Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 65
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
LÆKNAblaðið 2013/99 65
Áhugaverðar upplýsingar fengust um áhrif meðhöndlunar og sýkingar
með Asa og hlutverk AsaP1 sýkiþáttar á tjáningu flakkboðanna.
V 24 Tengsl CRP við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá
unglingum: CRP-gildi er óháð líkamsþreki
Ingibjörg Kjartansdóttir1, Ragnar Bjarnason1,2, Sigurbjörn Árni Arngrímsson3, Anna
Sigríður Ólafsdóttir4
1Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala,3íþrótta- tómstunda-
og þroskaþjálfaradeild Háskóla Íslands,4matvæla- og næringarfræðideild og kennaradeild
Háskóla Íslands
ink2@hi.is
Inngangur: Bólguboðefnið C-hvarfgjarnt prótein (CRP) er sterkur for-
spárþáttur hjarta- og æðasjúkdóma hjá fullorðnum en óljóst er hvaða
áhrif hækkað CRP hefur á unglingsárum og tengsl þess við lífsstíl-
stengda sjúkdóma í framtíðinni. CRP hefur verið nokkuð rannsakað hjá
börnum og fullorðnum en lítið hjá unglingum. Markmið rannsóknarinn-
ar er að skoða fylgni CRP við holdafar ásamt tengslum þess við insúlín-
viðnám og efnaskiptavillu. Enn fremur að skoða áhrif líkamsþreks á
tengsl CRP við þessa þætti.
Efniviður og aðferðir: Þversniðsrannsókn með 16 ára nemendum í
framhaldsskólum, 113 strákar og 110 stelpur. Mælt var holdafar, blóð-
þrýstingur og líkamsþrek og blóðprufur teknar. Reiknað var skorgildi
fyrir efnaskiptavillu útfrá mittismáli, meðalslagæðaþrýstingi (MAP),
HOMA-IR, þríglýseríðum og HDL.
Niðurstöður: Ekki var marktækur kynjamunur á gildum CRP hjá strák-
um og stelpum (p=0.653). Fylgni CRP var sterkust við hlutfall líkamsfitu
af öllum holdafarsmælingum. Þátttakendur í hæsta þriðjungi líkams-
fitu höfðu marktækt verri efnaskiptagildi en þeir sem voru í lægsta
þriðjungi. Í heild höfðu þrekmeiri einstaklingar betri gildi HOMA-IR
og z-skor efnaskiptavillu. Stúlkur í hæsta þriðjungi líkamsfitu með gott
þrek höfðu hins vegar ekki betri efnaskiptagildi en þær sem voru þrek-
litlar. Fjölþátta tölfræðigreining sýndi að tengsl CRP við insúlínviðnám
og z-skor efnaskiptavillu er miðlað gegnum líkamsfitu og CRP reyndist
því ekki óháður forspárþáttur. Áhrif líkamsþreks á þetta samband voru
hverfandi.
Ályktanir: Sambandi CRP við HOMA-IR og z-skor efnaskiptavillu
virðist alfarið miðlað gegnum líkamsfitu hjá heilbrigðum unglingum.
Líkamsþrek hefur ekki áhrif á þetta samband. Stúlkur með mikla lík-
amsfitu og gott þrek virðast ekki hafa betri efnaskiptagildi en þær sem
hafa samsvarandi holdafar en lítið líkamsþrek.
V 25 Erfðafræðilegur fjölbreytileiki Haemophilus influenzae meðal
bera- og sjúkdómsvaldandi stofna á Íslandi 2012
Jana Birta Björnsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Karl G.
Kristinsson, Gunnsteinn Haraldsson
Sýklafræðideild Landspítala og Lífvísindasetri, læknadeild Háskóla Íslands
janabirta@gmail.com
Inngangur: Bakterían Haemophilus influenzae (Hi) getur bæði sýklað
og valdið sýkingum, einkum í varnarskertum einstaklingum. Hi hefur
fjölsykruhjúp, þekktar hjúpgerðir eru; a,b,c,d,e og f. Hjúplausir Hi
(NTHi) hafa engan fjölsykruhjúp og mjög fjölbreytilegt genamengi.
