Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 10

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 10
legt við þreifingu. Finnist fyrir því við vinstri rifja- boga, má búast við að það sé tvisvar til þrisvar sinn- um stærra en eðilegt má telj ast. Þegar þreifað er eft- ir miltanu (mynd 3), er fingrum hægri handar þrýst undir vinstri rifjaboga rétt innan við fremri axillar- línu, vinstri hönd sett undir mjóbak vinstra megin og því þrýst fram, um leið og sjúklingurinn er beð- inn um að draga djúpt inn andann. Ekki má þrýsta fingrum hægri handar djúpt inn í kviðarholið, þar sem miltað er staðsett framarlega. Stundum getur verið auðveldara að finna fyrri miltanu í hægri hlið- arlegu. Hægt er að missa af stækkuðu milta, sé það svo stórt að neðri rönd þess nær niður fyrir crista iliaca og misst er af henni við þreifingu. Sé þá þreif- að upp eftir innri brún miltans, má finna fyrir in- cisuru þess til frekari glöggvunar á, hvaða líffæri hér er um að ræða. Aorta. Þegar þreifað er djúpt í kvið, má finna fyrir aorta, a. m. k. hjá grönnu fólki. Til að svo megi verða, er mikilvægt, að fá góða slökun á kvið- vegg. Fingur beggja handa eru settir báðum megin við aorta og reynt er að gera sér grein fyrir breidd hennar og þenslu við æðaslátt. Hægt er að finna fyr- ir aorta í epigastrium og niður í kvið um eða neðan við nafla, þar sem hún greinist í iliaca æðarnar. Banh Kviðarholið er áreiðanlega oft skoðað, án þess að það sé bankað, en þá er hætt við að mikilvæg vitn- eskja fari forgörðum. Erfitt er að gera sér grein íyr- ir stærð lifrar, án þess að banka deyfu hennar út. Efri lifrarrönd er ákvörðuð með nokkuð þungu banki, til að gera sem minnst úr truflandi áhrifum frá þunnri neðri rönd lungans, sem yfir Iifrinni liggur. Neðri rönd lifrar er fundin með léttu banki, til að bergmálandi tónn garnanna trufli ekki. Ná- kvæmni þessarar rannsóknaraðferðar hefur þó ver- ið dregin í efa og sýnt fram á lilhneigingu til að vanmeta stærð lifrarinnar um meira en 2 sm í helm- ing tilvika. Miðað var þá við lifrarstærð við ístópa- skönnun. Erfitt er að setja fram ákveðin mörk um lifrar- stærð. f því sambandi má þó vísa í athugun Castell et al., en þar er ákvörðun á eðlilegum lifrarmörkum byggð á kyni, hæð og þyngd. Þannig var lifrardeyfa í miðclavicularlínu að meðaltali 11,6 sm, með efri mörkum 14,6 og neðri mörkum 8,6 sm, ef þyngd (lean body mass) var 62 kg. Miltisdeyfu má banka út í miðaxillarlínu. Sé hún meira en 8 sm hjá fullorðnum, er miltað talið stækk- að. Bank er einnig gagnlegt til að ákvarða mörk þvagblöðru, þegar þvag stendur í henni. Sé grunur um ascites er hægt að nota ýmsar rannsóknaraðferð- ir, t. d. má athuga fyrir breytilegri deyfu, eftir því hvernig sjúklingurinn liggur. Byrjað er á að banka út deyfu til hliðanna með sjúklinginn liggjandi á bakinu. Síðan er albugað, hvort deyfan færist nær miðju, þegar hún er bönkuð út með sjúklinginn liggjandi á hlið. Mllustun Garnahljóð geta verið óeðlilega há við þrengsli í þörmum og rennslishindrun. Hlustun getur hjálpað til að greina á milli gamastíflu og lífhimnubólgu. Þannig myndu eðlileg gamahljóð mæla gegn líf- himnubólgu, þar sem garnahreyfingar minnka eða hverfa við þann sjúkdóm. Sé tæmingarhindrun í maga heyrist gutl, ef hann er þreifaður eða sjúkl- ingnum snúið til beggja hliða. Dynur yfir æðum í kviðarholi er ekki mj ög fátíð- ur hjá heilbrigðu fólki, einkum ungu. Heyrist hann ofarlega í kviðarholi gæti hann bent til þrengsla í arteria mesenterica. Einnig má heyra dyn ef aneur- ysma er í aorta abdominalis eða öðrum æðum í kvið- arholi. Vel þekktur er dynur yfir nýrnaslagæð, en hann heyrist hjá % sjúklinga með hypertensio af völdum þrengsla í þeirri æð. Dynur yfir lifur, bund- 8 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.