Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 25

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 25
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 25 E 53 Röskun á sjónrænum hluta- og andlitskennslum í lesblindu: Skert starfsemi kviðlægs sjónstraums? Heiða María Sigurðardóttir, Eysteinn Ívarsson, Kristjana Kristinsdóttir, Árni Kristjánsson Sálfræðideild Háskóla Íslands heidasi@hi.is Inngangur: Bæði börn og fullorðnir með lesblindu (dyslexia) mælast með vanvirkni í vinstri spólufellingu (fusiform gyrus). Þessi heilastöð, sem telst til kviðlægs sjónstraums (ventral visual stream), er talin gegna mikilvægu hlutverki í að bera kennsl á rituð orð, andlit og aðra flókna sjónræna hluti. Þar sem vanvirkni í spólufellingu getur verið til marks um almenna röskun á starfsemi þessa heilasvæðis var ætlunin að kanna hvort lesblindir sýni merki um skerta getu til að bera kennsl á hluti, þá sérstaklega andlit. Margvísleg gögn styðja mikilvægi spólufellingar fyrir andlitskennsl og því könnuðum við einnig sérstaklega svokallaða heildræna skynjun (holistic processing) sem talin er vera eitt aðalsmerki andlitsskynjunar. Efniviður og aðferðir:20 lesblindir fullorðnir og 20 fullorðnir án les- blindu tóku þátt. Við mældum frammistöðu þeirra á 1) andlitskennsla- prófi, 2) prófi sem mælir heildræna andlitsskynjun, 3) hlutakennsla- prófi, og 4) litakennslaprófi. Ekki var gert ráð fyrir mun á litakennslum hópanna tveggja. Niðurstöður: Lesblindir eiga erfiðara en aðrir með að þekkja í sundur andlit og aðra flókna hluti sem líkjast hver öðrum. Ekki fannst munur á heildrænni skynjun lesblindra og þeirra sem ekki eru lesblindir, né heldur fannst munur á litaskynjun hópanna. Ályktanir: Lesblinda einkennist ekki einungis af erfiðleikum með lestur heldur einnig af skertri getu til að bera kennsl á aðra hluti, svo sem and- lit. Vandamálið má ekki rekja til röskunar á heildrænni skynjun heldur virðist fremur í samræmi við röskun á þáttaháðri skynjun (part-based processing). Lestrarörðugleikar lesblindra gætu verið augljósasta afleið- ing almennari röskunar á hlutakennslum sem rekja má til vanvirkni í kviðlægum sjónstraumi heilans. E 54 Notkun sýklódextrín við hönnun cyclosporin A augndropa Sunna Jóhannsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson, Guðrún Marta Lyfjafræðideild Háskóla Íslands suj1@hi.is Inngangur: Cyclosporin A er hringlaga pólýpeptíð lyf, það er fitu- sækið með lélega vatnsleysni og háan mólþunga (1202.6 Da). Þetta er ónæmisbælandi lyf sem meðal annars hefur verið notað við augnþurrk. Markmið rannsóknarinnar var að hanna augndropa með 0,05% cyclo- sporíni og nota hjálparefnin sýklódextrín til að auka leysni þess í vatni og flæði yfir lífrænar himnur. Sýklódextrín er hringlaga fásykrungur sem notað er til þess að bæta aðgengi og leysni lyfja. Sýklódextrín eru með vatnssækið ytra yfirborð og fitusækið holrúm í miðju sameindar. Í vatnslausn geta sýklódextrín innlimað sameindir í holrýmið og myndað fléttur við fitusækin, torleysanleg lyf og aukið þar með leysni þeirra. Efniviður og aðferðir: Framkvæmdar voru meðal annars fasaleysni mælingar, flæðirannsóknir yfir hálfgegndræpar sellófan himnur, stærðarákvarðanir agna, osmótískar mælingar, sýrusigsmælingar og seigjustigsmælingar. Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að augndroparnir þyrftu að inni- halda að minnsta kosti 3% α sýklódextrín til að leysa upp cyclosporínið. Notkun ϒ sýklódextrín jók stærð kornanna og flæðihraðann yfir hálf- gegndræpa himnu, en nær ekki að leysa allt cyclosporínið upp. Því var blanda með α- og ϒsýklódextríni hönnuð, þá leystist allt sýklódextrínið upp og flæðihraðinn yfir himnu var betri. Alyktanir: Með notkun sýklódextrín tókst að formúlera cyclosporín augndropa í vatnsfasa. Leysni cyclosporins jókst sem og flæði þess yfir hálfgegndræpa sellófan himnu. E 55 Áhrif skýs á augasteini á súrefnismælingar í sjónhimnu Sveinn Hákon Harðarson1,2, Davíð Þór Bragason2, Þór Eysteinsson1,2, Einar Stefánsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala sveinnha@hi.is Inngangur: Súrefnismælingar í sjónhimnu byggja á sérstakri mynda- töku af augnbotni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort ský á augasteini og gæði mynda hafi áhrif á niðurstöðu súrefnismælinga í sjónhimnu. Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur myndir af augnbotni með 570nm og 600nm ljósi samtímis. Ljósgleypni æða við þessar bylgjulengdir er mæld af myndunum og súrefnismettun sjón- himnuæða reiknuð. Þátttakendur voru 17 einstaklingar, sem voru á leið í aðgerð vegna skýs á augasteini. Öllum augnbotnamyndum úr súrefnismælinum var raðað með tilliti til myndgæða. Að auki var þéttleiki skýs metin með grein- ingartækjum fyrir framhluta augans (Pentacam og Nidek EAS-1000). Niðurstöður: Paraður samanburður var gerður á betra og verra auga einstaklinganna. Mæld súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu var 85±10% (meðaltal±staðalfrávik) í því auga sem myndgæði voru betri, samanborið við 78±10% í verra auga (p=0,0013). Í bláæðlingum sjón- himnu var mæld mettun 45±17% í betra auganu en 33±23% í verra auganu (p=0,0046). Mæld súrefnismettun hafði tilhneigingu til að hækka með batnandi myndgæðum og breytileikinn minnkaði. Súrefnismettun í slag- og bláæðlingum hafði fylgni við þéttleikamælingar, sem fram- kvæmdar voru með Nidek EAS-1000. Meiri þéttni skýs leiddi til lægri mettunar (p=0,029 fyrir slagæðlinga og p=0,0098 fyrir bláæðlinga). Svipaðar niðurstöður fengust með Pentacam mælitæki. Ályktanir: Ský á augasteini getur leitt til lægri mældrar mettunar, sem er að öllum líkindum skekkja. Taka þarf tillit til gæða mynda þegar mælingar eru gerðar á súrefnismettun í sjónhimnu. E 56 Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun 100% O2 í heilbrigðum einstaklingum og glákusjúklingum Ólöf Birna Ólafsdóttir1,2, Þórunn Scheving Elíasdóttir1,2, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1,2, Sveinn Hákon Harðarson1,2, Einar Stefánsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala obo4@hi.is Inngangur: Orsakir gláku eru óþekktar en kenningar hafa verið um að blóðflæði í augum sé illa stjórnað sem leitt gæti til súrefnisskorts. Tilgangur verkefnisins var að kanna stjórnun á blóðflæði með því að meta svar glákusjúklinga og heilbrigðra einstaklinga við öndun á 100% súrefni ásamt því að kanna næmni súrefnismælisins. Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða í glákusjúk- lingum (n=11) og heilbrigðum einstaklingum (n=30) var mæld með súrefnismæli, Oxymap T1. Súrefnismettun var mæld við innöndun á andrúmslofti (baseline), eftir 10 mínútur af innöndun á 100% súrefni og aftur við andrúmsloft (recovery).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.