Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 20
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
20 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101
dauða innan 30 daga og lifunar. Meðaleftirfylgd var 5,7 ár.
Niðurstöður: Af 1622 sjúklingum voru konur 291 (18%). Meðalaldur
þeirra var hærri en karla (69 ár á móti 65 ár, p<0,001), þær höfðu oftar
sögu um háþrýsting (72% á móti 62%, p<0,001) og EuroSCORE þeirra
var hærra (6,1 á móti 4,4, p<0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og
sykursýki og dreifing kransæðasjúkdóms var sæmbærileg. Alls létust
12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga en munurinn var ekki
marktækur (p=0,1). Heildartíðni skammtíma (53% sbr. 43%, p=0,07) og
langtíma fylgikvilla (27% á móti 32%) var sambærileg (p>0,1). Fimm
árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borið saman við 90% hjá körlum
(p=0,09). Sterkustu forspárþættir dauða innan 30 daga voru hár aldur,
skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. Kvenkyn reyndist hins vegar
hvorki vera sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga (OR 0,99;
95%-ÖB: 0,97-1,01) né langtímalifunar (OR 1,09; 95%-ÖB 0,79-1,51).
Ályktanir: Konur gangast sjaldnar undir kransæðahjáveituaðgerðir
en karlar og eru fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur
kransæðahjáveitu er ekki síður góður hjá konum en körlum en 5 árum
frá aðgerð eru 87% þeirra á lífi sem telst mjög góður árangur.
E 37 Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu
Ásrún Ösp Jónsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir
Námsbraut í ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
aoj5@hi.is
Inngangur: Feður vilja taka virkan þátt í barneignarferlinu og eru nánast
undantekningarlaust viðstaddir fæðingu barna sinna. Þeir upplifa oft að
vera utanveltu í kerfi sem er sniðið að mæðrum, þar sem upplýsingar til
þeirra eru ófullnægjandi.
Efniviður og aðferðir: Tíðni heimafæðinga hefur farið vaxandi án þess
að reynsla feðra af þeim hafi verið mikið skoðuð. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að dýpka skilning á reynslu feðra af heimafæðingu með
rannsóknarspurningunni; hver er reynsla feðra af heimafæðingu?
Innihaldsgreining var notuð til þess að greina svör 65 feðra sem svöruðu
opinni spurningu, í samnorrænni spurningalistakönnun, um reynslu
af heimafæðingum. Að auki voru tekin djúpviðtöl við tvo feður um
reynslu þeirra. Þar var notast við ferli Vancouver-skólans í fyrirbæra-
fræði við gagnasöfnun og greiningu.
Niðurstöður: Meginþemað í gögnunum er að heimafæðing er vel
ígrunduð ákvörðun verðandi foreldra sem leiðir til jákvæðrar upp-
lifunar föður af fæðingarferlinu. Feður lýsa fæðingunni sem frábærri
upplifun. Þeir lýsa persónulegum tengslum og trausti til ljósmóður og
að þeir séu virkir þátttakendur í fæðingarferlinu þar sem óskir þeirra og
fjölskyldunnar séu virtar. Ákvörðunin um heimafæðingu var stór þáttur
reynslu þeirra, þar sem viðhorf og fordómar samfélagsins um heima-
fæðingar, fyrri reynsla, vilji til að vera við stjórn og öryggissjónarmið
komu sterkt fram.
Ályktanir: Frekari rannsókna er þörf á reynslu feðra af barneignarferl-
inu eftir fæðingarstað. Mikilvægt er að efla upplýsingagjöf og umræðu
um heimafæðingar í samfélaginu og skoða hvaða þættir hafa áhrif á val
á fæðingarstað.
E 38 Jákvætt Coombs-próf hjá nýburum: Orsakir og afleiðingar
Þórdís Kristinsdóttir1, Sveinn Kjartansson2, Hildur Harðardóttir3, Þorbjörn Jónsson4,
Anna Margrét Halldórsdóttir4
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2barnadeild Landspítala, 3kvennadeild Landspítala, 4Blóðbanka
Landspítala
thk59@hi.is
Inngangur: Coombs-próf greinir mótefni bundin rauðum blóðkornum.
