Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 40
máli að hjúkrunardeildarstjórar tileinki sér stjórnunarhætti sem innifela hrós og viðurkenningu. Þetta getur skipt miklu máli á komandi árum þegar yfirvofandi skortur á hjúkrunarfræðingum verður staðreynd og mikilvægt að halda þeim í starfi. E 103 Starfsánægja og streita í starfi hjúkrunardeildarstjóra á Landspítala Ingibjörg Fjölnisdóttir2, Birna G. Flygenring1, Herdís Sveinsdóttir1,2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala inf1@hi.is Inngangur: Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 hafa verið gerðar breytingar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana og það einfaldað. Millistjórnendum hefur fækkað og stjórnendum sem eftir eru hafa fengið aukin verkefni sem felur í sér meiri ábyrgð og vinnuálag. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða megindlega rannsókn með lýsandi könnunarsniði. Úrtak rannsóknarinnar náði til allra hjúkrunar- deildarstjóra Landspítalans sem höfðu mannaforráð. Niðurstöður: Svörunin var 76% (n=70). Rúmlega helmingur þátttakenda (57%) voru á aldrinum 35-54 ára. Helmingur þeirra (49%) hafði starfað sem hjúkrunardeildarstjórar í minna en 5 ár. Þátttakendur voru almennt ánægðir í starfi (98%). Þeir voru ánægðir með starfsánægjuþættina: Samstarfsfólk, Stjórnun og samskipti en óánægðir með Laun og hlunnindi. Flestir þátttakenda (94%) töldu vinnuálag of mikið, vinnuálag ójafnt og verkefni hlaðast upp. Vinnuaðstæður höfðu áhrif á starfsánægju og streitu í starfi og streita hafði neikvæð áhrif á starfsánægju. Þátttakendur töldu helstu streituvaldandi þætti í starfi vera: Samskiptaerfiðleikar, tímaskortur og verkefnaálag. Þátttakendur sem höfðu starfað sem hjúkrunardeildarstjórar í 6-10 ár fundu marktækt meira fyrir streitu. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar voru að starfsaldur sem hjúkrunar- deildarstjóri, of erfið verkefni, of lítili mönnun og að komast ekki úr vinnu vegna álags spáðu mestu fyrir um streitu. Þátttakendur óskuðu helst eftir stuðningi í starfi frá samstarfsfólki, öðrum deildarstjórum, framkvæmdastjóra og aðstoðardeildarstjóra. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að yfirmenn verða að hafa í huga að endurskipulagning og niðurskurður á starfsemi heil- brigðisstofnana getur haft neikvæð áhrif á starfsánægju og vinnutengda streitu hjúkrunardeildarstjóra og því er mikilvægt að þeir finni úrræði til að styðja betur við þá í starfi. E 104 Afstaða Íslendinga til opinbers reksturs og fjármögnunar heilbrigðisþjónustunnar Rúnar Vilhjálmsson Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands runarv@hi.is Inngangur: Skandinavískar rannsóknir benda almennt til að almenn- ingur styðji félagslega heilbrigðisþjónustu. Meirihlutinn telur að ríkið eigi að fjármagna og reka heilbrigðisþjónustuna fyrst og fremst. Tilgangur núverandi rannsóknar var að kanna viðhorf íslensk almenn- ings til opinberrar fjármögnunar og reksturs heilbrigðisþjónustunnar og leita skýringa á mismunandi viðhorfum. Efniviður og aðferðir: Byggt er á Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ frá apríl 2013. Úrtak voru Íslendingar 18 ára og eldri. Heimtur voru 74% (N=1532). Spurt var um aldur, menntun, mánaðartekjur, búsetu, atvinnugeira, hægri-vinstri hugmyndafræði, skattbyrði og áætlaða þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Háðar breytur voru annars vegar afstaða til þess hvort hið opinbera eða