Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 14

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 14
augu (mongolid eða ante-mongolid) með húðfell- ingum í innri augnkrókum? Eru óeðlilegar hreyf- ingar í andliti (tics), kækir eða kippir? Augu allra barna þarf að skoða sérstaklega. Hjá kornabörnum þarf að athuga, hvort augu eru symme- trisk, ljósop eins og jöfn báðum megin og hvort þau dragast saman við ljósáhrif. Þá þarf að lýsa inn í augun til þess að útiloka, að um matta augasteina (cataract) geti verið að ræða. Hjá eldri börnum þarf að athuga augnhreyfingar, sjónskerpu, viðbrögð ljós- opa við ljósi og accommodation, augnop (rima oculi), útferð og táraframleiðslu. Augnhotnaskoðun þarf einnig að gera. Nef er mikilvægt að athuga þegar eftir fæðingu. Hvort báðar nasir séu opnar, því að barnið á mjög erfitt með að drekka og jafnvel anda ef nasagöngin eru lokuð. Lögun nefsins, útferð úr nefi eða blæð- ingu og hreyfingar á nasavængjum. Allt þetta þarf að skoða. Munnur: Fyrst skal athuga varir, lögun og ytra útlit, t. d. skarð í vör eða bláma á vörum (cyanosis). Sprungur í munnvikum, sár á slímhúðum, góma og tennur, tungu og hreyfingar hennar. Skoða skal kok, hreyfingar gómboga og tonsillur. Eyru: Stærð og lögun ytri eyrna þarf að taka eftir og staðsetningu þeirra. Þau börn er hafa lágstæð eyru, hafa oft aðra meðfædda galla. Heyrnarprófun á að gera ef hægt er. Þá þarf að skoða í eyrun á öll- um börnum og er nauðsynlegt að kunna að hreinsa út úr eyrum í gegnum eyrnaljós eða á annan hátt, svo að unnt sé að skoða hljóðhimnurnar og gera sér grein fyrir því, hvort þær séu eðlilegar. Háls: Börn fara að halda höfði 3—f mán. gömul. Ef þau geta það ekki á þeim tíma getur orsökin verið t. d. almennur vöðvaslappleiki (hypotonia) eða heilaskemmdir (paresis cerebralis) o. fl. Höfuð- hreyfingar skal prófa. Halli harnið á (torticollis) getur verið um að ræða blæðingu í hálsvöðva frá fæðingu (m. sternocleidomastoideus) og því stytt- ingu á öðrum vöðvanum. Þá skal leita að eitlastækk- unum og öðtum fyrirferðaraukningum á hálsi, þreifa á skjaldkirtli og athuga hálsæðar. Thorax: Lögun brjóstkassans skal skoða. Er hann symmetriskur eða óeðlilegur, t. d. framsett eða inn- 12 fallið brjóstbrein? Eru einkenni um beinkröm? Sést óeðlilegur æðasláttur eða inndrættir og hvernig eru geirvörtur? Veila athygli öndunartíðni, raddleiðni og hósta. Ondunarfærin þarf að rannsaka gaumgæfi- lega. Öndun hjá börnum er meira abdominal vegna þindarhreyfinga en hjá fullorðnum og útöndun er meira áberandi. Létt bank getur veitt upplýsingar um þéttleika í lunga eða samfall. Við hlustun skal hafa í huga, hvort öndun í öðru hvoru lunga geti verið veikluð og reyna að gera greinarmun á fínum slímhljóðum og grófum, hvort þau heyrast í inn- eða útöndun, hvort öndunin er erfið (obstructiv). Hjarta og æðakerfi skal skoða í heild. Byrja á því að athuga æðaslátt við úlnliði og í nárum, hlóðþrýst- ing, bláæðar á hálsi, bjúg á sacrum og fótum, mæði, bláma á vörum og fingrum, hvort þeir eru kylfulaga. Síðan er reynt að gera sér grein fyrir staðsetningu og stærð hjarta. Við hlustun á hjarta þarf að meta hjartahljóð og hjartatíðni og reglu hjartsláttar, hvort hann hreytist við öndun og stöðubreytingar. Hlusta skal barnið bæði standandi og liggjandi. Það á að hlusta á pulmonar og aorta stað, niður með sternum og yfir apex og heyrist óhljóð, reyna þá að gera sér grein fyrir því, hvort það heyrist í systolu eða diastolu og hvert það leiðir. Kviðarhol: Við skoðun á kvið skal fyrst veita at- hygli stærð og lögun kviðar. Er kviður þaninn og fyrirferðarmikill, áberandi æðateikningar eða sjást garnahreyfingar? Gæta skal að því, hvort barnið hefur kviðslit í nafla eða nárum. Þreifa kvið og at- huga hvort hann er aumur, harður átöku og þá hvar. Fylgjast með viðbrögðum barnsins og hlusta eftir garnahljóðum. Gæta að því hvort um líffærastækk- anir eða fyrirferðaraukningar er að ræða í kviðar- holi. Kynfœri þarf að athuga hjá báðum kynjum og kynþroskaeinkenni. Idjá drengjum, hvort urethra opnast á réttum stað og hvort forhúð er þröng, en varast skal að ýta forhúð alveg upp. Eðlilegt er að forhúð sé lí-md við glans hjá litlum drengjum. At- huga hvort bæði eistu eru í pung. Hentugt er að skoða drengi standandi, en þá er auðveldara að greina kviðslit. Hjá stúlkum skal athuga urethraop, clitoris og vagina, án þess að beita innri þreifingu. Framh. á bls. 34. LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.