Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 60
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
60 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101
rannsóknarinnar var að kanna áhrif togkrafts frá æfingateygju þvert
á hreyfiplan tveggja algengra æfinga, á vöðvavirkni mjaðmavöðva.
Efniviður og aðferðir: Tuttugu og fjórir heilbrigðir einstaklingar á aldr-
inum 21-35 ára. Vöðvarafritsmælingar með yfirborðselektróðum. Mælt
við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti, með og án æfingateygju sem
togaði þvert á hreyfiplan æfingarinnar. Þrír vöðvar mældir á ríkjandi
fæti (lærfellsspennir, miðþjóvöðvi og mikli þjóvöðvi). Merkið var síað
og reiknað var bæði heildi fyrir heildarstærð merkis og hámarksmerki,
yfir þrjár endurtekningar af æfingunni. Notast var við fjölþátta dreifi-
greiningu (ANOVA) við tölfræðiúrvinnslu gagnanna.
Niðurstöður: Vöðvavirkni lærfellsspennis og miðþjóvöðva við fram-
kvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti með teygju var marktækt minni en
þegar æfingin var gerð án teygjunnar (p<0,05), bæði hvað varðar heildar-
og hámarksstærð merkisins. Ekki var marktækur munur á vöðvavirkni
mikla þjóvöðva við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti.
Ályktanir: Niðurstöður benda til marktækt minni vöðvavirkni í lærfells-
spenni og miðþjóvöðva þegar mjaðmarétta á öðrum fæti er framkvæmd
með teygju sem togar þvert á hreyfiplan æfingarinnar, samanborið við
án teygju. Draga má í efa gagnsemi þess að notast við slíka aðferð með
það fyrir augum að auka vöðvavirkni miðþjóvöðva.
V 8 Rannsóknir á lífsferlum smásærra sníkjudýra af fylkingu
Myxozoa í íslensku ferskvatni
Hólmfríður Hartmannsdóttir, Guðbjörg Guttormsdóttir, Fjóla Rut Svavarsdóttir,
Árni Kristmundsson
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
arnik@hi.is
Inngangur: Myxozoa er fylking smásærra en fjölfruma sníkjudýra sem
lengi vel var flokkuð til frumdýra (Protozoa). Lífsferill þeirra krefst
tveggja hýsiltegunda, fiska og hryggleysingja, sem í flestum tilfellum
eru ánar, en fram til ársins 1984 var talið að beint smit væri milli fiska.
Lífsstig í fiskum (myxospore) og í ánum (actinospore) eru mjög ólík að
gerð og ekki unnt að greina hvaða myxospore og actinospore tilheyra
sömu tegund án DNA-greiningar. Markmið verkefnisins er að greina
mismundi lífsstig í ánum og fiskum í íslensku ferskvatni og para saman
bæði lífsstigin og sýna fram á lífsferill tegundanna.
Efniviður og aðferðir: Ánum af ættkvíslum Lumbriculus (blóð-
ánar) og Tubifex (röránar) var safnað úr botnseti nokkurra vatna á
Reykjavíkursvæðinu. Þeir voru settir í vatn í 24 holu bakka og skoðaðir
daglega undir víðsjá og kannað hvort þeir hefðu seytt actinospore-lífs-
stigum. Sæist eitthvað sem líktist seytingu, var það skoðað undir smásjá
til staðfestingar. Gróin voru mæld, myndir teknar af þeim og sýni tekin
til DNA-greiningar.
Niðurstöður: Alls seyttu 15 ánar actinospore-gróum. Byggt á mæl-
ingum og útliti gróanna greindust að minnsta kosti 7 ólíkar tegundir.
Greiningar á erfðaefni mismunandi tegunda eru í gangi. Þær rannsóknir
hafa þó nú þegar sýnt fram tilvist tegunda í ánum sem ekki hefur áður
verið lýst erlendis.
