Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 9
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 9
E 1 Þriðja tannsettið og lífsgæði íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimili
Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, Inga B. Árnadóttir
Tannlæknadeild Háskóla Íslands
ass34@hi.is
Inngangur: Rekja má tann- og munnsjúkdóma til ýmissa þátta á borð
við lélega munn- og tannhirðu, neysluvenja og lyfjagjöf. Bágborin
tannheilsa getur aukið hættu á meltingartruflunum, vannæringu,
sveppasjúkdómum, munnþurrki og tannholdssjúkdómum. Markmið
rannsóknar var að skoða tengsl tannheilsu og lífsgæða meðal aldraðra.
Efniviður og aðferðir: Þversniðsrannsókn árið 2013 á dvalar- og hjúkr-
unarheimili á höfuðborgarsvæðinu (VSN 12-207). Aðilar í hvíldardvöl
og hjúkrunarrýmum voru útilokaðir frá þátttöku. Þátttakendur (n=45)
mættu í klíníska skoðun og svöruðu lífsgæðakvarða „Oral health impact
profile“ (OHIP-49). Skýribreyta er klínísk tannheilsa. Útkomubreytur
mældar á sjö undirsviðum OHIP-49: 1) færniskerðing, 2) líkamleg óþæg-
indi, 3) sálræn óþægindi, 4) líkamlegar hömlur, 5) andlegar hömlur, 6)
félagsleg skerðing og 7) höft/fötlun vegna tannheilsu. Tölfræðiúrvinnsla:
IBM SPSS 20, leiðrétt fyrir bakgrunnsbreytum.
Niðurstöður: Alls luku 38 rannsókninni, meðalaldur 85,5 ár (±5,6), í
klínískri skoðun var tannátustuðull karla (n=13) M=24,29 (±5,02) og
kvenna (n=25) M=26,04 (±2,42). Með slæma tannheilsu voru 57,9% (n=22)
og góða 42,1% (n=16). Marktækur munur er milli tenntra og tannlausra
varðandi færniskerðingu F(1,35) = 5,03, p<,05, og líkamlegar hömlur
F(1,35) = 5,00, p<,05. Íbúar með þriðja tannsettið (heilgóma) búa við verri
meltingu, breytt lyktar- og bragðskyn, takmarkandi mataræði, erfiðleika
í tali og tjáningu og verri heilsu en þeir sem hafa eigin tennur.
Ályktanir: Nauðsynlegt er að efla tannheilbrigðisþjónustu aldraðra,
huga þarf að forvörnum, draga úr tannátu, tannmissi og beita
meðferðar úrræðum í samræmi við lög og reglugerðir.
E 2 Tilvísun aldraðra í sérhæfð hjúkrunarúrræði
við útskrift af bráðamóttöku
Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Elísabet Guðmundsdóttir1, Hlíf Guðmundsdóttir1,
Helga Rósa Másdóttir1, Lovísa Jónsdóttir1, Sigrún Sunna Skúladóttir1, Þórdís Katrín
Þorsteinsdóttir2
1Bráðadeild Landspítala, 2Háskóla Íslands
ingis@landspitali.is
Inngangur: Aldraðir eru stækkandi hópur sjúklinga á bráðamóttökum.
Kemur þar bæði til fjölgun aldraðra og að hækkandi aldur leiðir til
versnandi heilsu og aukinnar þarfar fyrir heilbrigðisþjónustu. Tíðar
komur aldraðra á bráðamóttökur hafa verið tengdar við verri afdrif
og hærri dánartíðni. Á síðustu árum hafa verið stofnaðar hjúkrunar-
stýrðar göngudeildir fyrir aldraða, lungna- og hjartabilaða sjúklinga
á Landspítala með því mögulega markmiði að fækka endurkomum á
bráðamóttökur.
