Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 62
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 62 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 V 14 Tengsl D-vítamíns við sykurefnaskipti sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni Erna Sif Óskarsdóttir1, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Þórarinn Árni Bjarnason1, Ísleifur Ólafsson3, Karl Andersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild Landspítalans, 3rannsóknarsviði Landspítala eso7@hi.is Inngangur: Vísbendingar eru um að D-vítamín gegni hlutverki í blóð- sykurstjórnun og meingerð sykursýki 2 (SS2) en fáar rannsóknir hafa skoðað þetta samband hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Markmið þessarar rannsóknar var að skoða mögulegt samband D-vítamínstyrks í blóði og sykurefnaskipta í sjúklingum með BKH. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=108, meðalaldur=63,5±9,7 ár, karlar=82%) voru sjúklingar með BKH sem ekki höfðu sögu um óeðlileg sykurefnaskipti (skert sykurþol eða SS2). Átta til 12 vikum eftir útskrift voru sjúklingarnir kallaðir inn í sykurþolspróf og mælingu á langtíma- blóðsykri (HbA1C) og D-vítamínstyrk (s-25(OH)D). Sjúklingunum var svo skipt í hópana „eðlileg sykurefnaskipti“, „skert sykurþol“ og „SS2“, byggt á leiðbeiningum Amerísku sykursýkissamtakanna. Niðurstöður: 28% sjúklinganna voru með eðlileg sykurefnaskipti, 60% voru með skert sykurþol og 12% voru með SS2. Miðgildi (IQR) D-vítamíns hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti var 67,8 (47-87,8) nmól/L og voru 37% sjúklinganna með ófullnægjandi D vítamín búskap (s-25(OH)D <50 nmól/L). Miðgildi D-vítamíns hjá sjúklingum með óeðlileg sykurefnaskipti var 51,9 (38,3-85,4) nmól/L og voru 46% með ófullnægjandi D vítamín búskap. Munur D-vítamíngilda milli hópanna var ekki tölfræðilega marktækur. Neikvæð fylgni var milli D-vítamíns og fastandi blóðsykurs (r=-0,21, p<0,05). Leitni var í átt að neikvæðri fylgni milli D-vítamíns og HbA1C (r=-0,20, p=0,08). Lógístísk aðhvarfs- greining leiddi í ljós að fyrir hverja 10 nmól/L hækkun í D-vítamínstyrk minnkaði gagnlíkindahlutfall óeðlilegra sykurefnaskipta um 25% (OR=0,75; CI=0,60-0,95; p<0,01). Ályktanir: Neikvæð fylgni er á milli D-vítamíns og FBS. Hugsanlegt er að lækkaður styrkur D-vítamíns geti haft áhrif á sykurefnaskipti og jafn- vel verið áhættuþáttur í meingerð SS2. Íhlutandi rannsókna á þessu sviði er þó þörf til að staðfesta slíkt orsakasamband. V 15 Geislaálag ólíkra flugleiða Eva María Guðmundsdóttir1,2, Vilhjálmur Rafnsson2,3 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3rannsóknastofu í heilbrigðisfræði emg5@hi.is Inngangur: Flugáhafnir verða fyrir geimgeislum en geislaálagið (e. effective dose) er háð flughæð. Geislaagnir utan úr geimnum klofna á leið inn í lofthjúp jarðar í orkuminni eindir. Segulsvið jarðar hefur verndandi áhrif gegn geimgeislun við miðbaug jarðar en lítil sem engin við segulskautin. Heildargeislaálag á ákveðinni flugleið fer því eftir flughæðarferlum, breiddargráðu, stefnu og flugtíma. Virkni sólar skiptir einnig máli, sem breytist reglulega í um það bil 11 ára sveiflum. Magn geimgeislunar í gufuhvolfi jarðar er í öfugu hlutfalli við virkni sólar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna geislaálag mismunandi flug- leiða í hámarks- og lágmarksvirkni sólar. Efniviður og aðferðir: Fjórar flugleiðir frá Keflavík voru bornar saman, annars vegar tvær til Bandaríkjanna