Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 87

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 87
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 87 association between obesity and conventional MGUS or LC-MGUS. Many different factors influence obesity, which might explain disc- repancy between studies. Future studies should focus on the different lifestyle-related factors causing obesity to clarify the underlying mec- hanism for MGUS. V 95 Sníkjuþráðormurinn Strongyloides stercoralis staðfestur í hundum á Íslandi Matthías Eydal, Karl Skírnisson Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum meydal@hi.is Inngangur: Þráðormurinn Strongyloides stercoralis er sníkjudýr í fólki, öðrum prímötum, hundum og köttum. Ormurinn er súna, algengur í hitabeltinu og heittempruðum löndum, en sjaldgæfari annars staðar. Sýking er oft einkennalaus eða einkennalítil, en getur valdið alvarlegum sjúkdómi. Efniviður og aðferðir: Leitað hefur verið að sníkjudýrum í saur inn- fluttra hunda frá upphafi innflutnings um einangrunarstöðvar 1989, um árabil einnig í innsendum sýnum úr heimilishundum. Frá 2012 hefur endurtekið verið leitað að Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á hundaræktarbúi. Niðurstöður: Strongyloides stercoralis hefur fundist í 14 innfluttum hundum í einangrunarstöðvum hérlendis; tveimur 1994, 12 á árunum 2008 – september 2014. Fyrsta tilfellið í heimilishundum utan einangr- unarstöðva greindist árið 2012. Fram til september 2014 höfðu 8 hvolpar keyptir á tilteknu hundaræktarbúi og tveir hundar sem samgang höfðu við hunda frá búinu greinst með orminn. Allir áðurnefndir hundar fengu ormalyfjameðferð, eftirfylgni bendir til að tekist hafi að uppræta ormana. Í ársbyrjun 2012 fannst þráðormurinn á fyrrgreindu hunda- ræktarbúi í tæplega helmingi saursýna úr tugum hunda. Endurteknar ormalyfjagjafir voru árangursríkar, ormar greindust þó á ný 2013 og í byrjun árs 2014 í stöku hundum. Í síðustu fjórum skoðunum, mars-ágúst 2014, hafa ormar ekki greinst. Vonir eru því bundnar við að tekist hafi að uppræta smitið á búinu. Ályktanir: Þráðormurinn er talinn hafa borist á hundaræktarbúið með innfluttum hundi, smitast þar milli hunda og borist þaðan út með seldum hundum. Rannsóknir benda til þess að tekist hafi að uppræta sníkjudýrið með lyfjagjöfum en mikilvægt er að vera vel á verði næstu misserin leynist ormasmit einhvers staðar ennþá. V 96 Sjálfsát, boðleiðir þess og virkni í bris- og brjóstakrabbameinum Már Egilsson1, Úlfur Thoroddsen2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Margrét Helga Ögmundsdóttir2, Helga Margrét Ögmundsdóttir2 1 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3rannsóknastofu í meinafræði maregilsson@gmail.com Inngangur: Sjálfsát er ferli sem viðheldur jafnvægi í frumum og virkjast við orkuþurrð og álag. Truflun á virkni sjálfsáts eykur líkur á tilurð krabbameina en á hinn bóginn stuðlar virkt sjálfsát að því að krabba- meinsæxli nái fótfestu. Ýmis lyf hafa áhrif á sjálfsát. Klínískar rannsóknir eru hafnar til að mynda á sjálfsátshemjandi malaríulyfinu hydroxyc- hloroquine. Hvað virkjar sjálfsát í krabbameinum? Hefur sjálfsát hlut- verk í samspili stoðvefs og krabbameinsfrumna? Efniviður og aðferðir: Leyfi: VSN, Persónuvernd og rannsóknastofa í