Ályktanir: Alls hefur um 12 tegundir Myxozoa fundist í ferskvatns-
fiskum á Íslandi. Engar sambærilegar rannsóknir liggja hins vegar fyrir á
ánum. Verkefnið er skammt á veg komið en raðgreining á erfðaefni lífs-
forma úr fiskum og ánum mun leiða ljós hvaða formgerðir í hýslunum
tveimur tilheyra sömu tegund.
V 9 Activation of the classical and alternative complement
pathways following total hip replacement
Sóley Þórðardóttir1, Þóra Víkingsdóttir1, Halldór Jónsson2,4, Björn Guðbjörnsson3,4
1 Department of Immunology, Landspítali University Hospital, 2Department of Orthopaedics,
Landspítali University Hospital, 3Centre for Rheumatology Research, Landspítali University
Hospital, 4Faculty of Medicine, University of Iceland
bjorngu@landspitali.is
Introduction: The aim of this study was to investigate in a human model
the activation of the classical and alternative complement pathways
following a cemented total hip replacement surgery (THR) due to os-
teoarthritis.
Methods and data: Blood samples were collected systematically from
12 patients; six male/six female; 74 ± 9 years of age, preoperatively, six
hours postoperatively and on the first, second and third postoperative
day. Total function of classical (CH50) and alternative pathways (AH50)
was evaluated, along with determination of serum concentrations of C3,
C4, C3d, CIC-κ and CIC-λ, as well as CRP and albumin. Measurements
of CRP and albumin elucidated marked inflammatory response follow-
ing the operation.
Results: CH50, AH50 and the concentration of C3 and C4 were signi-
ficantly lower six hours after the surgery compared to the preoperative
levels, but elevated above the preoperative concentrations during the
following three days (P<0,001). The complement activation product C3d
increased continually during the whole observation period, from 14 ±
4 AU/mL preoperative to 21 ± 7 AU/mL on the third postoperative day
(P<0.001).
Conclusions: These results demonstrate a significant activation of the
classical and alternative complement pathways following cemented
THR and indicate that the complement system is still activated on the
third postoperative day. We conclude that activation of the complement
pathways following cemented THR might play an important role in
early aseptic loosening. All efforts should be implemented to find
screening methods that could detect individuals at risk and prepare
them especially preoperatively to minimise this threatening of decrea-
sed life expectancy after their otherwise expensive treatment.
V 10 Blönduð Bláa lóns- og ljósameðferð bælir T-frumur í skellum
sórasjúklinga
Eva Ösp Björnsdóttir1, 2, Guðmundur Bergsson1, Jenna Huld Eysteinsdóttir1,3,
Helga Kristín Einarsdóttir1, Bjarni A. Agnarsson2,4, Jón Hjaltalín Ólafsson2,5,6,
Bárður Sigurgeirsson6, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3,5, Björn Rúnar
Lúðvíkssson1,6
1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Lækningalind Bláa Lónsins,
4meinafræðideild Landspítala, 5húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, 6Húðlæknastöðinni
bjornlud@lsh.is
Inngangur: Sóri er algengur bólgusjúkdómur með slæma fylgikvilla
sem hafa neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklinga. Meingerð sóra hefur
aðallega verið tengd við ofvirkni Th1 og Th17 CD4+ virkjaðra T-frumna.
Meðferð í Bláa lóninu ásamt NB-UVB ljósameðferð getur bælt T-frumur,
minnkað bólgur í húð og aukið lífsgæði einstaklinga.
Efniviður og aðferðir: Húðsýnum var safnað úr skellum sórasjúklinga
með húðsýnapenna fyrir og eftir 6 vikna meðferð. Fimm einstaklingar
gengust undir ljósameðferð og fimm einstaklingar undir ljósa- og Bláa
lóns meðferð. Psoriasis Area Severity Index (PASI) var reiknaður fyrir
og eftir meðferð og sýnin fryst í vaxi, skorin í örþunnar sneiðar og
sneiðarnar litaðar með mótefnum fyrir CD3, CD4 og CD8 jákvæðum
T-frumum. Fjöldi frumna var talinn á tveimur mismunandi svæðum