Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 45
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 45 study was to specify challenges experienced by patients after being discharged with neglect to own home and to explore how commonly applied neglect measures tap into those difficulties. Methods and data: Fifteen patients participated in the study. Collection of qualitative and quantitative data was done concurrently. The particip- ants were interviewed by using a phenomenological approach and neg- lect related problems were observed during home visits. The Catherine Bergego Scale, a 10 item questionnaire measuring neglect problems and severity during daily activities, was filled out by the researcher, the patient, and a family member. Participants also completed five paper- pencil tests and the researcher observed patterns of test solving. Data was compared and blended in a “mixing matrix.” Results: Discrepancies exist between patients’ subjective experience of neglect compared to those of conventional paper-pencil testing and observations of neglect. Serious problems in daily life were found even in patients with subtle problems who appeared recovered. Results show a lack of fit between conventional testing and actual neglect problems, particularly in patients with mild neglect. Conclusion: Existing concerns of a mismatch betweeen conventional neglect assessment and impact of neglect in the daily lives of patients have been verified. The form of observations used in this study could be used to advance assessment strategies and the development of an interview guide for health care professionals. E 120 Viðhorf sjúkraþjálfara til gagnreyndra vinnubragða Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands thbjorg@hi.is Inngangur: Markmið þessarar könnunar var að rannsaka viðhorf sjúkra- þjálfara til gagnreyndra vinnubragða og hvort finna megi tengsl á milli viðhorfa og valinna persónu- og umhverfisþátta. Efniviður og aðferðir: Rafræn könnun var send til allra í Félagi sjúkra- þjálfara í maí 2013. Þátttakendur voru 211 og þátttökuhlutfall 40%. Meðalaldur hópsins var 43 ár (sf=10,5) og 76% hans voru konur. Viðhorf til gagnreyndra vinnubragða voru metin með staðlaða spurningalist- anum Evidence-based practice attitude scale (EBPAS) sem hefur fjóra undir- kvarða. Einbreytugreining (t-próf og fylgnipróf) og margbreytugreining byggð á línulegri aðhvarfsgreiningu voru gerðar til að skoða tengsl EBPAS við aldur, kyn, starfsaldur við sjúkraþjálfun, framhaldsmenntun, starfssvið innan sjúkraþjálfunar, starfshlutfall og stærð vinnustaðar. Niðurstöður: Sjúkraþjálfarar voru jákvæðir út í gagnreynda nálgun. Samkvæmt heildarstigum EBPAS tengdist jákvætt viðhorf því að vera kona (p<0,001), með stutta starfsreynslu (p=0,023) og vinna með mörg- um sjúkraþjálfurum (p=0,015). Konur sýndu jákvæðara viðhorf en menn á undirkvarða sem metur hvort viðkomandi fylgdi kröfum um gagn- reynd vinnubrögð (p=0,001) en sjúkraþjálfarar sem unnu á einkastofum voru neikvæðari en aðrir (p=0,048). Hærri stig á undirkvarða sem metur hversu opinn fagmaður er fyrir nýjungum í starfi fengu konur (p=0,034) og þeir sem vinna með mörgum sjúkraþjálfurum (p=0,017). Að lokum lýstu konur minni mótstöðu en menn við að fylgja stöðluðum með- ferðarleiðbeiningum (p=0,005). Línuleg margbreytuaðhvarfsgreining sýndi að aðeins kyn var tengt viðhorfi til gagnreyndrar nálgunar. Konur voru jákvæðari en menn á heildarkvarðanum og þremur undirkvörðum. Ályktanir: Þegar ákveðið er að byrja að veita gagnreynda þjónustu er mikilvægt