Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 52

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 52
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 52 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 gerð að halda. Þessar aðgerðir eru áhættusamar og fylgikvillar tíðir. Í þessari rannsókn var í fyrsta sinn skoðaður árangur bráðaskurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Landspítala frá 1992 til 2013. Tilfellin voru fundin í gegnum aðgerða- og greiningarskrá Landspítala. Alls fundust 39 sjúklingar og voru m.a. skráðir áhættuþættir, einkenni og ástand sjúklings við komu, tegund aðgerða, tíðni fylgikvilla og afdrif sjúklinga. Niðurstöður: Meirihluti aðgerðanna (69%) var gerður á seinni helmingi rannsóknar tímabilsins. Meðalaldur sjúklinga var 60 ár og 67% voru karlar. Við komu á sjúkrahús voru allir sjúklingar með brjóstverk, 49% voru vanþrýstir og 26% höfðu misst meðvitund. Einkenni blóðþurrðar voru til staðar hjá 26% sjúklinga og Euroscore II var að meðaltali 8,7. Notast var við kælingu í algerri blóðrásarstöðvun í 23% tilfella og skipt um loku eða ósæðarrót hjá þriðjungi sjúklinga. Skipt var um rishluta ósæðar í 74% tilfella og þörf var á enduraðgerð vegna blæðinga í 42% tilfella. Meðal lega á gjörgæslu var 8,9 dagar og dánarhlutfall innan 30 daga var 23% (8 tilfelli). Ályktanir: Árangur skurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Íslandi er sambærilegur við það sem þekkist erlendis. Fylgikvillar eru tíðir, sérstaklega blæðingar sem krefjast enduraðgerðar. Aðgerðum hefur fjölgað á síðasta áratug en ástæður þess eru ekki ljósar. E 143 Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi Daði Helgason1, Sindri Aron Viktorsson2, Andri Wilberg Orrason2, Inga Lára Ingvarsdóttir3, Sólveig Helgadóttir3, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala dah14@hi.is Inngangur: Bráður nýrnaskaði er alvarlegur og tíður fylgikvilli eftir opnar hjartaaðgerðir. Tilgangurinn var að kanna tíðni og áhættuþætti bráðs nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti ásamt því að meta áhrif hans á skamm- og langtímalifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 366 sjúk- linga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi á árunum 2002-2011. Nýrnaskaði eftir aðgerð var metinn sam- kvæmt RIFLE-skilmerkjum. Áhættuþættir fyrir bráðum nýrnaskaða voru fundnir með ein- og fjölbreytugreiningu og lifun reiknuð með Kaplan-Meier-aðferðinni. Niðurstöður: 83 einstaklingar fengu nýrnaskaða eftir aðgerð (22,7%), þar af höfðu 37 skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (GSH <60 mL/ min/1,73 m2). Fjörutíu sjúklingar féllu í RISK-, 29 í INJURY- og 14 í FAILURE-flokk. Alls þurftu 17 sjúklingar skilunarmeðferð eftir aðgerð (4,6%). Af alvarlegum fylgikvillum voru hjartadrep (29% á móti 9%), fjöllíffærabilun (41% á móti 1%) og enduraðgerðir vegna blæðinga (29% á móti 11%) algengari hjá sjúklingum með nýrnaskaða (p<0,01). Dánarhlutfall innan 30 daga var 18% hjá sjúklingum með nýrnaskaða borið saman við 2% hjá viðmiðunarhópi (p<0,001). Fjölbreytugreining leiddi í ljós að kvenkyn (OR=1,10), hár líkamsþyngdarstuðull (OR=1,02) og lengdur tími á hjarta- og lungnavél (OR=1,03) eru sjálfstæðir áhættu- þættir fyrir nýrnaskaða eftir ósæðalokuskipti. Bráður nýrnaskaði var sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga frá aðgerð (HR=1,69, 95% CI=1,01-2,79) en ekki langtíma lifunar (HR=1,11, 95% CI=0.59-2,12). Ályktanir: Fjórði hver sjúklingur greindist með nýrnaskaða eftir ósæð- arlokuskipti sem er hærri tíðni en eftir kransæðahjáveituaðgerð (16%). Dánartíðni þessara sjúklinga er margfalt aukin sem og tíðni alvarlegra fylgikvilla. Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti er sjálfstæður for- spárþáttur fyrir skurðdauða en ekki langtímalifun. E 144 D-vítamínskortur er algengur hjá sjúklingum á gjörgæslu eftir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi Rúnar B. Kvaran1,3, Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir1, Tómas Guðbjartsson2,3, Martin I. Sigurðsson4, Gísli H. Sigurðsson1,3 1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4Department of Anesthesiology, Perioperative and Pain Medicine Brigham and Women’s Hospital runarkvaran@gmail.com Inngangur: D-vítamínskortur var nýlega tengdur við aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameini auk hættu á beina- og vöðvasjúkdómum líkt og þekkst hefur lengi. Nýlegar rannsóknir framkvæmdar í suðlægum löndum hafa sýnt lág gildi D-vítamíns (25(OH)D) í blóði gjörgæslusjúklinga en upplýsingar um D-vítamínbúskap gjörgæslusjúklinga á norðurslóðum vantar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna 25(OH)D-gildi sjúklinga sem gengist hafa undir opna hjartaaðgerð á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn athugunarrannsókn á 77 sjúklingum (77% karlar, meðalaldur 66 ár, bil 40-84) sem lágu á gjörgæsludeild Landspítala eftir opna hjartaaðgerð árið 2014. Í flestum tilvikum var um að ræða kransæðahjáveitu (60%) og lokuskipti (31%). 25(OH)D var mælt í blóði á fyrsta sólarhring gjörgæslulegu og síðan einum eða tveimur dögum síðar. Klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. D-vítamínskortur var skilgreindur sem 25(OH)D < 50 nmól/L. Niðurstöður: Meðalgildi 25(OH)D í blóði sjúklinganna var um 35 nmól/L (bil 7,5-102,5). Alls höfðu 59 sjúklingar (77%) D-vítamínskort og voru 30 þeirra (39%) með 25(OH)D-gildi < 25 nmól/L sem telst alvar- legur skortur. Einungis 18 sjúklingar (23%) höfðu eðlileg gildi. Munur á fyrsta og öðru 25(OH)D-gildi sjúklinga var frá 0 upp í um 68% og var meðalmunurinn 18%. Ályktanir: Mikill meirihluti sjúklinga (77%) mældist með D-vítamíngildi sem voru lægri en gildi sem talin eru nauðsynleg til viðhalds góðrar heilsu. Nærri 40% höfðu alvarlegan skort sem getur tengst beineyðingu, beinkröm og vöðvaslappleika. Vel kemur til greina að skima fyrir D-vítamínskorti hjá sjúklingum sem gangast undir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi. E 145 Ný aðferð til að rannsaka virkni athygli og tengsl hennar við augnhreyfingar Ómar I. Jóhannesson1,2, Irene Jóna Smith1,2, Árni Kristjánsson1 1Rannsóknastofu í sjónskynjun og augnhreyfingastjórnun, sálfræðideild, 2sálfræðideild Háskóla Íslands oij1@hi.is Inngangur: Sjónræn athygli hefur verið rannsökuð mikið um áratuga- skeið án þess að verulegar breytingar hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru þar til nú að við kynnun nýja aðferð til sögunnar. Nýjungin felst í því að nota spjaldtölvur með snertiskjá til að birta áreitin og mæla viðbrögðin. Í einfalda verkefninu einkenndust áreitin eingöngu af lit (markáreiti rauðir og grænir hringir, truflarar gulir og bláir hringir) en í flókna verkefninu einkenndust þau af lit og lögun (markáreiti rauðir hringir og grænir ferningar, truflarar grænir hringir og rauðir ferning-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.