Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 23
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 23 in details to improve future treatments and reduce the risk of sepsis. Methods and data: VA10, a lung epithelial cell line, was placed in Flexcell® FX-5000TM Tension System, the cells were stimulated with vitamin D, poly (I:C) and LPS. The gene and protein expression exam- ined with qRT-PCR and western blotting. The cells were stained with immunofluorescent staining. Results: The cells showed changes in gene expression of IL-8, IL-10, TLR-4, TLR-9 upon stretch. IL-8 was upregulated while IL-10 was downregulated. Both Toll like receptors 4 and 9 were upregulated and the protein expression of IkB (NFkB inhibitor) was decreased. Vitamin D stimulation of the cells before and during stretch showed protective effects on the cells when they were stimulated with poly(I:C) and LPS. Conclusions: Cyclic stretch has multiple effects on the lung epithelial cells. Changes have been seen in cell structure and immune responses, which gives interesting future research potentials. E 47 Uppsetning á TREC- og KREC-greingarprófum til greiningar á meðfæddum ónæmisgöllum Anna Margrét Kristinsdóttir1,2, Una Bjarnadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands amk5@hi.is Inngangur: Þekktir eru yfir 250 misalvarlegir meðfæddir ónæmisgallar og þarfnast langflestir þeirra tafarlausrar greiningar og meðferðar til að koma í veg fyrir lífshættulegar sýkingar og óafturkræfar líffæra- skemmdir. Tíðni alvarlegustu gallanna í New York-fylki 2010-2012 er 1:5000 og samantekt okkar á Íslandi (1990-2010) sýndi að algengið er um það bil 19:100.000. Greina má alvarlegustu gallana, þar með talið SCID, með magnbundinni rauntíma kjarnsýrumögnun (qRT-PCR) þar sem mælt er magn TREC og KREC í blóði. TREC og KREC eru DNA- afurðir sem myndast eingöngu í nýmynduðum og óreyndum T- og B-eitilfrumum og eru því góður mælikvarði á fjölda þeirra í blóði. Þessi aðferð hefur verið innleidd sem nýburaskimunaraðferð gegn með- fæddum T- og/eða B-eitilfrumu ónæmisgöllum í auknum mæli í Evrópu og Bandaríkjunum. Efniviður og aðferðir: Fengin voru blóðsýni frá 6 einstaklingum sem greindir hafa verið með T-eitilfrumugalla og 1200 þerripappírssýni frá íslenskum nýburum. Magn TREC og KREC var mælt með qRT-PCR. Viðmiðunargildi voru TREC 8 eintök/µL, KREC 6 eintök/µL og Beta- actin (ACTB) 1000 eintök/µL til að meta DNA-einangrun og/eða gæði RT-qPCR. Niðurstöður: Uppsetning á skimunarprófinu gekk vel fyrir sig og var næmni >99,65% og sérhæfni 100% fyrir bæði TREC og KREC. Allir einstaklingar með T-eitilfrumugalla mældust með of lágt magn TREC í blóði, en eðlileg KREC gildi. Allir íslensku nýburarnir reyndust vera með eðlileg TREC og KREC gildi. Tíðni prófa sem þurfti að endurtaka var einungis 0,58%. Ályktanir: Uppsetning á TREC og KREC qRT-PCR aðferðinni tókst og telst hún tilbúin til innleiðingar sem nýburaskimunaraðferð gegn með- fæddum T- og/eða B-eitilfrumuónæmisgöllum hér á landi. E 48 Ættlæg einstofna mótefnahækkkun: Tengsl við svipgerð og arfgerð Helga M. Ögmundsdóttir1, Linda M. Pilarski2, Lóa Björk Óskarsdóttir1, Sandra Dögg Vatnsdal1, Hlíf Steingrímsdóttir3, Vilhelmína Haraldsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2University