meinafræði. Mótefnalitanir á vefjasýnum 14 bris- og 15 brjóstakrabba- meina úr lífsýnasafni RÍM. Litað fyrir lífvísum sjálfsáts, LC3 og p62 (eyðist ísjálfsátsferlinu), p-AMPK (ræsist við orkuþurrð), HIF1α (ræsist við súrefnisþurrð), æxlispróteininu p-Raf-1 og æxlisbælipróteininu p53. Gerð stökkbreytigreining á p53. PAD-gögn fengin frá Krabbameinsskrá. Niðurstöður: Sjálfsát var virkt (LC3 punktar í ≥30% fruma) í 12/29 sýnum. Því fylgdi orkuþurrð í 9/12 sýnum. Í 7/16 sýnum sást orkuþurrð en ekki sjálfsát og í 3/13 sýnum var sjálfsát virkt en ekki orkuþurrð. Engin tengsl fundust milli sjálfsáts og súrefnisþurrðar eða við stöðu p53 pró- teins eða virkjun á Raf-1. Sjálfsátsferli virðist oft truflað í krabbameinum, þ.e. sjálfsátsblöðrur eru til staðar en p62 eyðist ekki. LC3 sást gjarnan aukið í trefjakímfrumum umhverfis krabbameinsfrumur og hafði þetta fylgni við eitilmeinvörp. Virkjun á AMPK sást aldrei í trefjakímfrumum. Ályktanir: Orkuþurrð helst í hendur við sjálfsát í krabbameinsæxlum. Breytileiki virkra boðleiða sjálfsáts virðist talsverður í krabbameins- æxlum og margt bendir til víxlhrifa milli krabbameinsfrumna og aðliggjandi stoðvefs. Taka þarf tillit til þessa þegar teknar eru ákvarðanir um sjálfsátsverkandi lyfjameðferð. V 97 Samanburður á hvíldaröndun hjá einstaklingum með astma og heilbrigðum viðmiðunarhópi Monique van Oosten, Marta Guðjónsdóttir Læknadeild Háskóla Íslands og Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð monique.v.oosten@gmail.com Inngangur: Astmaeinkenni geta verið mjög breytileg og oft á einstak- lingur með astma erfitt með að ná tökum á sjúkdómnum og einkennum hans þrátt fyrir lyfjameðferð. Truflun á öndunarstjórn hefur verið tengd astma, einkum falin oföndun (hyperventilation) sem talin er að auki astmaeinkennin. Markmið rannsóknarinnar var að mæla hvort hvíldaröndun þátttakenda með astma væri frábrugðin hvíldaröndun heilbrigðs viðmiðunarhóps. Efniviður og aðferðir: Alls voru 52 þáttakendur mældir; 36 með astmagreiningu, sem nota berkjuvíkkandi púst reglulega til að minnka astmaeinkennin og 16 heilbrigðir (viðmiðunarhópur). Þátttakendur mættu fastandi í mælingar á hvíldaröndun að morgni dags og þeir með astma voru ekki búnir að nota astmalyfin sín. Mæld var heildaröndun í hvíld (V‘E), andrýmd (VT), öndunartíðni (ÖT), súrefnisupptaka (V‘O2), hlutþrýstingur súrefnis og koltvísýrings við lok útöndunar í hverjum andardrætti (PETO2 og PETCO2). Öndunin var mæld í 10 mínútur eftir 10 mínútna slökun með tækin tengd og var meðaltalsgildi síðustu fjögurra mínútnanna notað. Síðan var tíminn sem þátttakendur gátu haldið niðri í sér andanum án óþæginda mældur (öndunarpása). Að lokum var gert blásturspróf þar sem FVC og FEV1 voru mæld. Niðurstöður: Hóparnir voru eins hvað varðar aldur, kyn og BMI. Blástursprófið var eins en nálgaðist að vera lakara hjá astmahópnum (p=0,06). Hvíldaröndunin hvar meiri (p<0,01), PETO2 var hærra (p<0,05) og öndunarpásan var styttri (p<0,05) hjá astmahópnum. Ályktanir: Þátttakendur með astma anda meira í hvíld en samanburðar- hópurinn sem samrýmist því að þeir ofandi (hyperventilate). Eins eiga þeir erfiðara með að taka öndunarpásu sem gæti bent til næmari önd- unarstöðva, sem gæti að hluta skýrt oföndunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.