Efniviður og aðferðir: Gerð var aftursýn gagnaöflun úr rafrænni
sjúkraskrá um endurkomur allra sjúklinga 67 ára og eldri sem komu
á bráðamóttökur Landspítalans árin 2008 til 2012. Gögnin voru greind
með lýsandi tölfræði og könnuð tengsl milli breyta með kí-kvaðrati
og reiknað líkindahlutfall (OR) forspárþátta fyrir tilvísun í sérhæfð
hjúkrunarúrræði með fjölþátta aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Endurkomur voru 18.154 á rannsóknartímabilinu eða
rúmlega 27% af öllum komum 67 ára og eldri. Forspárþættir fyrir til-
vísunum í sérhæfð hjúkrunarúrræði voru: búseta á höfuðborgarsvæðinu
(OR 3,19; 95% confidence intervaI:1,17-8,66), hækkandi aldur (OR 1,03
95% CI:1,01-1,06), lungnasjúkdómur (OR 4,17 95% CI:2,53-6,88), hjarta-
og æðasjúkdómur (OR 1,80 95% CI:1,07-3.03), stoðkerfissjúkdómar eða
beinbrot (OR 1,56 95% CI:1,01-2,41) eða ICD-10 einkennagreining (OR
2,04 95% CI:1,36-3,06). Kyn og hjúskapur reyndust hafa samvirkni:
giftum konum (OR 2,10 95% CI) var frekar vísað og einbúum (konur
OR 1,16; karlar OR 2,44; 95% CI) var frekar vísað samanborið við gifta.
Ályktanir: Auknar líkur eru á tilvísunum í sérhæfð hjúkrunarúrræði
fyrir þá hópa þar sem slík úrræði eru í boði. Huga mætti að öðrum
hópum aldraðra sem koma endurtekið á bráðamóttöku og taka tillit til
hjúskaparstöðu þeirra.
E 3 Mjaðmabrot 67 ára og eldri sem leituðu á Landspítala 2008-
2012
Sigrún Sunna Skúladóttir1, Elísabet Guðmundsdóttir2, Helga Rósa Másdóttir1,
Hlíf Guðmundsdóttir3, Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Lovísa Jónsdóttir1, Þórdís K.
Þorsteinsdóttir1,4
1Bráðamóttöku, 2hagdeild, 3öldrunarlækningadeild Landspítala, 4hjúkrunarfræðideild Háskóla
Íslands
sigrskul@landspitali.is
Inngangur: Mjaðmabrot er alvarlegur áverki. Yfir 90% af brotum verða
hjá fólki eldra en 50 ára og eru tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá
konum en körlum. Skjóta og góða þjónustu þarf til að stilla verki og
draga úr líkum á fylgikvillum og er skurðaðgerð þá árangursríkust.
Landspítali sinnir meirihluta sjúklinga með mjaðmabrot á Íslandi.
Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á faraldsfræði mjaðm-
abrota meðal aldraðra með það markmið að greina þætti sem eflt gætu
bráðaþjónustu og forvarnir.
Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað afturvirkt úr Vöruhúsi gagna á
Landspítala um alla eldri en 67 ára sem leituðu á bráðamóttöku 2008-
2012 vegna brots á lærleggshálsi, lærhnútubrots og brots fyrir neðan lær-
hnútu. Notuð var lýsandi tölfræði og gerð einbreytu aðhvarfsgreining til
að kanna forspárþætti tegunda brots, komutíma, lengdar biðar á bráða-
móttöku og eftir aðgerð (alpha <0,05). Úrtakið taldi 1053 einstaklinga.
Karlar voru 295 (28%) og konur 757 (72%), elsti einstaklingurinn var
107 ára.
Niðurstöður: Brot voru algengari meðal ekkjufólks en annarra hjú-
skaparstaða (p<0,05). Marktækt færri komur voru yfir sumarmánuði.
Dánartíðni kvenna innan þriggja mánaða var 11% en karla 22% (p<0,05).
Karlar biðu lengur eftir skurðaðgerð en konur (21,5 miðað við 18,9 klst,
p<0,05). Biðtími fólks úr dreifbýli var lengri en biðtími þéttbýlisbúa
(p<0,05).
Ályktanir: Faraldsfræði mjaðmabrota á Íslandi virðist svipuð því sem
gerist í heiminum. Afdrif aldraðra með mjaðmabrot geta verið alvarleg
og aldraðir karlar virðast sérstaklega viðkvæmur hópur. Þörf gæti verið
á að efla þjónustu og fræðslu sjúklinga og aðstandenda um horfur og
afdrif eftir mjaðmabrot þegar á bráðamóttöku.
ÁGRIP ERINDA