Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 21
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 21
68,4% (p<0,000). Vöggudauði lækkaði um 70,0% á tímabilinu (p<0,004).
Ályktanir: Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða hefur lækkað
umtalsvert síðastliðin 30 ár, aðallega vegna lækkunar á nýburadauða á
tímabilinu. Líklegt er að frekari framfarir í mæðraeftirliti, fæðingarhjálp
og heilbrgðisþjónustu við nýbura og ungbörn geti lækkað þessa tíðni
enn frekar.
E 40 Þýðing og forprófun á verkjamatskvarðanum COMFORTneo á
vökudeild Landspítalans
Björg Eyþórsdóttir1, Harpa Iðunn Sigmundsdóttir1, Rakel B. Jónsdóttir2, Guðrún
Kristjánsdóttir1,2
1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði Landspítala
gkrist@hi.is
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og forprófa
COMFORTneo mælitækið sem metur viðvarandi verki hjá nýburum.
Efniviður og aðferðir: Notast var við þægindaúrtak 24 inniliggjandi
nýbura á vökudeild Landspítalans, 13 drengir og 11 stúlkur. Skilyrði
fyrir þátttöku var að nýburinn þyrfti, vegna meðferðar sinnar, að gang-
ast undir sársaukafullt áreiti af einhverju tagi. COMFORTneo er einnar
víddar mælitæki, sem mælir einungis sex atferlislega þætti verkja:
vökuástand, óróleikastig, öndunarviðbrögð, grát, líkamshreyfingu,
andlitsspennu, vöðvaspennu. Stigaspönn er 6-25. Tveir rannsakenda
framkvæmdu verkjamatið samtímis. Börnin voru metin í þremur mis-
munandi aðstæðum; í ró (hlutlausar aðstæður), þegar umönnun átti sér
stað (raskaðar aðstæður) og þegar áreiti sem talið var sársaukafullt átti
sér stað (sársaukafullar aðstæður). Hvorki voru inngrip framkvæmd
af hálfu rannsakenda né fyrir tilstilli rannsóknarinnar. Við úrvinnslu
gagna var notast við lýsandi tölfræði, t-próf, Kappa og Chronbach‘s α.
Niðurstöður: Marktækur munur á verkjamati kom fram milli hlut-
lausra og raskaðra aðstæðna sem og á milli hlutlausra og sársauka-
fullra aðstæðna. Hins vegar reyndist munurinn á milli raskaðra og
sársaukafullra aðstæðna ekki marktækur. Samanburður á heildarstigum
þeirra barna sem ekki hlutu verkjastillingu fyrir sársaukafullt inngrip
sýndi ekki heldur marktækan mun á milli raskaðra og sársaukafullra
aðstæðna. Samkvæmt niðurstöðum t-prófs á heildarstigum barnanna
var ekki marktækur munur á milli stigagjafa rannsakenda, sem gefur
vísbendingu um áreiðanleika mælitækisins. Þegar samræmi milli rann-
sakenda innan hvers þáttar mælitækisins var skoðað með Kappa, kom í
ljós takmarkað samræmi í öllum matsþáttum mælitækisins.
Ályktanir: Við forprófunina tókst ekki að sýna fram á réttmæti mælitæk-
isins í íslenskri þýðingu en fyrirvari er settur á þær niðurstöður vegna
áhrifa af verkjastillingu sem notuð var í sumum tilfellum. Vísbendingar
fengust um áreiðanleika mælitækisins en þó virðast vera þættir innan
þess sem draga úr áreiðanleikanum. Frekari rannsókna með stærra
úrtak er þörf til að sýna fram á réttmæti og áreiðanleika mælitækisins.
E 41 Þróunarfræðileg greining á CSA og CSB genunum
Arnar Pálsson, Jóhannes Guðbrandsson
Líffræðistofu Háskóla Íslands
apalsson@hi.is
Inngangur: Frumur hafa nokkur kerfi til að gera við galla í DNA. Eitt
þessara kerfa er umritunarháð viðgerð, sem byggir á að nokkur lykil-
prótín getið skynjað galla í erfðaefninu. Cockayne Syndrome A (CSA)
og Cockayne Syndrome B (CSB) genin eru nauðsynleg fyrir þessi skref,
og tilteknar stökkbreytingar í þeim valda öldrunareinkennum í börnum.