að þekkja þætti sem hafa áhrif á viðhorf sjúkraþjálfara til nálgunarinnar. E 121 Geislaálag í röntgen vélinda, stillingu á magabandi og lengdarmælingu með samsettum myndum Ásta Fanney Gunnarsdóttir1, Jónína Guðjónsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Röntgen Domus Medica joninag@hi.is Inngangur: Skyggnirannsóknir eru mikilvægar í læknisfræðilegri myndgreiningu og hlutverk skyggninga breytist og þróast með fram- förum í tækni og aðferðum. Mat á geislaálagi sjúklinga er nauðsyn- legur þáttur í mati á áhættu og gagnsemi. Í þessari rannsókn var kannað geislaálag í nokkrum algengum rannsóknum í stafrænu skyggnitæki. Efniviður og aðferðir: Öllum fullorðnum sem komu í rannsókn á 5 vikna tímabili árið 2014 var kynnt rannsóknin og samþykktu allir þátt- töku. Skráð var tegund rannsóknar, flatargeislun, fjöldi mynda, hæð, þyngd, kyn og aldur. Fyrir stillingu á magabandi var skráð í hvaða skipti viðkomandi var að koma. Geislaálag var reiknað út frá flatargeislun með breytistuðlum fyrir viðkomandi líkamshluta og fylgni geislaálags við BMI og fjölda mynda reiknuð. Niðurstöður: 39 einstaklingar komu í 41 skipti (röntgen vélinda=18, stilling á magabandi=17, lengdarmæling=5, annað=1), meðalaldur var 53 ár og meðal-BMI 28. Meðalgeislaálag (±SD) var 4,9±5,7mSv í röntgen vélinda, 1,9±2,8mSv við stillingu á magabandi og 0,13±0,05mSv í lengdarmælingu. Miðgildi geislaálags í röntgen vélinda og stillingu á magabandi var 2,4mSv og 0,7mSv. Fylgni geislaálags og BMI annars vegar og fjölda mynda hins vegar var rs=0,78 og 0,66 í röntgen vélinda og rs=0,53 og 0,89 við stillingu á magabandi. Þeir sem komu í stillingu á magabandi á tímabilinu voru að koma í fyrsta til áttunda skipti. Ályktanir: Geislaálag er breytilegt, vaxtalag sjúklinga og fjöldi mynda skýrir ekki allan muninn. Geislaálag vegna röntgen vélinda og lengdar- mælingar er líkt því sem gerist annars staðar. Geislaálag við stillingu á magabandi er oftast lítið í hvert skipti en hafa þarf fjölda skipta í huga. E 122 Þrýstinudd: Nýtt meðferðarform við álagseinkennum frá hásinum Stefán H. Stefánsson1,2, Sveinbjörn Brandsson3, Henning Langberg4, Árni Árnason1,5 1Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Sjúkraþjálfun Íslands-Orkuhúsið, 3Læknastöðin-Orkuhúsið, 4CopenRehab, Faculty of Heath Sciences, University of Copenhagen, 5Gáska sjúkraþjálfun stefan@sjukratjalfun.is Inngangur: Eksentrískar æfingar eru eina gagnreynda meðferðarúræðið sem sjúkraþjálfarar beita við álagseinkennum frá hásinum (Achilles tendinopathy-AT). Rannsóknir sýna að eksentrískar æfingar duga ekki í 40% tilfella og mikil þörf er á frekari úrræðum. Markmið rannsóknar- innar var að kanna hvort þrýstinudd geti verið gagnleg meðferð við AT og bera árangurinn saman við eksentrískar æfingar. Efniviður og aðferðir: 60 einstaklingar sem höfðu verið með AT í meira en þrjá mánuði var slembiraðað í þrjá hópa. Hópur eitt fékk eksentr- ískar æfingar, hópur tvö fékk þrýstinuddsmeðferð og hópur þrjú fékk eksentrískar æfingar og þrýstinudd. Einstaklingarnir voru metnir með; VISA-A-IS spurningalistanum, algometer (mælir verki við þrýsting), hreyfiferilsmælingu í ökkla (með hné beint/bogið) og með ómun hásina (þykkt/breidd og æðainnvöxtur). Mælt var í upphafi og eftir 4, 8, 12 og 24 vikur, nema ómun (vika 0, 12 og 24). Niðurstöður: Við upphaf mælinga voru hóparnir sambærilegir í öllum mælingum. Allir hóparnir bættu sig marktækt á VISA-A-IS (p<0.0001) og hreyfiferli í ökkla, bæði með hné beint (p=0,034) og bogið (p=0,006),
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.