Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 24
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 24 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 DDT efni 1,33 ng/g, HCH 0,30 ng/g, PBDE 0,05 ng/ml, toxafen 0,12 ng/ ml og HCB 0,31 ng/g. Þetta eru sambærilegir styrkir og mældust hjá íslenskum mæðrum nýbura 1995. Engin marktæk fylgni fannst á milli þrávirkra efna í börnum og mótefnasvörunar en veik neikvæð fylgni (r= -0,19) var á milli PCB efna og mótefnasvörunar. Ályktanir: Neikvæð áhrif þrávirkra efna á mótefnasvar hafa greinst í börnum með margfalt meiri styrk en hjá íslensku börnunum. Því kemur það ekki á óvart að sjá aðeins veika fylgni. Ætla má að þrávirku efnin mælist í enn minna mæli í nýburum í dag þar sem neysla sjávarfangs hefur minnkað og sömuleiðis notkun og dreifing þessara efna. E 50 Pneumókokkar í nefkoki leikskólabarna árin 2009-2013 Kristján Hauksson1, Helga Erlendsdóttir1,2, Karl G. Kristinsson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins krissi.hauks@gmail.com Inngangur: Algengt er að ung börn beri pneumókokka í nefkoki. Bakterían hefur um sig fjölsykruhjúp og þekktar eru nær 100 hjúpgerðir. Ungbarnabólusetning með 10-gildu próteintengdu bóluefni (PCV-10) gegn pneumókokkum hófst á Íslandi árið 2011. Markmið rannsóknar- innar var að meta sveiflur á hjúpgerðum bakteríunnar meðal leikskóla- barna og sýklalyfja næmi hennar áður en áhrifa bólusetningarinnar gætir. Efniviður og aðferðir: Tekin voru nefkokssýni úr heilbrigðum leik- skólabörnum (2-6 ára) á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í mars árin 2009-2013. Forráðamenn barnanna svöruðu spurningalistum varðandi öndunarfærasýkingar og sýklalyfjanotkun barnanna. Leitað var að pneumókokkum, gerð næmispróf á bakteríunni og hún flokkuð í hjúpgerðir. Niðurstöður: Fjöldi barnanna sem tók þátt var 420-516 árlega og 56%-72% barnanna báru pneumókokka. Berahlutfallið lækkaði með hækkandi aldri (fyrir árið 2013: OR=0.81, p=0.016 með hverju viðbótar aldursári). Hlutfall barna sem báru pneumókokka með minnkuðu peni- cillínnæmi var 5-8% og lækkaði einnig með hækkandi aldri. Minnkað penicillínnæmi var svipað milli ára, en var algengast meðal þeirra barna, sem höfðu tekið sýklalyf mánuðinn fyrir sýnatökuna (fyrir 2013: OR=2.6, p=0.026). Dreifing hjúpgerða var breytileg milli ára. Algengustu hjúpgerðirnar á árunum 2009-2013 voru; 6B (13%), 23F (15%), NT (11%), 6A (24%) og 19F (10%) hvert ár um sig. Minnkað penicillínnæmi var algengast í þeim hjúpgerðum, sem er að finna í PCV-10 bóluefninu. Ályktanir: Mikill breytileiki sást á hlutfalli hjúpgerða milli ára. Lægra hlutfall þeirra hjúpgerða sem er að finna í PCV-10 bóluefninu var að finna síðustu árin. Aðeins örfá börn höfðu verið bólusett gegn pneumókokkum, og er því ólíklegt að það megi skýra með áhrifum bólusetningarinnar. E 51 D-vítamínbúskapur íslenskra barna: Tengsl við fæðuinntöku og árstíð Birna Þórisdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Laufey Steingrímsdóttir1, Gestur Pálsson2, Inga Þórsdóttir1 1Rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala, 2Barnaspítala Hringsins bth50@hi.is Inngangur: Lítið er vitað um D-vítamínbúskap íslenskra