Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 20

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 20
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 20 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 dauða innan 30 daga og lifunar. Meðaleftirfylgd var 5,7 ár. Niðurstöður: Af 1622 sjúklingum voru konur 291 (18%). Meðalaldur þeirra var hærri en karla (69 ár á móti 65 ár, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 62%, p<0,001) og EuroSCORE þeirra var hærra (6,1 á móti 4,4, p<0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki og dreifing kransæðasjúkdóms var sæmbærileg. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga en munurinn var ekki marktækur (p=0,1). Heildartíðni skammtíma (53% sbr. 43%, p=0,07) og langtíma fylgikvilla (27% á móti 32%) var sambærileg (p>0,1). Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borið saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Sterkustu forspárþættir dauða innan 30 daga voru hár aldur, skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. Kvenkyn reyndist hins vegar hvorki vera sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga (OR 0,99; 95%-ÖB: 0,97-1,01) né langtímalifunar (OR 1,09; 95%-ÖB 0,79-1,51). Ályktanir: Konur gangast sjaldnar undir kransæðahjáveituaðgerðir en karlar og eru fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransæðahjáveitu er ekki síður góður hjá konum en körlum en 5 árum frá aðgerð eru 87% þeirra á lífi sem telst mjög góður árangur. E 37 Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu Ásrún Ösp Jónsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir Námsbraut í ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands aoj5@hi.is Inngangur: Feður vilja taka virkan þátt í barneignarferlinu og eru nánast undantekningarlaust viðstaddir fæðingu barna sinna. Þeir upplifa oft að vera utanveltu í kerfi sem er sniðið að mæðrum, þar sem upplýsingar til þeirra eru ófullnægjandi. Efniviður og aðferðir: Tíðni heimafæðinga hefur farið vaxandi án þess að reynsla feðra af þeim hafi verið mikið skoðuð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að dýpka skilning á reynslu feðra af heimafæðingu með rannsóknarspurningunni; hver er reynsla feðra af heimafæðingu? Innihaldsgreining var notuð til þess að greina svör 65 feðra sem svöruðu opinni spurningu, í samnorrænni spurningalistakönnun, um reynslu af heimafæðingum. Að auki voru tekin djúpviðtöl við tvo feður um reynslu þeirra. Þar var notast við ferli Vancouver-skólans í fyrirbæra- fræði við gagnasöfnun og greiningu. Niðurstöður: Meginþemað í gögnunum er að heimafæðing er vel ígrunduð ákvörðun verðandi foreldra sem leiðir til jákvæðrar upp- lifunar föður af fæðingarferlinu. Feður lýsa fæðingunni sem frábærri upplifun. Þeir lýsa persónulegum tengslum og trausti til ljósmóður og að þeir séu virkir þátttakendur í fæðingarferlinu þar sem óskir þeirra og fjölskyldunnar séu virtar. Ákvörðunin um heimafæðingu var stór þáttur reynslu þeirra, þar sem viðhorf og fordómar samfélagsins um heima- fæðingar, fyrri reynsla, vilji til að vera við stjórn og öryggissjónarmið komu sterkt fram. Ályktanir: Frekari rannsókna er þörf á reynslu feðra af barneignarferl- inu eftir fæðingarstað. Mikilvægt er að efla upplýsingagjöf og umræðu um heimafæðingar í samfélaginu og skoða hvaða þættir hafa áhrif á val á fæðingarstað. E 38 Jákvætt Coombs-próf hjá nýburum: Orsakir og afleiðingar Þórdís Kristinsdóttir1, Sveinn Kjartansson2, Hildur Harðardóttir3, Þorbjörn Jónsson4, Anna Margrét