Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 17
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 17 E 27 Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi 2006-2012 Steinþór Árni Marteinsson1, Helga Rún Garðarsdóttir1, Sveinn Guðmundsson2, Arnar Geirsson3, Kári Hreinsson4, Tómas Guðbjartsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbanka, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala sam18@hi.is Inngangur: Eftir kransæðahjáveituaðgerð getur þurft að grípa til enduraðgerðar til að stöðva blæðingu. Langtíma afdrif þessar sjúklinga eru lítið rannsökuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tíðni enduraðgerða vegna blæðinga á Íslandi, skilgreina áhættuþætti og kanna langtímalifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2006-2012. Sjúklingar sem gengust undir enduraðgerð voru bornir saman við þá sem ekki þurftu enduraðgerð. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Úr rafrænni skrá Blóðbanka fengust upplýsingar um gjöf blóðhluta í og eftir aðgerð. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier og for- spárþættir enduraðgerða með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Miðgildi eftirfylgdar var 45 mánuðir og miðaðist eftirfylgd við 1. apríl 2013. Niðurstöður: Eftir 62 af 940 aðgerðum (6,6%) var gerð enduraðgerð vegna blæðingar. Í enduraðgerðarhópi tóku 62,9% sjúklinga acetýlsali- cylsýru en 49,9% í viðmiðunarhópi (p=0,06). Aðgerðatengdir þættir, m.a. aðgerðartími, voru sambærilegir í báðum hópum. Meðalblæðing <24 klst. frá aðgerð var rúmlega helmingi meiri í enduraðgerðarhópi (1919 ml á móti 857 ml, p<0,001) og þeim voru gefnar þrefalt fleiri ein- ingar af rauðkornaþykkni. Ekki reyndist marktækur munur á legutíma eða heildartíðni alvarlegra fylgikvilla. Dánartíðni <30 daga var 4,8% eftir enduraðgerð og 1,9% í viðmiðunarhópi (p=0,14). Þriggja ára lifun í hópunum var einnig sambærileg (89,5% sbr. 95,5%, p=0,29). Karlar voru í aukinni áhættu á enduraðgerð skv. fjölbreytugreiningu. Ályktanir: Tíðni enduraðgerða var 6,6% sem er í hærra lagi borið saman við flestar erlendar rannsóknir. Þessi sjúklingar þurfa oftar blóð- hlutagjafir, en legutími, 30 daga dánarhlutfall og langtímalifun voru sambærileg í báðum hópum. Sjúklingum virðist því vegna vel lifi þeir af enduraðgerðina. E 28 Samanburður á lifun sjúklinga eftir ósæðarlokuskipti og Íslendinga af sama aldri og kyni Sindri Aron Viktorsson1, Daði Helgason2, Thor Aspelund2, Andri Wilberg Orrason2, Arnar Geirsson1,2, Tómas Guðbjartsson1,2 1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslandsl sindriav@landspitali.is Inngangur: Ósæðarlokuskipti er önnur algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi og er oftast gerð vegna þrengsla í lokunni. Upplýsingar um langtímaafdrif þessara sjúklinga hefur vantað hér á landi. Með upp- lýsingum úr miðlægum gagnagrunnum var borin saman langtíma lifun sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarþrengsla við Íslendinga af sama aldri og kyni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 366 sjúklinga (meðal- aldur 70,1 ár, 62,8% karlar) sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2011. Lífræn loka var notuð hjá 298 sjúklingum (81,4%) og gerviloka hjá 68 (18,6%). Kransæðahjáveita var framkvæmd samhliða í 54,0% tilfella. Lifun sjúklinga var metin og borin saman við væntanlega lifun Íslendinga af sama aldri og kyni, samkvæmt gögnum um ævilíkur frá Hagstofu Íslands. Skammtíma fylgikvillar og 30-daga dánartíðni voru einnig skráð. Miðgildi eftir- fylgdar var 4,7 ár og öllum sjúklingum var fylgt eftir. Niðurstöður: Meðal EuroSCORE-II fyrir aðgerð var 3,8% og hámarks þrýstingsfallandi yfir lokuna 69,9 mmHg. Meðalstærð ígræddra loka var 25,1 mm (bil 21-29). Gáttatif (67,6%) og bráður nýrnaskaði (22,7%) voru algengustu snemmkomnu fylgikvillarnir, en 55 (15,0%) sjúklingar þurftu á enduraðgerð vegna blæðingar að halda. 30 daga dánartíðni var 5,7%. Heildarlifun ári frá aðgerð var 91,8% og eftir 5 ár 82,3%, en 96,3% og 77% á sömu árum fyrir Íslendinga af sama aldri og kyni. Fyrstu 2 árin eftir aðgerð var lifun verri hjá sjúklingum í aðgerðarhópnum, aðallega vegna aðgerðartengdra dauðsfalla. Eftir það var lifun sambærileg og 5 árum frá aðgerð reyndist lifun aðgerðarsjúklinga betri en samanburðar- hóps. Ályktanir: Langtímalifun sjúklinga eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla er svipuð eða betri en hjá Íslendingum af sama aldri og kyni. Ástæður þessa eru ekki þekktar og þarfnast frekari rannsókna. Tíðni fylgikvilla er há, sérstaklega enduraðgerðir vegna blæðinga. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi ósæðarlokuskipta sem árangursríkrar meðferðar við ósæðarlokuþrengslum. E 29 Aldursháð þroskun lykilfrumna í kímstöðvum miltans í músarungum Stefanía P. Bjarnarson1,2, Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1,2,4 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Novartis Vaccines, 4Íslenskri erfðagreiningu stefbja@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar í plasmafrumur eða minnisfrumur, sem eru takmarkaðar í nýburum vegna vanþroska kímstöðvafrumna. CD4+ T hjálparfrumur kímstöðva (TFH) stýra kímstöðvarhvarfi og CD4+ stýrifrumur kímstöðva (TFR) geta bælt virkni þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna aldursháða tíðni lykilfrumna í kímstöðvarhvarfi. Efniviður og aðferðir: Tíðni lykilfrumna var metin í milta 4, 7, 10, 14, 21 og 28 daga gamalla og fullorðinna, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: TFH (CD4, CXCR5, PD-1, Bcl-6), TFR (CD4, CXCR5,Foxp3, Bcl-6), T stýrifrumur (Tregs: CD3, CD4, Foxp3, IL-10) og B stýrifrumur (B10: B220, CD1d,CD5, IL-10). Niðurstöður: Þroskun CD4+ T-frumna og TFH frumna var aldursháð og jókst fyrst við 3 vikna aldur, en við 4 vikna aldur var tíðnin enn lægri en í fullorðnum músum. Þroskun TFR var einnig aldurháð en við fjögurra vikna aldur var tíðni þeirra sambærileg við tíðni í fullorðnum músum. Tíðni Tregs var hærri í 2-tveggja vikna en fullorðnum músum og mark- tækt fleiri seyttu IL-10. Þroskun B frumna var aldursháð, en við tveggja vikna aldur var heildartíðni þeirra svipuð og í fullorðnum músum. Heildartíðni B10 stýrifrumna og þeirra sem seyttu IL-10 var hins vegar marktækt hærri en í fullorðnum músum. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að þroskun CD4+ T-frumna, TFH og TFR sem taka þátt í sérhæfingu B fruma í kímstöðvarhvarfi er mjög aldursháð. Hins vegar er tíðni Treg og B10 stýrifrumna sem seyta bæliboðefninu IL-10 há í byrjun ævinnar og lækkar með aldri þegar ónæmissvör fara vaxandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.