Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 25
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 25
E 53 Röskun á sjónrænum hluta- og andlitskennslum í lesblindu:
Skert starfsemi kviðlægs sjónstraums?
Heiða María Sigurðardóttir, Eysteinn Ívarsson, Kristjana Kristinsdóttir, Árni
Kristjánsson
Sálfræðideild Háskóla Íslands
heidasi@hi.is
Inngangur: Bæði börn og fullorðnir með lesblindu (dyslexia) mælast
með vanvirkni í vinstri spólufellingu (fusiform gyrus). Þessi heilastöð,
sem telst til kviðlægs sjónstraums (ventral visual stream), er talin gegna
mikilvægu hlutverki í að bera kennsl á rituð orð, andlit og aðra flókna
sjónræna hluti. Þar sem vanvirkni í spólufellingu getur verið til marks
um almenna röskun á starfsemi þessa heilasvæðis var ætlunin að kanna
hvort lesblindir sýni merki um skerta getu til að bera kennsl á hluti, þá
sérstaklega andlit. Margvísleg gögn styðja mikilvægi spólufellingar
fyrir andlitskennsl og því könnuðum við einnig sérstaklega svokallaða
heildræna skynjun (holistic processing) sem talin er vera eitt aðalsmerki
andlitsskynjunar.
Efniviður og aðferðir:20 lesblindir fullorðnir og 20 fullorðnir án les-
blindu tóku þátt. Við mældum frammistöðu þeirra á 1) andlitskennsla-
prófi, 2) prófi sem mælir heildræna andlitsskynjun, 3) hlutakennsla-
prófi, og 4) litakennslaprófi. Ekki var gert ráð fyrir mun á litakennslum
hópanna tveggja.
Niðurstöður: Lesblindir eiga erfiðara en aðrir með að þekkja í sundur
andlit og aðra flókna hluti sem líkjast hver öðrum. Ekki fannst munur
á heildrænni skynjun lesblindra og þeirra sem ekki eru lesblindir, né
heldur fannst munur á litaskynjun hópanna.
Ályktanir: Lesblinda einkennist ekki einungis af erfiðleikum með lestur
heldur einnig af skertri getu til að bera kennsl á aðra hluti, svo sem and-
lit. Vandamálið má ekki rekja til röskunar á heildrænni skynjun heldur
virðist fremur í samræmi við röskun á þáttaháðri skynjun (part-based
processing). Lestrarörðugleikar lesblindra gætu verið augljósasta afleið-
ing almennari röskunar á hlutakennslum sem rekja má til vanvirkni í
kviðlægum sjónstraumi heilans.
E 54 Notkun sýklódextrín við hönnun cyclosporin A augndropa
Sunna Jóhannsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson, Guðrún Marta
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
suj1@hi.is
Inngangur: Cyclosporin A er hringlaga pólýpeptíð lyf, það er fitu-
sækið með lélega vatnsleysni og háan mólþunga (1202.6 Da). Þetta er
ónæmisbælandi lyf sem meðal annars hefur verið notað við augnþurrk.
Markmið rannsóknarinnar var að hanna augndropa með 0,05% cyclo-
sporíni og nota hjálparefnin sýklódextrín til að auka leysni þess í vatni
og flæði yfir lífrænar himnur. Sýklódextrín er hringlaga fásykrungur
sem notað er til þess að bæta aðgengi og leysni lyfja. Sýklódextrín eru
með vatnssækið ytra yfirborð og fitusækið holrúm í miðju sameindar. Í
vatnslausn geta sýklódextrín innlimað sameindir í holrýmið og myndað
fléttur við fitusækin, torleysanleg lyf og aukið þar með leysni þeirra.
Efniviður og aðferðir: Framkvæmdar voru meðal annars fasaleysni
mælingar, flæðirannsóknir yfir hálfgegndræpar sellófan himnur,
stærðarákvarðanir agna, osmótískar mælingar, sýrusigsmælingar og
seigjustigsmælingar.
Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að augndroparnir þyrftu að inni-
halda að minnsta kosti 3% α sýklódextrín til að leysa upp cyclosporínið.
Notkun ϒ sýklódextrín jók stærð kornanna og flæðihraðann yfir hálf-
gegndræpa himnu, en nær ekki að leysa allt cyclosporínið upp. Því var
blanda með α- og ϒsýklódextríni hönnuð, þá leystist allt sýklódextrínið
upp og flæðihraðinn yfir himnu var betri.
Alyktanir: Með notkun sýklódextrín tókst að formúlera cyclosporín
augndropa í vatnsfasa. Leysni cyclosporins jókst sem og flæði þess yfir
hálfgegndræpa sellófan himnu.
E 55 Áhrif skýs á augasteini á súrefnismælingar í sjónhimnu
Sveinn Hákon Harðarson1,2, Davíð Þór Bragason2, Þór Eysteinsson1,2, Einar
Stefánsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala
sveinnha@hi.is
Inngangur: Súrefnismælingar í sjónhimnu byggja á sérstakri mynda-
töku af augnbotni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort ský
á augasteini og gæði mynda hafi áhrif á niðurstöðu súrefnismælinga í
sjónhimnu.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur myndir
af augnbotni með 570nm og 600nm ljósi samtímis. Ljósgleypni æða við
þessar bylgjulengdir er mæld af myndunum og súrefnismettun sjón-
himnuæða reiknuð.
Þátttakendur voru 17 einstaklingar, sem voru á leið í aðgerð vegna skýs
á augasteini. Öllum augnbotnamyndum úr súrefnismælinum var raðað
með tilliti til myndgæða. Að auki var þéttleiki skýs metin með grein-
ingartækjum fyrir framhluta augans (Pentacam og Nidek EAS-1000).
Niðurstöður: Paraður samanburður var gerður á betra og verra auga
einstaklinganna. Mæld súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu var
85±10% (meðaltal±staðalfrávik) í því auga sem myndgæði voru betri,
samanborið við 78±10% í verra auga (p=0,0013). Í bláæðlingum sjón-
himnu var mæld mettun 45±17% í betra auganu en 33±23% í verra
auganu (p=0,0046). Mæld súrefnismettun hafði tilhneigingu til að hækka
með batnandi myndgæðum og breytileikinn minnkaði. Súrefnismettun
í slag- og bláæðlingum hafði fylgni við þéttleikamælingar, sem fram-
kvæmdar voru með Nidek EAS-1000. Meiri þéttni skýs leiddi til lægri
mettunar (p=0,029 fyrir slagæðlinga og p=0,0098 fyrir bláæðlinga).
Svipaðar niðurstöður fengust með Pentacam mælitæki.
Ályktanir: Ský á augasteini getur leitt til lægri mældrar mettunar, sem
er að öllum líkindum skekkja. Taka þarf tillit til gæða mynda þegar
mælingar eru gerðar á súrefnismettun í sjónhimnu.
E 56 Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun 100% O2 í
heilbrigðum einstaklingum og glákusjúklingum
Ólöf Birna Ólafsdóttir1,2, Þórunn Scheving Elíasdóttir1,2, Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir1,2, Sveinn Hákon Harðarson1,2, Einar Stefánsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala
obo4@hi.is
Inngangur: Orsakir gláku eru óþekktar en kenningar hafa verið um
að blóðflæði í augum sé illa stjórnað sem leitt gæti til súrefnisskorts.
Tilgangur verkefnisins var að kanna stjórnun á blóðflæði með því að
meta svar glákusjúklinga og heilbrigðra einstaklinga við öndun á 100%
súrefni ásamt því að kanna næmni súrefnismælisins.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða í glákusjúk-
lingum (n=11) og heilbrigðum einstaklingum (n=30) var mæld með
súrefnismæli, Oxymap T1. Súrefnismettun var mæld við innöndun á
andrúmslofti (baseline), eftir 10 mínútur af innöndun á 100% súrefni og
aftur við andrúmsloft (recovery).