Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 80
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í
F Y L G I R I T 8 2
80 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101
Conclusions: The population of GBS causing invasive infections in
Iceland revealed that several distinct lineages were present over a
significant time-span. Our data emphasizes the need for continued
surveillance of GBS invasive infections in non-pregnant adults in Iceland
to determine the reasons behind the diversity of the circulating genetic
lineages.
V 73 D-vítamín og blóðsykurstjórn í íslenskum sjúklingum með
Parkinsonsjúkdóm
Erna Sif Óskarsdóttir1, Ólöf Guðný Geirsdóttir2, Jónína Hafliðadóttir3, Alfons
Ramel2
1Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla
Íslands, 3taugalækningadeild Landspítala
eso7@hi.is
Inngangur: Á undanförnum árum hafa rannsóknir kannað mögulegt
samband D-vítamíns og blóðsykurstjórnar, með misvísandi niðurstöð-
um. Fáar rannsóknir hafa þó skoðað sjúklinga með Parkinsonsjúkdóm
(PS) þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að þeir sjúklingar séu að jafnaði
með lakari D-vítamínstöðu en heilbrigðir einstaklingar. Vegna hnatt-
fræðilegrar stöðu landsins eru Íslendingar einnig í meiri hættu á að
þróa með sér D-vítamínskort. Markmið þessarar rannsóknar var að
rannsaka mögulegt samband milli D-vítamíns í blóði og blóðsykurs
hjá íslenskum Parkinsonsjúklingum. Undirmarkmið voru að rannsaka
hlutfall Parkinsonsjúklinga með D-vítamínskort, meðal D-vítamínmagn
í blóði þeirra og að kanna hvort D-vítamínstaða væri sambærileg meðal
karla og kvenna með PS.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=106) voru göngudeildar-
sjúklingar taugalækningadeildar Landspítala. Gögnum var safnað með
hjálp rafræna sjúkraskráningarkerfisins SÖGU og voru þar á meðal upp-
lýsingar um D-vítamínstöðu (sem s-25(OH)D) og blóðsykur.
Niðurstöður: Niðurstöður gefa til kynna neikvæða fylgni milli
D-vítamíns í blóði og blóðsykurs (r=-0,271, p=0,027). Miðgildi (IQR)
D-vítamíngildanna var 34,4 (27,9-49,2) nmól/L og reyndust 77% sjúk-
linganna vera með ófullnægjandi D vítamín búskap (<50 nmól/L). Ekki
reyndist tölfræðilega marktækur munur á D-vítamíngildum kynjanna.
Ályktanir: Fylgjast þyrfti betur með D-vítamínstöðu íslenskra sjúklinga
með PS og ráðleggja einstaklingum með ófullnægjandi D vítamín bú-
skap að taka inn D-vítamín. Íhlutandi rannsókna er þörf til að rannsaka
betur hvort D-vítamíngjöf bæti blóðsykurstjórnun í sjúklingum með PS.
Ef svo væri, væri komin einföld, þægileg og ódýr leið til að létta á einum
af fjölmörgum fylgikvillum PS.
V 74 Aukin æðakölkun í hálsæðum sjúklinga með brátt
kransæðaheilkenni samanborið við almennt þýði
Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Linda Björk Kristinsdóttir2, Erna Sif Óskarsdóttir2,
Steinar Orri Hafþórsson2, Thor Aspelund2,3, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur
Guðnason2,3, Karl Andersen1,2,3
1Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Hjartavernd
thorarinn21@gmail.com
Inngangur: Æðakölkun á hálsslagæðum og kransæðum hafa marga
sameiginlega áhættuþætti. Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni
(BKH) hafa nánast allir æðakölkunarsjúkdóm í kransæðum. Líkur eru á
að æðakölkun nái til fleiri líffæra hjá þessum sjúklingum. Í þessari rann-
sókn könnuðum við útbreiðslu æðakölkunarsjúkdóms í hálsslagæðum
hjá sjúklíngum með BKH og bárum saman við almennt þýði.
Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild
Landspítala með BKH var boðið að taka þátt í rannsókninni. Æðakölkun
í skiptingu beggja hálsslagæða og innri hálsslagæðum var metin með
stöðluðum hætti með hálsæðarómun. Sjúklingar voru flokkir eftir því
hvort þeir höfðu enga, litla, í meðallagi eða alverlega æðakölkun í
hálsslagæðum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við aldurs og kyn
paraðan samanburðarhóp (n=251) frá REFINE Reykjavík-rannsókninni.
