Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Side 33

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 33
TAFLA ] eyra að vitum og horfa um leið á hvort tilraun er geið til öndunar eða öndunarlireyfingar sjáist. Tekið er undir höku með fingurgómum og höfuð i'eigt aftur um leið og reynt er að finna hvort léttan loft gust leggur í lófann (útöndun sjúklings). Púls: Best er að þreifa púls í hálsslagæð, a. caro- tis, á miðjum hálsi við eða undir miðlæga brún á m. sternocleidomastoideus (höfuðvendir). Oft má finna þar púls, þó að útlimapúlsar finnist ekki. Ef enginn púls finnst er ekki eytt tíma til blóðþrýstings- tnælingar. Húð: Við hjaitastopp verður húð fljótt bláleit og kaldsveitt. Fyrst sést blámi á vörum og fingurgóm- um. Ljósop: Ljósop víkka fljótlega við hjartastopp, er ckkert súrefni berst til heila. Fullvið Ijósop gefa til kynna súrefnisskort (hypoxiu) í heila og þar með yíirvofandi eða byrjaða heilaskemmd. Ef ljósop eru ckki fullvíð eða dragast saman við upphaf endurlífg- unar er enn von að heili sé starfhæfur. Fyrst er athugað hvort sjúklingur svari áreiti, svo sem kalli eða þegar ýtt er við honum. Ef meðvitund- arleysi staðfestist þannig, er horft, fundið og hlustað eftir öndun í 5 sekúndur. Ef engin öndun er, skal blása 4 sinnum lofti í sjúkling. Því næst er þreifað eftir púlsi í hálsslagæð. Ef enginn púls finnst skal á þessu stigi kallað á aðstoð. Ulan sjúkrahúsa þarf að fá sjúkrabíl. Innan sjúkrahúss þarf einnig að fá við- eigandi aðstoð. Síðan er sjúklingur lagður á bakið á hörðu undirlagi (t. d. gólf) og öndunaraðstoð og hjartahnoð hafið. Meðferð I stórum dráttum má skipta meðferð í 2 þætti. Annars vegar er ósérhæfð meðferð og hins vegar serhæfð meðferð, sem oftast tekur við af hinni fyrr- nefndu. Eru j >á tæki og lyf notuð. Tafla I sýnir heild- aryfirlit meðferðar. Loftvegir Einfaldast er að opna loftvegi með því að taka undir höku sjúklings og reigja höfuð aftur. Nægi það ekki þarf að lyfta undir kjálkahorn (angulus mandibulaej og ýta neðri kjálka fram. Lyftist þá Ósérhœfð meðferð: A. Opna og halda opnum efri loítvegum. B. Anda fyrir sjúkling. C. Hjartahnoða. Sérhœfð meðferð: 1. Barkaþræða og anda fyrir sjúkling með 100% súreíni. 2. Hjartahnoða áfram. 3. Setja æðalegg (nál) í bláæð og tengja vökva- dreypi. 4. Gefa lyf í bláæð. 5. Taka hjartarafrit. 6. Gefa hjartarafstuð. Y'firlit um meðferð við endurlífgun. Sérhœfð með- ferð tekur yfirleitt við af ósérhœfðri meðferð. Við bestu aðstœður hefst sérhœfð meðferð strax. Það er á vel útbúnum deildum innan sjúkrahúsa svo sem gjörgœsludeildum, hjartadeildum, svœfingastofum, skurðstofum og á Borgarspítala á bráðamóttöku á Slysa- og sjúkravakt. tunga frá aftari kokvegg. Þegar blástursaðferð er beitt, er annarri hendi stutt á enni og því næst klipiö um nef sjúklings. Hinni hendi er haldiö undir háls sjúklings og síðan lyft undir neðri kjálka. Oruggast er að tryggja opna loítvegi með barka- jnæðingu og festa barkarennu við munnvik. Þegar andlitsmaski er notaður er gott að nota munn- eða nefkoksrennu. Hreinsa skal munn og kok með kröftugu sogi (æla, blóð, slím, matarleifar). Að öðrum kosti verður að gera það með fingrunum. Fjarlægja verður gervi- tennur. Aöskotahlutum, sem loka fyrir barkakýlismynni, er best að ná burtu með MagilLtöng við barkakýlis- speglun. Onnur ráð eru: 1) Bakhögg. Slegið er snöggt með lófa fj órum sinnum milli herðablaða. Á meðan skal sjúkl- ingi hallað fram og haldið undir brjóst hans. 2) Kviðar- eða brjóstgrip. Sjúklingi er hallað fram, tekið um hann miðjan og skal þrýsta læknaneminn 31

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.