Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 52
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
52 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101
gerð að halda. Þessar aðgerðir eru áhættusamar og fylgikvillar tíðir. Í
þessari rannsókn var í fyrsta sinn skoðaður árangur bráðaskurðaðgerða
vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Íslandi.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum
sem gengust undir skurðaðgerð vegna ósæðarflysjunar af tegund A á
Landspítala frá 1992 til 2013. Tilfellin voru fundin í gegnum aðgerða-
og greiningarskrá Landspítala. Alls fundust 39 sjúklingar og voru m.a.
skráðir áhættuþættir, einkenni og ástand sjúklings við komu, tegund
aðgerða, tíðni fylgikvilla og afdrif sjúklinga.
Niðurstöður: Meirihluti aðgerðanna (69%) var gerður á seinni helmingi
rannsóknar tímabilsins. Meðalaldur sjúklinga var 60 ár og 67% voru
karlar. Við komu á sjúkrahús voru allir sjúklingar með brjóstverk, 49%
voru vanþrýstir og 26% höfðu misst meðvitund. Einkenni blóðþurrðar
voru til staðar hjá 26% sjúklinga og Euroscore II var að meðaltali 8,7.
Notast var við kælingu í algerri blóðrásarstöðvun í 23% tilfella og skipt
um loku eða ósæðarrót hjá þriðjungi sjúklinga. Skipt var um rishluta
ósæðar í 74% tilfella og þörf var á enduraðgerð vegna blæðinga í 42%
tilfella. Meðal lega á gjörgæslu var 8,9 dagar og dánarhlutfall innan 30
daga var 23% (8 tilfelli).
Ályktanir: Árangur skurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar af tegund
A á Íslandi er sambærilegur við það sem þekkist erlendis. Fylgikvillar
eru tíðir, sérstaklega blæðingar sem krefjast enduraðgerðar. Aðgerðum
hefur fjölgað á síðasta áratug en ástæður þess eru ekki ljósar.
E 143 Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti vegna
ósæðarlokuþrengsla á Íslandi
Daði Helgason1, Sindri Aron Viktorsson2, Andri Wilberg Orrason2, Inga Lára
Ingvarsdóttir3, Sólveig Helgadóttir3, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3svæfinga- og
gjörgæsludeild Landspítala
dah14@hi.is
Inngangur: Bráður nýrnaskaði er alvarlegur og tíður fylgikvilli eftir
opnar hjartaaðgerðir. Tilgangurinn var að kanna tíðni og áhættuþætti
bráðs nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti ásamt því að meta áhrif hans á
skamm- og langtímalifun sjúklinga.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 366 sjúk-
linga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla
á Íslandi á árunum 2002-2011. Nýrnaskaði eftir aðgerð var metinn sam-
kvæmt RIFLE-skilmerkjum. Áhættuþættir fyrir bráðum nýrnaskaða
voru fundnir með ein- og fjölbreytugreiningu og lifun reiknuð með
Kaplan-Meier-aðferðinni.
Niðurstöður: 83 einstaklingar fengu nýrnaskaða eftir aðgerð (22,7%),
þar af höfðu 37 skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (GSH <60 mL/
min/1,73 m2). Fjörutíu sjúklingar féllu í RISK-, 29 í INJURY- og 14 í
FAILURE-flokk. Alls þurftu 17 sjúklingar skilunarmeðferð eftir aðgerð
(4,6%). Af alvarlegum fylgikvillum voru hjartadrep (29% á móti 9%),
fjöllíffærabilun (41% á móti 1%) og enduraðgerðir vegna blæðinga
(29% á móti 11%) algengari hjá sjúklingum með nýrnaskaða (p<0,01).
Dánarhlutfall innan 30 daga var 18% hjá sjúklingum með nýrnaskaða
borið saman við 2% hjá viðmiðunarhópi (p<0,001). Fjölbreytugreining
leiddi í ljós að kvenkyn (OR=1,10), hár líkamsþyngdarstuðull (OR=1,02)
og lengdur tími á hjarta- og lungnavél (OR=1,03) eru sjálfstæðir áhættu-
þættir fyrir nýrnaskaða eftir ósæðalokuskipti. Bráður nýrnaskaði var
sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga frá aðgerð (HR=1,69, 95%
CI=1,01-2,79) en ekki langtíma lifunar (HR=1,11, 95% CI=0.59-2,12).