og tvær til Evrópu hins vegar. Með áðurnefndum flugupplýsingum var forritið CARI-6 notað til að ákvarða geimgeislaálag hverrar flugleiðar árið 2000, þegar virkni sólar var í hámarki, og árið 2008 þegar virkni sólar var í lágmarki. Niðurstöður: Meðaltalsgeislaálag í flugferð til London árið 2008 var 0,021 mSv borið saman við 0,045 mSv til New York sama ár. Geislaálag hverrar flugleiðar var að meðaltali 44% hærra árið 2008 í lágmarksvirkni sólar miðað við hámarksvirkni árið 2000. Geislaálag var að jafnaði tvöfalt hærra fyrir ferðir til Bandaríkjanna, enda flugtíminn lengri, borið saman við ferðir til Evrópu. Ályktanir: Mikilvægt er að gera frekari grein fyrir geislaálagi mis- munandi flugleiða og í ólíkum aðstæðum með tilliti til virkni sólar. Geislaálag í röntgenmyndatöku á lungum er 0,02 mSv, sem er áþekkt því sem hlýst af flugferð til London. Með CARI-6 er hægt að ákvarða geislaálag flugáhafna. V 16 Eyrnabólgur í hundum: Helstu sjúkdómsvaldar og næmi þeirra fyrir sýklalyfjum Guðbjörg Jónsdóttir, Signý Bjarnadóttir, Erla Heiðrún Benediktsdóttir, Kristín Matthíasdóttir, Hildur Valgeirsdóttir, Ásgeir Ástvaldsson, Eggert Gunnarsson, Vala Friðriksdóttir Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum gj@hi.is Inngangur: Eyrnabólgur af völdum húðsýkinga í ytra eyra eru algengt vandamál í hundum. Þær geta verið mjög þrálátar og meðhöndlun er oft erfið. Eyrnagöng hunda eru þannig í laginu að það loftar ekki nógu vel inn í eyrun og myndast þá hiti og raki sem skapar kjöraðstæður fyrir bakteríur og sveppi til að fjölga sér. Meðhöndlun eyrnabólgu er yfirleitt með sýklalyfjum og þegar um þrálát vandamál er að ræða hafa hundarnir farið í gegnum margar sýklalyfjameðferðir. Markmið rann- sóknarinnar var að kortleggja helstu orsakir eyrnasýkinga í hundum og athuga næmi þeirra fyrir sýklalyfjum. Efniviður og aðferðir: Sýni sem berast sýkladeild Keldna vegna sjúk- dómsgreininga eru sett í almenna sýklaræktun. Líklegir sýkingavaldar eru greindir nánar og næmi þeirra fyrir algengum sýklalyfjum metið. Á tímabilinu 2010 til 2013 bárust sýkladeild Keldna 246 sýni úr hundum í almenna sýklaræktun. Þar af voru 93 eyrnasýni og tókst að einangra sjúkdómsvaldandi bakteríur eða sveppi úr 83 þeirra. Niðurstöður: Helsti eyrnabólguvaldur í hundum á þessu tímabili var bakterían Staphylococcus intermedius. Einnig greindust Proteus mirabilis, Pseudomonas aeruginosa og Candida spp oft í þessum sýnum. Sýklalyfjanæmi var mjög mismunandi en sýklarnir voru oft ónæmir fyrir einu eða fleiri sýklalyfjum. Ályktanir: Hundar með eyrnabólgu eru oftast meðhöndlaðir með sýkla- lyfjadropum í ytra eyra um leið og sýkingar verður vart. Algengt er að fjölónæmar bakteríur ræktist úr eyrum hunda sem hafa verið meðhöndl- aðir oft vegna endurtekinna sýkinga. Mikilvægt er að greining á sýkli og sýklalyfjanæmi fari fram í upphafi sýkingar. Þannig má tryggja mark- vissari meðhöndlun og hugsanlega fyrirbyggja langvinnar eyrnabólgur af völdum fjölónæmra baktería. V 17 Áhrif örvunar eða hömlunar sjónhimnu A2A og A3 adenosine viðtaka á þætti sjónhimnurits rottu Guðmundur Jónsson, Þór Eysteinsson Lífeðlisfræðistofnun guj11@hi.is Inngangur: Adenosine er taugabeinir sem fyrirfinnst á hinum ýmsu stöðum í miðtaugakerfinu, þar á meðal í sjónhimnunni. Því er haldið fram að adenosine sé taugaverndandi í sjónhimnunni. Er það byggt á mælingum sjónhimnurits frá rottum. Tilgangur þessa verkefnis var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.