Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 56

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 56
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 56 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 were they affect gene expression. Another member of the same family of transcription factors, MITF, is highly expressed in melanoma cells and acts as a master regulator of this cell type. Here we show that MITF regulates autophagy genes in melanoma and that it interacts with TFEB. Methods and data: The human melanoma cells 501Mel were transfected with an inducible piggybac vector to overexpress MITF. A proximal ligation assay (Duolink) and co-immunoprecipitation were used to identify interactions between MITF and TFEB. The autophagy process in these cells was observed under normal and starved conditions as well as in the presence of the autophagy inhibitor chloroquine. Results: MITF is mainly localized to the nucleus in human melanoma cells regardless of nutrient availability. MITF and TFEB interact in the nucleus of 501Mel cells and affect each other’s expression. MITF regulates the transcription of the key autophagy gene LC3 as well as RagD, a key component of mTORC1. MITF mRNA and protein levels are sensitive to starvation and treatment with the autophagy inhibitor chloroquine Conclusions: Autophagy is a very active process in melanoma and is regulated by MITF, possibly in cooperation with TFEB. Autophagy is considered as a therapeutic target in melanoma and the observed regulation of autophagy genes by the melanoma oncogene MITF needs to be taken into account for clinical considerations. E 156 Einangrun erfðavísis fyrir glóbrúnum/muskóttum lit í íslenska hestinum Sigríður Klara Böðvarsdóttir1, Ástrós Sigurðardóttir1, Vilhjálmur Svansson2, Guðni Þorvaldsson3 1Lífvísindasetri, læknadeild Háskóla Íslands, 2Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 3Landbúnaðarháskóla Íslands skb@hi.is Inngangur: Erfðavísir CCr fyrir leirlitum í hrossum hefur áhrif á deyfingu á rauðum og jörpum grunnlit þannig að úr verður leirljóst og moldótt. Það sama á ekki alltaf við um brúnan grunnlit því aðeins í sumum tilfellum hefur erfðavísirinn CCr áhrif á deyfingu brúns litar þannig að úr verður glóbrúnt eða muskótt. Markmið rannsóknarinnar var að einangra erfðavísi sem í samfloti með CCr deyfir brúnan grunnlit. Efniviður og aðferðir: Útraðir tveggja gena sem þekkt er fyrir að hafa áhrif á litastyrk voru raðgreindar í tveimur glóbrúnum hestum. Erfðabreytileikar sem fundust voru skoðaðir í stærri hópi hrossa. Alls voru erfðavísir CCr og erfðabreytileikar sem fundust greindir í um 140 hrossum, þar af 11 glóbrúnum. Niðurstöður: Í öðru geninu fundust fjórir erfðabreytileikar en engir í hinu. Af þeim valda þrír amínósýruskiptum en einn ekki. Báðir gló- brúnu hestarnir sem voru raðgreindir höfðu tvo erfðabreytileika sem valda amínósýruskiptum. Erfðabreytileikarnir eru í sömu útröð nálægt hvorum öðrum og erfast því oftast saman. Af 11 glóbrúnum hrossum reyndust allir hafa leirlita CCr erfðavísinn auk þess að bera báða erfða- breytileikana ýmist arfblendna eða arfhreina. Af 5 brúnum hrossum sem báru leirlita CCr erfðavísinn reyndist enginn hafa seinni erfðabreyti- leikann en eitt hross hafði fyrri erfðabreytileikann arfblendinn. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að annar af tveimur erfða- breytileikum sem fundust í rannsókninni hafi áhrif á deyfingu brúns grunnlitar í hrossum þegar leirliti CCr erfðavísirinn er til staðar. Líklega er að seinni erfðabreytileikinn hafi þessi áhrif þar sem sá fyrri kemur fyrir í brúnu hrossi sem ber leirlita CCr erfðavísinn. E 157 Könnun á algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá tónlistarnemendum Kári Árnason1,2, Árni Árnason2,3, Kristín Briem2,3 1Bæklunarskurðdeild Landspítala, 2Gáska sjúkraþjálfun, 3rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands kariarna@gmail.com Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá íslenskum tónlistarnem- endum og að kanna hvort munur væri á milli þeirra sem spila klassíska tónlist og þeirra sem spila rytmíska (jazz, rokk o.fl.). Slíkt hefur aldrei áður verið kannað á meðal íslenskra tónlistarnemenda en erlendar rann- sóknir hafa sýnt að algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik er umtalsvert, bæði hjá nemendum og atvinnumönnum og getur haft mikil áhrif á tónlistarfólk. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 74, á aldrinum 16 til 36 ára og komu úr þremur tónlistarskólum. Tveimur sem kenna helst klassíska tónlist (skólar A og B) og einum sem kennir helst rytmíska (skóli C). Þátttakan var fólgin í því að svara spurningalista sem var sérstaklega hannaður til þess að kanna algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóð- færaleik. Niðurstöður: 62% þátttakenda höfðu einhvern tímann á tónlistarferlin- um fundið fyrir stoðkerfiseinkennum tengdum hljóðfæraleik. Algengið var hæst á meðal nemenda úr skóla A (71,4%) en lægst á meðal nemenda úr skóla C (38,9). Rúmlega 40% þátttakenda voru með „núverandi einkenni“ en það voru þau stoðkerfiseinkenni sem þátttakendur höfðu fundið fyrir síðastliðna 7 daga. Algengi stoðkerfiseinkenna var mark- tækt hærra hjá klassískum tónlistarnemendum miðað við þá rytmísku (p=0,019). Langflestir þátttakendur höfðu fengið litla eða nokkra fræðslu um stoðkerfiseinkenni tengd hljóðfæraleik og mikilvægi forvarna. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá íslenskum tónlistarnemendum er umtalsvert og í sam- ræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Niðurstöðurnar gefa einnig vísbendingar um að munur sé á algengi stoðkerfiseinkenna á milli þeirra sem spila klassíska og þeirra sem spila rytmíska tónlist. E 158 Skimun handknattleiksmanna á Íslandi með níu þátta skimunarprófi Elís Þór Rafnsson1,2, Anna Frohm3, Grethe Myklebust4, Roald Bahr4, Örnólfur Valdimarsson5, Árni Árnason1,6 1Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Sjúkraþjálfun Íslands-Orkuhúsið, 3Karolinska Institutet, Department of Neurobiology, Care Sciences and Society (NVS) Division of Physiotherapy, 4Oslo Sports Trauma Research Center, Norwegian School of Sport Sciences, 5Læknastöðin-Orkuhúsið, 6Gáska sjúkraþjálfun elis@sjukratjalfun.is Inngangur: Álagseinkenni eru algeng í handknattleik, en lítið er vitað um áhættuþætti þeirra. Níu þátta skimuarpróf er ný aðferð til að skima fyrir styrk, liðleika, samhæfingu og stöðugleika hjá íþróttafólki. Með skimunarprófinu er hugsanlega hægt að greina einhverja áhættuþætti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna innanmatsmanna áreiðanleika níu þátta skimunarprófsins og bera niðurstöður prófsins saman milli leikstaða og aldurshópa, sem og á milli unglinga, leikmanna í efstu tveimur deildunum og landsliðsmanna. Efniviður og aðferðir: Innanmatsmanna áreiðanleiki 9 þátta skimunar- prófs var prófaður tvisvar sinnum með viku millibili á 50 handknatt- leiksmönnum (16-19 ára) frá 5 félögum. Auk þess voru 114 leikmenn frá 13 handknattleiksliðum í efstu tveimur deildum ásamt 27 landsliðs- mönnum prófaðir einu sinni með skimunarprófinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.