einkaaðilar ættu að reka heilbrigðisþjón- ustuna, og hins vegar afstaða til opinberrar fjármögnunar heilbrigðis- þjónustu. Niðurstöður: Mikill meirihluti Íslendinga styður opinberan rekstur heil- brigðisþjónustu og vill meiri opinbera fjármögnun. Engu að síður má sjá nokkurn mun á afstöðu hópa. Konur og landsbyggðarfólk styður frekar aukna opinbera fjármögnun heilbrigðisþjónustu. Fólk með syttri skóla- göngu styður frekar en aðrir opinberan rekstur heilbrigðisþjónustu. Stuðningur við opinberan rekstur heilbrigðisþjónustu er meiri meðal vinstrimanna en hægrimanna, en báðir hópar leggja álíka mikla áherslu á aukna opinbera fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Skattbyrði og atvinnugeiri skiptu ekki máli. Þeir sem höfðu áður notað eða væntu meiri heilbrigðisþjónustu studdu frekar aukna opinbera fjármögnun. Ályktanir: Mikill og almennur stuðningur er við opinberan rekstur og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi líkt og í öðrum norrænum ríkjum. Konur, fólk með takmarkaða skólagöngu, landsbyggðarfólk, vinstrimenn og þeir sem nota meira heilbrigðisþjónustuna styðja þó frekar en aðrir opinberan rekstur eða fjármögnun heilbrigðisþjónust- unnar. E 105 Tíðni átröskunareinkenna og viðhorf til líkamsmyndar meðal íslenskra háskólastúdenta Páll Biering1, Þórdís Rúnarsdóttir2, Ingibjörg Ásta Claessen3, Marín Björg Guðjónsdóttir3, Sigrún Jensdóttir3, Sigurlaug Ása Pálmadóttir3 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingur, 3Landspítala pb@hi.is Inngangur: Tíðni offitu og átraskana fer vaxandi í hinum vestræna heimi. Samkvæmt erlendum rannsóknum er ungt fólk, aðallega konur, sérstaklega útsett fyrir þessum vanda. Þetta á einkum við um ungt fólk í háskólanámi. Sterk tengsl eru einnig á milli átraskana og neikvæðar sjálfsmyndar, sér í lagi líkamsímyndar. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna tíðni átröskunareinkenna og tengsl þeirra við líkams- ímynd meðal stúdenta við Háskóla Íslands Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað með netkönnun á vormisseri 2010 og aftur á vormisseri 2014. Alls tóku 1280 þátt í fyrri könnuninni og 1115 í þeirri síðari (svarhlutfall 11-13%) Mun fleiri kven- en karlstúd- entar tóku þátt og ætla má að svarhlutfall kvenstúdenta hafi verið 20%. Gagna var aflað með spurningalistanum „Eating Disorder Inventory 3 Referal Form (EDI-3RF)“ sem hefur verið þýddur og sannprófaður við íslenskar aðstæður. Niðurstöður: Lítill munur var á milli niðurstaðna úr fyrri og seinni könnuninni sem styður áreiðanleika þeirra. Þannig mættu 14,4%-15,0% þátttakenda tilvísunarviðmiðum lotugræðgi og 5,7%-6,0% mættu til- vísunarviðmiðum megrunarþráhyggju. Þó var nokkur munur á við- námshegðun á milli kannanna, en 4,5%/2,5% höfðu notað hægðalosandi lyf síðustu þrjá mánuði og 9,1%/7,6% höfðu framkallað uppköst. Fjórðungur þátttakanda greindist með lága líkamsímynd og voru sterk tengsl á milli hennar og kjörþyngdar, en 60%-65% þátttakenda voru í kjörþyngd. Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir ótvírætt að stór hluti kvenstúdenta við HÍ glímir við, eða er í áhættuhóp, hvað varðar lotugræðgi og megrun- arþráhyggju (anorexíu) og að mikilvægt er að hefja forvarnarstarf á þessu sviði innan skólans. Lágt svarhlutfall gæti þó verið vísbending um að þessi vandamál hafi verið ofgreind. X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 40 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.