Þróun þessara kerfa er hins vegar frekar lítið rannsökuð.
Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum þróun gena í umritunarháðri
viðgerð í fjölfruma dýrum, með lífupplýsingafræði og þróunarfræði.
Raðir voru einangraðar úr erfðamengjum, samröðun mynduð og systur-
gen skilgreind. Þróunartré voru reiknuð fyrir hvert gen um sig.
Niðurstöður: Niðurstöðurnar eru þær að flest genin eru vel varðveitt
í þróunarsögu fjölfruma dýra. Undantekningarnar eru CSA, CSB og
DDB2 sem hafa tapast úr þróunartré skordýra og CSB og DDB2 sem
vantar í erfðamengi orma (þ.e. Caenorhabditis elegans og skyldra teg-
unda). Þessi mikilvægu prótín tengjast öll skynjun á göllum í DNA. Eins
og áður sagði skerða stökkbreytingar í þeim getu
DNA viðgerðarkerfa spendýra og sveppa. Þessi gen eru ekki nauðsynleg
skordýrum og ormum.
Ályktanir: Mögulegt er að flugur og ormar noti önnur prótín til að
skynja DNA skemmdir. Einnig er mögulegt að lífstíll þessara dýra bjóði
upp á hraðan og háskalegan lifnað, þar viss viðgerðarkerfi séu óþarfi.
Niðurstöðurnar minna okkur á að tilraunalífverur eru hver með sína
sérstöku þróunarsögu, sem gera þær misheppilegar fyrir rannsóknir á
kerfum sem tengjast líffræði mannsins.
E 42 Northern Lights Assay of cell-free DNA (cfDNA) damage in
body fluids
Bjarki Guðmundsson1,2,3, Hans G. Þormar1,2, Olof Hammarlund1, Joakim Lindblad1,
Salvör Rafnsdóttir1, Albert Sigurðsson1, Davíð Ólafsson1,4, Anna M. Halldórsdóttir4,
Jón J. Jónsson1,3
1Department of Biochemistry and Molecular Biology, University of Iceland, 2Lífeind/BioCule
Inc., 3Department of Genetics and Molecular Medicine, Landspítali University Hospital, 4Blood
Bank, Landspítali University Hospital
bjarkigu@hi.is
Introduction: Structural damage in cfDNA molecules in body fluids has
been little studied. Such damage may reflect normal and abnormal cell
turnover, genome instability or exposure to genotoxic agents.
Methods and data: We analyzed cfDNA damage in plasma, urine and
saliva. Standard methods of isolation of cfDNA in plasma and urine
are based on inducing ssDNA with a chaotropic agent and selective
coordination binding of lone pair electrons on guanine to silica. These
methods were not usable. In contrast, we found that selective ion
exchange chromatography allowed gentle isolation of DNA without
inducing damage.
Results: Damage in isolated DNA was assessed with the Northern Lights
Assay. This assay is based on Two-Dimensional Strandness-Dependent
Electrophoresis (2D-SDE) in premade microgels. Each sample was run
in duplicate i.e. uncut and cut with Mbo I, an enzyme which cuts both
single- and double-stranded DNA. Single-stranded breaks, either nicks
or gaps, were detected as horizontal streaks from uncut DNA molecules.
Double-stranded breaks generated an arc in the gel. DNA molecules
with interstrand crosslinks migrated as an arc behind normal dsDNA
molecules. DNA with intrastrand crosslinks and bulky adducts were
bent and migrated in front of that arc. Single-stranded DNA molecules,
too damaged for complementary strand binding, formed a diagonal line.
Conclusions: Patterns of cfDNA in plasma of normal subjects showed
an apoptosis pattern with single- and double-stranded breaks of nuc-
leosomal-sized fragments. cfDNA in urine showed composite patterns
of apoptosis and non-specific degradation. The most extensive damage
and variable patterns were seen in saliva including prominent single-
stranded breaks.