barna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap heilbrigðra barna við 12 mánaða og 6 ára aldur með tilliti til fæðuinntöku og árs- tíðar. Efniviður og aðferðir: Íslenskum börnum var fylgt eftir frá fæðingu (janúar-desember 2005) til 12 mánaða aldurs og aftur við 6 ára aldur í rannsókn á mataræði, vexti og heilsu. Af 250 börnum sem hófu þátt- töku var D-vítamín mælt í sermi (s-25(OH)D) 76 barna við 12 mánaða og 139 barna við 6 ára aldur. D-vítamínbúskapur var skilgreindur sem fullnægjandi (s-25(OH)D≥50nmól/l), vöntun (s-25(OH)D 30-50nmól/l) og skortur (s-25(OH)D<30nmól/l). Fæðuinntaka var metin með þriggja daga vigtaðri fæðuskráningu. Niðurstöður: Við 12 mánaða og 6 ára aldur var meðalstyrkur s-25(- OH)D 98,1±32,2nmól/l á móti 56,5±17,9nmól/l. 92% á móti 63% barna voru metin með fullnægjandi D-vítamínbúskap, 8% á móti 30% með D-vítamínvöntun og 0% á móti 6% með D-vítamínskort. Miðgildi D-vítamínneyslu var lægra en ráðlagt er (7,7 µg/d við 12 mánaða aldur og 4,9 µg/d við 6 ára aldur). D-vítamíndropar, lýsi og stoðmjólk voru helstu D-vítamíngjafar 12 mánaða barna og virtist neysla einhvers þeirra tryggja fullnægjandi D-vítamínbúskap. Við 6 ára aldur tengdist lýsis- neysla D-vítamínbúskap á haustin og veturna en ekki sumrin. Hreyfing tengdist D-vítamínbúskap á sumrin. Ályktanir: Íslensk börn sem fylgja ráðleggingum um notkun D-vítamíngjafa eru almennt séð með fullnægjandi D-vítamínbúskap. E 52 Orkuinnihald skólamáltíða sem ætlaðar eru 11 ára börnum Ragnheiður Júníusdóttir1,2, Anna Sigríður Ólafsdóttir1, Unnur Björk Arnfjörð1,2, Ingibjörg Gunnarsdóttir2 1Kennaradeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala raggajun@hi.is Inngangur: Hæfilegt er að skólamáltíð (hádegisverður) veiti 25-30% af heildarorkuþörf dagsins, sem samsvarar um 500-600 hitaeiningum fyrir 11 ára börn. Samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis ætti skólamáltíð aldrei að veita minni orku en 400 hitaeiningar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna orkuinnihald í skólamáltíðum á höfuð- borgarsvæðinu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var hluti stærri rannsóknar sem nefnist Skólamáltíðir á Norðurlöndum: Heilsuefling, frammisstaða og hegðun grunnskólanemenda (ProMeal). Sex grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni. Starfsfólk mötuneyta útbjó viðmiðunar- skammta (n=45) sem samsvöruðu því magni sem þeir hefðu skammtað 11 ára börnunum. Maturinn var vigtaður og niðurstöðurnar færðar inn í næringarútreikningaforritið ICEFOOD sem styðst við íslenska gagna- grunninn um næringarefnainnihald matvæla (ÍSGEM). Niðurstöður: Viðmiðunarskammtarnir veittu að meðaltali (SD) 464 (156) hitaeiningar. Orkuminnsta máltíðin veitti 174 hitaeiningar og orkumesta máltíðin 782 hitaeiningar. Alls veittu 42% viðmiðunarskammta minni orku en 400 hitaeiningar. Ályktarnir: Mikill breytileiki er í orkuinnihaldi skólamátíða og í mörgum tilfellum veitir viðmiðunarskammturinn ekki fullnægjandi orku. Frekari greiningar gagna úr ProMeal eiga eftir að leiða í ljós hvort börnin fái sér frekar ábót þá daga þar sem viðmiðunarskammturinn veitir innan við 400 hitaeiningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.