Blóðflokkamisræmi móður og fósturs getur valdið mótefnamyndun hjá
móður gegn mótefnisvökum á rauðkornum barns. Fari þessi mótefni
yfir fylgju geta þau valdið eyðingu rauðkorna fósturs/barns. Markmið
rannsóknarinnar var að athuga fjölda jákvæðra Coombs-prófa hjá
nýburum á Íslandi á tímbilinu 2005-2012, orsakir þeirra, afleiðingar og
meðferð.
Efniviður og aðferðir: Leitað var að nýburum með jákvætt Coombs-próf
á árunum 2005-2012 skv. tölvukerfi Blóðbankans. Skráðar voru upp-
lýsingar um m.a. tímasetningu Coombs-prófs, blóðflokk og blóðgjafir
barns og móður. Úr mæðraskrá fengust upplýsingar um fæðingu barns,
ljósameðferð ofl. Úr Sögu voru fengnar frekari upplýsingar um meðferð
og afdrif barna.
Niðurstöður: Á árunum 2005-2012 greindust 383 nýburar með já-
kvætt Coombs-próf á Landspítala. Í 73,6% tilvika var orsök jákvæðs
prófs ABO blóðflokkamisræmi milli móður og barns, hjá 20,4% önnur
rauðkornamótefni frá móður, hjá 3,9% hvort tveggja, en hjá 2,1% var
orsök óljós. Mæður 48,0% nýbura voru RhD jákvæðar og 51,4% RhD
neikvæðar, en hjá tveimur mæðrum var blóðflokkur óþekktur. Alls
fengu 179 (47,6%) börn meðferð, 167 (93,3%) þeirra fengu ljósameðferð
eingöngu, þrjú (1,7%) ljós og blóðgjöf, sjö (3,9%) ljós og blóðskipti, eitt
barn fékk allt þrennt og annað eingöngu blóðgjöf. Hjá fimm af þeim
nýburum sem þurftu blóðskipti var orsökin Rhesus mótefni en ABO-
blóðflokkamisræmi hjá þremur.
Ályktanir: Jákvætt Coombs-próf hjá nýburum stafaði í flestum tilvikum
af ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns. Tæplega helmingur
barna þarfnaðist meðferðar en langoftast nægði ljósameðferð. Í einstaka
tilfellum þörfnuðust börn blóðgjafar og í alvarlegustu tilfellum blóð-
skiptameðferðar.
E 39 Burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauði á Íslandi 1982-2011
Ragnhildur Hauksdóttir1, Gestur Pálsson1,2, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,3, Þórður
Þórkelsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3kvennadeild Landspítala
ragnhildurhauksdottir@gmail.com
Inngangur: Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns
eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Nýburadauði tekur
til dauðsfalls á fyrstu 28 dögum eftir fæðingu en ungbarnadauði á fyrsta
aldursári. Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða á Íslandi
er lág. Markmiðið er að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmáls-,
nýbura- og ungbarnadauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum til að
kanna hvort hugsanlega sé hægt að minnka hann enn frekar.
Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn og var rann-
sóknartímabilið 1982-2011. Upplýsingar um þau 649 börn sem dóu
burðarmálsdauða voru fengnar úr Fæðingarskráningu og þau flokkuð
eftir NBPDC-flokkunarkerfinu. Þau 294 börn sem dóu á vökudeild
Landspítala voru fundin í innlagningarskrá vökudeildar og upplýsingar
um þau fundnar í sjúkraskrám. Dánarorsök þeirra 520 barna sem dóu
ungbarnadauða fengust frá Hagstofu Íslands.
Niðurstöður: Þegar fyrstu 5 ár rannsóknartímabilsins eru borin saman
við síðustu 5 árin, sést að tíðni burðarmálsdauða lækkaði um 60,7%
(p<0,000). Hlutfall þeirra barna sem dóu eftir fæðingu lækkaði um
35,6% (p<0,000). Tilfellum í þeim flokkum NBPDC-kerfisins þar sem
hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauðsfall fækkaði um
66,7% (p<0,001). Tíðni nýburadauða á vökudeild Landspítala lækkaði
um 80,4% (p<0,000) og tíðni ungbarnadauða á landsvísu lækkaði um