of Alberta and Cross Cancer Institute, 3blóðlækningar Landspítala helgaogm@hi.is Inngangur: Við höfum áður lýst 8 íslenskum fjölskyldum með ætt- læga einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathies). Í þremur þessara fjölskyldna höfum við skilgreint ofursvar B-eitilfrumna meðal ættingja sem hafa ekki einstofna mótefnahækkun. Efniviður og aðferðir: B-eitilfrumur voru örvaðar í kímstöðvarlíkani sem líkir eftir örvun með CD40-CD40L. Blandaðar eitilfrumur voru örvaðar með poke-weed mitogeni (PWM) og tjáning á CD40 og CD40L metin. Genamengi hreinna B-eitilfrumna var borið saman við gena- mengi kleyfkjarna átfrumna úr sama blóðsýni (comparative genomic hybridization, CGH). Skimað var fyrir genabreytileika í innröð 3 í HAS1. Niðurstöður: Ofursvörun kom ekki fram í kímstöðvarlíkaninu, þar sem B eitilfrumurnar fá sterka CD40L örvun. Örvun með PWM framkallar ekki CD40L tjáningu á T-eitilfrumum og aðrir hafa sýnt að örverumeng- un í PWM örvi Toll-like viðtaka á B-eitilfrumum. CGH sýndi brottfall immúnóglóbúlíngena en að auki sáust tilviljanakenndar viðbætur og brottfall á dreif um genamengið, líklegast afleiðing af ómarkvissri virkni AID ensímsins. Þessi tilviljanakenndi breytileiki var marktækt minni meðal ofursvara en skyldra og óskyldra viðmiða. Marktæk tengsl fund- ust innan einnar fjölskyldu milli kímlínubreytileika í HAS1 og þess að hafa einstofna mótefnahækkun eða sýna ofursvörun. Ályktanir: Ofursvarar voru skilgreindir á grundvelli B-eitilfrumuvið- bragða við PWM. Í ljós kom að PWM örvun gerist ekki eftir CD40- CD40L leiðinni og þegar örvað var eftir þeirri leið kom ofursvörunin ekki fram. Ofursvörunin tengist því örvunarleið sem er ekki hluti af kímstöðvarhvarfinu. B-eitilfrumur ofursvara sýna minni genabreyti- leika utan immúnóglóbúlíngena en viðmið sem bendir til að þær hafi orðið fyrir minni kímstöðvaráhrifum. Ofursvarar sýna því tvö ólík sérkenni í svipgerð og eitt afbrigði í arfgerð. E 49 Áhrif þrávirkra efna á mótefnasvar við bólusetningu í nýburum Ása Valgerður Eiríksdóttir1, Gunnhildur Ingólfsdóttir2 , Ingileif Jónsdóttir2, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir2, Kristín Ólafsdóttir1 1Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, 2ónæmisfræðideild Landspítala asav@hi.is Inngangur: Þrávirk lífræn efni eru afar stöðug í náttúrunni og safnast upp í lífverum. Hjá fólki á norðurslóðum gerist það helst í gegnum fituríkt sjávarfang. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa gefið vísbend- ingar um fylgni á milli mikils styrks ýmissa þrávirkra efna og lækkunar á mótefnasvari og/eða aukinnar tíðni sýkinga. Í þessari rannsókn voru um 30 mismunandi þrávirk efni magngreind í 80 sýnum úr íslenskum nýburum frá 1995. Efnin hafa ekki áður verið mæld í þessum aldurs- flokki á Íslandi. Gögn um IgG styrk sömu barna í kjölfar bólusetningar gegn pneumókokkum (Streptococcus pneumoniae) voru notuð við rann- sóknina. Efniviður og aðferðir: Efnin voru úrhlutuð úr 0,2 g af sermi og hreinsuð með rammri brennisteinssýru. Gasgreinir með ECD skynjara var not- aður við magngreiningu. Úrvinnsla gagna fór fram með Chromelion og tölfræðiúrvinnsla með Prism. Niðurstöður: PCB efni í börnunum mældust að meðaltali 2,42 ng/g,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.