Ályktanir: Fjórði hver sjúklingur greindist með nýrnaskaða eftir ósæð-
arlokuskipti sem er hærri tíðni en eftir kransæðahjáveituaðgerð (16%).
Dánartíðni þessara sjúklinga er margfalt aukin sem og tíðni alvarlegra
fylgikvilla. Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti er sjálfstæður for-
spárþáttur fyrir skurðdauða en ekki langtímalifun.
E 144 D-vítamínskortur er algengur hjá sjúklingum á gjörgæslu eftir
opnar hjartaaðgerðir á Íslandi
Rúnar B. Kvaran1,3, Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir1, Tómas Guðbjartsson2,3, Martin
I. Sigurðsson4, Gísli H. Sigurðsson1,3
1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala,
3læknadeild Háskóla Íslands, 4Department of Anesthesiology, Perioperative and Pain Medicine
Brigham and Women’s Hospital
runarkvaran@gmail.com
Inngangur: D-vítamínskortur var nýlega tengdur við aukna hættu á
hjarta- og æðasjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameini auk
hættu á beina- og vöðvasjúkdómum líkt og þekkst hefur lengi. Nýlegar
rannsóknir framkvæmdar í suðlægum löndum hafa sýnt lág gildi
D-vítamíns (25(OH)D) í blóði gjörgæslusjúklinga en upplýsingar um
D-vítamínbúskap gjörgæslusjúklinga á norðurslóðum vantar. Tilgangur
þessarar rannsóknar var að kanna 25(OH)D-gildi sjúklinga sem gengist
hafa undir opna hjartaaðgerð á Íslandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn athugunarrannsókn
á 77 sjúklingum (77% karlar, meðalaldur 66 ár, bil 40-84) sem lágu á
gjörgæsludeild Landspítala eftir opna hjartaaðgerð árið 2014. Í flestum
tilvikum var um að ræða kransæðahjáveitu (60%) og lokuskipti (31%).
25(OH)D var mælt í blóði á fyrsta sólarhring gjörgæslulegu og síðan
einum eða tveimur dögum síðar. Klínískum upplýsingum var safnað
úr sjúkraskrám. D-vítamínskortur var skilgreindur sem 25(OH)D < 50
nmól/L.
Niðurstöður: Meðalgildi 25(OH)D í blóði sjúklinganna var um 35
nmól/L (bil 7,5-102,5). Alls höfðu 59 sjúklingar (77%) D-vítamínskort og
voru 30 þeirra (39%) með 25(OH)D-gildi < 25 nmól/L sem telst alvar-
legur skortur. Einungis 18 sjúklingar (23%) höfðu eðlileg gildi. Munur
á fyrsta og öðru 25(OH)D-gildi sjúklinga var frá 0 upp í um 68% og var
meðalmunurinn 18%.
Ályktanir: Mikill meirihluti sjúklinga (77%) mældist með D-vítamíngildi
sem voru lægri en gildi sem talin eru nauðsynleg til viðhalds góðrar
heilsu. Nærri 40% höfðu alvarlegan skort sem getur tengst beineyðingu,
beinkröm og vöðvaslappleika. Vel kemur til greina að skima fyrir
D-vítamínskorti hjá sjúklingum sem gangast undir opnar hjartaaðgerðir
á Íslandi.
E 145 Ný aðferð til að rannsaka virkni athygli og tengsl hennar við
augnhreyfingar
Ómar I. Jóhannesson1,2, Irene Jóna Smith1,2, Árni Kristjánsson1
1Rannsóknastofu í sjónskynjun og augnhreyfingastjórnun, sálfræðideild, 2sálfræðideild Háskóla
Íslands
oij1@hi.is
Inngangur: Sjónræn athygli hefur verið rannsökuð mikið um áratuga-
skeið án þess að verulegar breytingar hafi orðið á þeim aðferðum sem
notaðar eru þar til nú að við kynnun nýja aðferð til sögunnar. Nýjungin
felst í því að nota spjaldtölvur með snertiskjá til að birta áreitin og mæla
viðbrögðin. Í einfalda verkefninu einkenndust áreitin eingöngu af lit
(markáreiti rauðir og grænir hringir, truflarar gulir og bláir hringir) en
í flókna verkefninu einkenndust þau af lit og lögun (markáreiti rauðir
hringir og grænir ferningar, truflarar grænir hringir og rauðir ferning-