Halldórsdóttir4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2barnadeild Landspítala, 3kvennadeild Landspítala, 4Blóðbanka Landspítala thk59@hi.is Inngangur: Coombs-próf greinir mótefni bundin rauðum blóðkornum. Blóðflokkamisræmi móður og fósturs getur valdið mótefnamyndun hjá móður gegn mótefnisvökum á rauðkornum barns. Fari þessi mótefni yfir fylgju geta þau valdið eyðingu rauðkorna fósturs/barns. Markmið rannsóknarinnar var að athuga fjölda jákvæðra Coombs-prófa hjá nýburum á Íslandi á tímbilinu 2005-2012, orsakir þeirra, afleiðingar og meðferð. Efniviður og aðferðir: Leitað var að nýburum með jákvætt Coombs-próf á árunum 2005-2012 skv. tölvukerfi Blóðbankans. Skráðar voru upp- lýsingar um m.a. tímasetningu Coombs-prófs, blóðflokk og blóðgjafir barns og móður. Úr mæðraskrá fengust upplýsingar um fæðingu barns, ljósameðferð ofl. Úr Sögu voru fengnar frekari upplýsingar um meðferð og afdrif barna. Niðurstöður: Á árunum 2005-2012 greindust 383 nýburar með já- kvætt Coombs-próf á Landspítala. Í 73,6% tilvika var orsök jákvæðs prófs ABO blóðflokkamisræmi milli móður og barns, hjá 20,4% önnur rauðkornamótefni frá móður, hjá 3,9% hvort tveggja, en hjá 2,1% var orsök óljós. Mæður 48,0% nýbura voru RhD jákvæðar og 51,4% RhD neikvæðar, en hjá tveimur mæðrum var blóðflokkur óþekktur. Alls fengu 179 (47,6%) börn meðferð, 167 (93,3%) þeirra fengu ljósameðferð eingöngu, þrjú (1,7%) ljós og blóðgjöf, sjö (3,9%) ljós og blóðskipti, eitt barn fékk allt þrennt og annað eingöngu blóðgjöf. Hjá fimm af þeim nýburum sem þurftu blóðskipti var orsökin Rhesus mótefni en ABO- blóðflokkamisræmi hjá þremur. Ályktanir: Jákvætt Coombs-próf hjá nýburum stafaði í flestum tilvikum af ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns. Tæplega helmingur barna þarfnaðist meðferðar en langoftast nægði ljósameðferð. Í einstaka tilfellum þörfnuðust börn blóðgjafar og í alvarlegustu tilfellum blóð- skiptameðferðar. E 39 Burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauði á Íslandi 1982-2011 Ragnhildur Hauksdóttir1, Gestur Pálsson1,2, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,3, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3kvennadeild Landspítala ragnhildurhauksdottir@gmail.com Inngangur: Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Nýburadauði tekur til dauðsfalls á fyrstu 28 dögum eftir fæðingu en ungbarnadauði á fyrsta aldursári. Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða á Íslandi er lág. Markmiðið er að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum til að kanna hvort hugsanlega sé hægt að minnka hann enn frekar. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn og var rann- sóknartímabilið 1982-2011. Upplýsingar um þau 649 börn sem dóu burðarmálsdauða voru fengnar úr Fæðingarskráningu og þau flokkuð eftir NBPDC-flokkunarkerfinu. Þau 294 börn sem dóu á vökudeild Landspítala voru fundin í innlagningarskrá vökudeildar og upplýsingar um þau fundnar í sjúkraskrám. Dánarorsök þeirra 520 barna sem dóu ungbarnadauða fengust frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: Þegar fyrstu 5 ár rannsóknartímabilsins eru borin saman við síðustu 5 árin, sést að tíðni burðarmálsdauða lækkaði um 60,7% (p<0,000). Hlutfall þeirra barna sem dóu eftir fæðingu lækkaði um 35,6% (p<0,000). Tilfellum í þeim flokkum NBPDC-kerfisins þar sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauðsfall fækkaði um 66,7% (p<0,001). Tíðni nýburadauða á vökudeild Landspítala lækkaði um 80,4% (p<0,000) og tíðni ungbarnadauða á landsvísu lækkaði um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.