Niðurstöður: Sextíu og fjórir sjúklingar (73% karlar, meðalaldur 61
ár) sem lagðir voru inn á hjartadeild LSH með BKH tóku þátt í rann-
sókninni. Hjá sjúklingum með BKH voru 3, 49, 42 og 6% með enga, litla,
í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum samanborið við 27,
50, 19 og 4% með enga, litla , í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í háls-
slagæðum í aldurs og kyn pöruðum samanburðarhóp. Magn æðakölk-
unar var marktækt meiri (p<0,001) hjá sjúklingum með nýlegt BKH.
Ályktanir: Um helmingur allra sjúklinga með BKH hafa meðal til
alvarleg þrengsl í hálsslagæðum. Útbreiðsla æðakölkunarsjúkdóms í
hálsslagæðum er marktækt meiri hjá BKH sjúklingum samanborið við
almennt þýði.
V 75 Impact of different infliximab dose regimens on treatment
response and drug survival in patients with PsA
Björn Guðbjörnsson1,2, Bente Glintborg3,4 Niels Steen Krogh5, Emina Omerovic3,
Natalia Manilo6, Mette Holland-Fischer7, Hanne M. Lindegaard8, Anne Gitte Loft9,
Henrik Nordin10, Laura Johnsen11, Sussi Flejsborg Oeftiger12, Annette Hansen13,
Claus Rasmussen14, Gerður Gröndal15, Árni Jón Geirsson15, Merete Lund Hetland3,4,16
1Center for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital, 2Faculty of Medicine,
University of Iceland, 3Copenhagen Center for Arthritis Research, Center for Rheumatology
and Spine Diseases, Glostrup Hospital, 4The Danish Rheumatologic Database, Glostrup
Hospital, 5Zitelab Aps, Copenhagen, 6Department of Rheumatology, Frederiksberg Hospital,
7Department of Rheumatology, Aalborg University Hospital, 8Department of Rheumatology,
Odense University Hospital, 9Department of Rheumatology, Vejle Sygehus, Sygehus Lillebælt,
10Department of Infectious Diseases and Rheumatology, Rigshospitalet, 11Department of
Rheumatology, Helsingør and Hillerød Hospital, 12Department of Rheumatology, Køge
Hospital,13Department of Rheumatology, Gentofte University Hospital, 14Department of
Rheumatology, Vendsyssel Teaching Hospital, 15Department of Rheumatology, Landspítali
University Hospital,16Department of Clinical Medicine, Faculty of Health and Medical Sciences,
University of Copenhagen
bjorngu@landspitali.is
Introduction: To describe dose regimens, dose escalation and clinical
outcomes in tumor necrosis factor alpha-(TNFi)-naïve patients with
psoriatic arthritis (PsA) treated with infliximab in routine rheumatology
care.
Methods and data: Observational cohort study based on the nationwide
DANBIO and ICEBIO registries. Stratified by country, characteris-
tics of patients treated with ≤3mg infliximab/kg body weight, 3-5mg/
kg or ≥5mg/kg/≈8wks were described. Outcomes were evaluated by
ACR20/50/70 and EULAR-good-response after 6 months, disease
activity after 12 months, Kaplan-Meier plots and regression analyses.
Results: 462 patients (376 Danish, 86 Icelandic) received treatment
with infliximab. In Danish patients, start dose was ≤3mg/kg in 110
patients(29%), 3-5mg/kg in 157(42%), ≥5mg/kg in 38(10%) and unreg-
istered in 71(19%). In Icelandic patients, corresponding numbers were
64(74%), 17(27%), 0(0%) and 5(6%). Patients with higher body weight
received lower doses per kg. Danish patients received higher doses than
Icelandic at baseline (median(IQR) 3.1(3.0-3.8)mg/kg vs. 2.3(2.1-2.9)mg/
kg, p<0.05) and after 12 months (3.3(3.0-4.5)mg/kg vs. 2.9(2.2-3.5)mg/kg,
p<0.0001). After 12 months, 58% of Danish and 66% of Icelandic patients
maintained treatment. Danish patients had shorter drug survival
than Icelandic (1183 vs. 483 days). In univariate analyses stratified by
country, time until dose escalation, response rates, drug survival and
one-year’s disease activity were independent of start dose. Drug survi-