Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 64

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 64
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 64 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 as well. Also all participants were briefly interviewed to obtain further data about their health. Results: The results demonstrate that individuals with MBLD are prone to a variety of recurrent and severe infections. Results also indicate that individuals with MBLD experience depression, anxiety and social isol- ation. Repeated or constant pain and fatigue was also common among the individuals. Conclusions: MBL deficient individuals suffer from recurrent and severe forms of infections as well as a range of clinical symptoms. This suggests that the burden of MBLD in daily life may be considerable which warrants further exploration. V 21 Sjálfsöryggi kvenna á meðgöngu gagnvart fæðingu: Prófun mælitækis Hildur Sigurðardóttir, Irma Rán Heiðarsdóttir Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hildusig@hi.is Inngangur: Sjálfsöryggi kvenna á meðgöngu hefur verið rannsakað víða um heim og rannsóknirnar leitt í ljós mikilvæga áhrifaþætti á skynjun og úrvinnslu kvenna á fæðingarreynslunni. Einnig eru vísbendingar um að erfið fæðingarreynsla geti verið kveikja að þróun áfallastreitueinkenna. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars prófun á íslenskri útgáfu sjálfsöryggiskvarða Lowe (Childbirth Self Efficacy Inventory:CSEI). Efniviður og aðferðir: Mælitækið sem ætlað er að mæla skynjað sjálfs- öryggi kvenna gagnvart fæðingunni, hefur verið prófað víðsvegar um heim og reynst réttmætt og áreiðanlegt. Það inniheldur fjóra undirkvarða og mælir annars vegar viðhorf til úrræða í fæðingu fyrir konur almennt (outcome expectancy) og hins vegar sjálfsöryggi þátttakenda gagnvart því að geta nýtt sér úrræðin (efficacy expectancy). Rannsóknaraðferðin var megindleg. Í samvinnu við Þóru Steingrímsdóttur yfirlækni mæðra- verndar og ljósmæður í mæðravernd heilsugæslustöðva var leitað eftir þægindaúrtaki barnshafandi kvenna (n=205). Niðurstöður: Niðurstöður leiddu ljós að mælitækið var áreiðanlegt (α> 09). Við þáttagreiningu hlóð mest á tvo þætti (52%) sem endurspegluðu annars vegar almennt viðhorf til úrræða og hins vegar sjálfsöryggi kvennanna gagnvart úrræðunum. Marktækt hærri meðalheildarstig komu fram á viðhorfum þátttakenda til úrræða almennt fyrir konur samanborið við heildarmeðalstig viðhorfa er endurspegluðu sjálfsör- yggi þeirra (p<0,001). Ekki fannst marktækur munur á sjálfsöryggi frum- byrja eða fjölbyrja (p>0,05). Ályktanir: Íslenska útgáfa mælistækisins CSEI reyndist áreiðanleg og gæti því nýst til að meta sjálfsöryggi kvenna gagnvart fæðingunni. Samkvæmt niðurstöðum þáttagreiningar mætti stytta kvarðann og nota tvo undirkvaða í stað fjögurra þannig að hann næði yfir alla fæðinguna í þess að mæla sérstaklega fyrir bæði fyrsta og öðru stigi fæðingar. V 22 HIV á Íslandi 1983-2012 Hlynur Indriðason1, Sigurður Guðmundsson1,2, Bergþóra Karlsdóttir2, Arthur Löve1,3, Haraldur Briem1,4, Magnús Gottfreðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2smitsjúkdómadeild Landspítala, 3veirufræðideild Landspítala, 4Embætti landlæknis hli4@hi.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja faralds- fræði HIV á Íslandi frá upphafi sem og að meta áhrif bættra lyfjameð- ferða á veirumagn og fjölda CD4+ T-fruma í blóði. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra með þekkt HIV-smit á Íslandi árin 1983-2012. Klínískar upplýsingar, CD4+ T-frumutalningar, HIV-veirumagn, hlutfall seingreindra og virkni andretróveirulyfjameðferðar voru borin saman eftir áratugum. Niðurstöður: Í heild greindust 313 með HIV á Íslandi á árunum 1983- 2012, þar af 222 (71%) karlar og 91 (29%) kona. Flestir smituðust utan Íslands (65%). Meðalnýgengi HIV var 3,7 en marktæk aukning varð árin 2010-2012 (p=0,0113), tengt misnotkun lyfseðilsskylda lyfsins metýlfenídats meðal sprautufíkla. Opinberum lyfjaávísunum þessa lyfs fjölgaði úr 3,5 árið 2002 í 17,4 DDD/1.000 íbúa/dag árið 2012. Dánartíðni alnæmis lækkaði um 70% frá fyrrri helmingi rannsóknarinnar til þess síðari (p=0,0275). Hlutfall seingreindra lækkaði úr 74% fyrsta áratug rannsóknarinnar í 36% á þeim þriðja (p=0,0001). Eftir 6 mánaða andretróveirulyfjameðferð fjölgaði CD4+ T-frumum að meðaltali um 26 frumur/µl árin 1987-1995 (p=0,174), 107 frumur/µl árin 1996-2004 (p<0,0001) og um 159 frumur/µl árin 2005-2012 (p<0,0001). Á sama hátt sást meiri lækkun á veirumagni árin 2005-2012 en 1996-2004 (p<0,0001). Ályktanir: Nýgengi HIV hélst hlutfallslega lágt til ársins 2010 og jókst þá marktækt vegna útbreiðslu HIV í hópi sprautufíkla. Mikill meirihluti HIV smitanna átti sér stað erlendis. Með bættri lyfjameðferð á CD4+ T-frumur og veirumagn í blóðvökva hefur alnæmisgreiningum og dauðsföllum vegna alnæmis fækkað frá því sem mest var. V 23 Einangrun og rannsókna á tjáningu fjögurra óþekktra CC-flakkboða hjá bleikju (Salvelinus alpinus, L.) Hörður Ingi Gunnarsson1, Stefán Ragnar Jónsson1, Jóhannes Guðbrandsson2, Arnar Pálsson2, Valgerður Andrésdóttir1, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1,3 1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Líffræðistofnun Háskóla Íslands, 3læknadeild Háskóla Íslands hig33@hi.is Inngangur: Flakkboðar samhæfa hið feikilega flókna samspil efnaboða sem þarf til að ræsa og viðhalda ónæmissvari hryggdýra. CC-flakkboðar eru stærsti undirflokkur flakkboða. Bakterían Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes (Asa) veldur kýlaveikibróður hjá bleikju. AsaP1 er eitraður aspzincin málmpeptíðasi og sýkiþáttur, sem Asa seytir. Markmið rannsóknarinnar var að finna gen í genamengi bleikju, sem tjá flakkboða og kanna tjáningu þeirra hjá bleikju sem sýkt er með Asa eða AsaP1 neikvæðu stökkbrigði bakteríunnar. Efniviður og aðferðir: Genaraðir CC-flakkboða úr bleikju voru fundnar með því leita í umritasafni (transcriptome) úr bleikju með raðir úr skyld- um tegundum sem mót. AA raðir gena voru bornar saman með BLASTP forritinu. Bleikja (n=30) var sýkt með böðun í vatni með 0,35% seltu með eða án bakeríulausnar í eina klukkustund. Sýni úr framnýra voru tekin 24 klst; 72 klst og 7 dögum eftir böðun. Magnbundið rauntíma PCR-próf (RT-qPCR) var notað til að kanna tjáningu genanna í sýnunum. Niðurstöður: Alls voru einagruð 4 byggingargen CC-flakkboða, sem greindust til fjölskyldna: CC-8; CC-19; CC-20; og CC-25. Öll genin tjáðu forveraprótein flakkboða. Tjáningu CC-19 var stjórnað af sýkingu og tjáning var meiri hjá fiski sem sýktur var með AsaP1 neikvæðum stofni. CC-8 var mest líka tjáð fiski sýktum með stökkbreyttu bakteríunni. Öll meðhöndlun hafði áhrif á tjáningu CC-20, en tjáningu CC-25 var ekki sem stjórnað við aðstæðu tilraunarinnar. Ályktanir: Fjögur áður óþekkt gen sem tjá flakkboða hjá bleikju voru skilgreind og fyrsta stigs bygging forstigspróteina flakkboðanna greind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.