Bólusetningar með PCV-10 gegn pneumókokkum hófust sem hluti af
ungbarnabólusetningum á Íslandi árið 2011. Prótein D frá Hi er burð-
arprótein í bóluefninu og er talið að það hvetji til ónæmissvars gegn Hi
auk pneumókokkana. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hlutfall
hjúpaðra stofna meðal Hi í stofnasafni sýklafræðideildar ásamt því að
skoða erfðafræðilegan fjölbreytileika Hi.
Efniviður og aðferðir: Hi stofnar úr sjúklingasýnum sendum á sýkla-
fræðideild Landspítalans árið 2012 (n=511) og nefkokssýnum leik-
skólabarna (n=286) teknum á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 voru hjúp-
greindir með PCR. Til stofngreiningar voru valdir 303 stofnar í PFGE
(pulsed-field-gel-electrophoresis) og MLST (multilocus-sequence-typ-
ing) var gert á 12 stofnum sem sýndu áhugaverðar niðurstöður í PFGE.
Niðurstöður: Aðeins einn hjúpaður stofn, af hjúpgerð e, fannst meðal
sjúklingasýnanna. Hjá leikskólabörnum fundust tveir stofnar af hjúp-
gerð e og þrír af hjúpgerð f. Alls greindust 121 klónar með PFGE. Margir
þeirra innihéldu bæði berastofna (frá leikskólabörnum) og sjúkdóms-
valdandi stofna frá ýmsum sýnatökustöðum. Stofn af hjúpgerð f sýndi
samskonar bandamunstur í PFGE og þrír NTHi stofnar og annar stofn af
hjúpgerð f var í sama PFGE klón og tveir stofnar af hjúpgerð e. MLST á
12 stofnum gaf 10 raðgerðir, ein þeirra var ný.
Ályktanir: Nánast allir Hi stofnarnir voru hjúplausir og með mjög
breytilega PFGE klóna, enginn þeirra var ríkjandi. Niðurstöður rann-
sóknarinnar skapa þekkingargrunn á erfðafræðilegum fjölbreytileika Hi
áður en möguleg áhrif pneumókokkabólusetninganna á Hi koma fram.
V 26 Dendritic cells matured in the presence of annotine direct T
cells towards a Th2/Treg phenotype
Ingibjörg Harðardóttir1, Brianna Blomqvist4, Sigrún Hauksdóttir4, Elín S.
Ólafsdóttir5, Jóna Freysdóttir2,3,4
1Department of Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, Biomedical Center,
University of Iceland, 2Department of Immunology, Faculty of Medicine, Biomedical Center,
University of Iceland, 3Centre for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital,
4Department of Immunology, Landspítali University Hospital, 5Faculty of Pharmaceutical
Sciences, University of Iceland
jonaf@landspitali.is
Introduction: Annotine is a lycopodane-type alkaloid that does not
inhibit acetylcholinesterase, as some other lycopodium alkaloids do. The
aim of this study was to determine whether annotine affects immune
responses by dendritic cells (DCs).
Methods and data: Annotine was isolated from Icelandic Lycopodium
annotinum ssp. alpestre. Human monocytes were differentiated into
immature DCs (imDCs) by incubating them with GM-CSF and IL-4 for
7 days, matured with TNF-α and IL-1β and stimulated with LPS for 48
h in the presence or absence of annotine. Concentration of cytokines in
supernatant were measured by ELISA and expression of surface mar-
kers by flow cytometry. DCs matured and stimulated in the absence or
presence of annotine were also co-cultured with allogeneic CD4+ T cells
for 6 days and concentration of cytokines in supernatant determined by
ELISA.
Results: DCs matured in the presence of annotine secreted less IL-10,
IL-12p40 and IL-23 than DCs matured in the absence of annotine. As an-
notine reduced IL-10 secretion more than IL-12p40 secretion the ratio of
IL-12p40/IL-10 was higher in medium from DCs cultured with annotine.
Allogeneic CD4+ T cells co-cultured with DCs matured in the presence
of annotine secreted more IL-10 and IL-13 than T cells co-cultured with
DCs matured in the absence of annotine.
Conclusions: Although annotine had a pro-inflammatory effect on
cytokine secretion by DCs, DCs matured in the presence of annotine had
a greater potential to direct the differentiation of T cells into a Th2/Treg
pathway than DCs matured and stimulated in the absence of annotine.