sársauka í fæðingu. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að konur hafi mun jákvæðara viðhorf til sársauka í fæðingu, en til annars sársauka. Efniviður og aðferðir: Lýsandi könnunarrannsókn. Úrtak var lagskipt hentugleikaúrtak barnshafandi kvenna sem komu í mæðravernd á 26 heilsugæslustöðvum um allt land. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á væntingar og viðhorf barnshafandi kvenna á Íslandi til sárs- auka og meðferð við sársauka í fæðingu. Mælitækið var spurningalisti sem var lagður fyrir snemma á meðgöngu. Niðurstöður: Alls svöruðu 1111 konur spurningalistanum, en svarhlut- fall var 63%. Niðurstöður varðandi væntingar til styrks sársauka í fæð- ingu sýndu að konur bjuggust að meðaltali við að sársaukinn yrði 5,58 mælt á skalanum 1-7. Marktækt samband reyndist milli væntingar um styrk sársauka í fæðingu og fjölmargra þátta svo sem: búsetu, viðhorfs til fæðingar, upplifun á öryggistilfinningu og jákvæðrar upplifunar af fyrri fæðingu. Ályktanir: Barnshafandi konur búast við því að fæðingin verði sársaukafull, en eru þrátt fyrir það almennt jákvæðar gagnvart henni. Niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að nýta til að ræða við barns- hafandi konur á meðgöngu um sársauka í fæðingu og aðstoða þær við að undirbúa sig fyrir fæðinguna. Rannsóknir hafa sýnt að góður undir- búningur eykur líkur á eðlilegri fæðingu og ánægjulegri upplifun. E 9 Design of experiments for optimization of UPLC-MS/MS assay of biomarkers in biological matrices Margrét Þorsteinsdóttir1,2, Baldur Bragi Sigurðsson2, Finnur F. Eiríksson1,2,4 1Faculty of Pharmaceutical Science, University of Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3ArcticMass margreth@hi.is Introduction: Tandem mass spectrometry coupled to ultra-perform- ance liquid chromatography (UPLC-MS/MS) is an excellent analytical method with ultimate selectivity and sensitivity needed for quantifica- tion of biomarkers in biological matrices. The UPLC-MS/MS is a two stage process, liquid introduction and analyte ionization. The goal is to transfer the analyte from condensed phase to gas phase and maintain conditions that are compatible for both the LC and the MS. This involves many experimental factors which need to be simultaneously optimized to obtain maximum selectivity and sensitivity at minimum retention time. The aim of this study was to illustrate that method development can become much more efficient by utilizing a chemometric approach such as design of experiments (DoE). Methods and data: UPLC-MS/MS method was optimized for quantification of biomarkers in various biological matrices. Fractional factorial design was used for experimental screening to reveal the most influential factors. When multi-levels qualitative factors were included in the screening experiments D-optimal design was applied. Significant factors were studied via central composite design and related to sensitivity, resolution and retention time utilizing partial least square (PLS)-regression. Results: A sensitive, specific and robust UPLC-MS/MS assay for quantification of clinical biomarkers was optimized efficiently with a chemometric approach. The assay has been used for fast biomarker determination for support of clinical diagnosis and therapeutic drug monitoring. Conclusions: This study demonstrates that utilizing DoE for optimiza- tion of LC-MS/MS methods is very efficient with only fraction of the experiments that would be required by changing one separate factor at time (COST) approach. E 10 Stutt útgáfa af Marlowe-Crowne Social Desirability Scale (MCSDS) Vaka Vésteinsdóttir, Fanney Þórsdóttir Sálfræðideild Háskóla Íslands vakav@hi.is Inngangur: Félagslega æskileg svörun (socially desirable responding) er tilhneiging fólks til að gefa góða mynd af sér þegar það svarar spurn- ingum. Mest notaða mælingin á félagslega æskilegri svörun er Marlowe- Crowne Social Desirability Scale (MCSDS). MCSDS var hannaður sem einnar víddar mæling á félagslega æskilegri svörun í þeim tilgangi að leiðrétta fyrir slík svör í sjálfsmatskvörðum. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að búa til stutta útgáfu af MCSDS með því að fella út þau atriði sem greina illa milli þeirra sem hafa mikla tilhneigingu til að fegra sig og þeirra sem hafa litla tilhneigingu til þess. Efniviður og aðferðir: MCSDS inniheldur 33 atriði sem mæla félagslega æskilega svörun. Atriði prófsins eru fullyrðingar um hegðun eða hugsun próftaka og eru svarmöguleikar annahvort satt eða ósatt. Í úrtakinu voru 536 meðlimir Netpanels Félagsvísindastofnunar, 272 konur og 264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.