Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 34

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 34
snöggt fjórum sinnum með hnefunum læstum saman fyrir ofan eða neðan flagbrjósk (proc. xiphoideus). Oft gefst vel að nota aðferð 1) og 2) saman. 3) Krækja með vísifingri í aðskotahlut. Með hinni hendi er neðri kjálki togaður fram. Aðgang að neðri loftvegum má líka fá með því að stinga stórri nál á milli skjaldbrjósks og hringbrjósks (membrana criocothyroidea), eða gera þar barka- skurð. Nýkomið er á markað áhald (Nu-Trake-™), sem ætlað er til þessara nota í skyndi og sem hægt er að blása gegnum. Enn má nefna vélindarennu (oesophagal obtuarator airway), sem stíflar vélinda og hindrar að maga-innihald renni til loftvega og auðveldar jafnframt að blása lofti í sjúkling. Ondun Með blástursaðferð er blásið í munn fullorðins sjúklings, en bæði munn og nef barna. Brjóstkassi skal lyftast við innöndun, hníga við útöndun. Utönd- unarloft inniheldur 16-17% súrefni. Þegar því er blásið í sjúkling getur hlulþrýstingur súrefnis í lungnablöðrum (Pa02) orðið allt að 80 mm Hg. Er það um 20 mm Hg lægra en þegar venjulegt and- rúmsloft er gefið með öndunarbelg. Ætíð skal gefa 100% súrefni sé þess kostur með öndunarbelg í barkarennu eða andlitsmaska. H jartahnoð Sá sem hnoðar krýpur fast við brjóst sjúklings og hefur handleggi beina, án þess að beygja olnboga og þrýstir neðri helmingi bringubeins sjúklings beint niður 4-5 cm. Ef þrýst er annars staðar eða á annan hátt er hnoðið gagnslaust og meiri hætta á rifja- brotum. Aldrei skal þrýsta á flagbrjósk. Nærlægi hluti lófa (lófabungur) er notaður og önnur hendi ofan á hinni. Fingur vísa beint fram frá þeim sem hnoðar. Hafa má fingur beina eða krækja efri fingr- um á milli neðri, sem líka má beygja, án þess að láta fingur þrýsta á brjóst. Lófar liggja þannig þvert á bringubein og axlir þar yfir. Hnoða skal reglulega, og ósundurslitið með jöfnu átaiki um 60 sinnum á mínútu og slakað á á milli án þess að lyfta hendi af bringu sjúklings. Ef tveir framkvæma endurlífgun skal blása eftir fimmta hvert hnoð. Ef einn fram- kvæmir endurlífgun skal hnoða 15 sinnum og blása tvisvar. Börn eru hnoðuð hraðar og þrýst á miðju bringubeins með fingrum eða annarri hendi eftir stærð þeirra. Við árangursríkt hjartahnoð nást efri blóðþrýsti- mörk (systóla) upp í 100 mm Hg, og meðalblóð- þrýstingur í hálsslagæð um 40 mm Hg með um 25- 35% af venjulegu blóðflæði. Æðalína Oftast er auðveldast að setja æðalegg (t. d. Ven- flow) í bláæð í efri útlim. Er tengt vökvadreypi með t. d. glucosa 5%. Öll lyf nema súrefni eru gefin í bláæð. Ef um er að ræða mikla blæðingu er mikil- vægt að setja sem flesta æðaleggi í bláæðar og gefa strax blóð og/eða vökva. Lyf Auk súrefnis þurfa þrjú lyf að vera tilbúin til að gefa í bláæð. Tafla II sýnir fyrstu lyf. Önnur lyf eru notuð seinna. Súrefni: Gefa ber 100% súrefni sem fyrst með öndunarbelg. Ekki þarf að óttast súrefniseitrun, því margra klukkutíma gjöf með 100% þarf til að orsaka lungnaskemmd. Hlutþrýstingi súrefnis í slagæða- blóði þarf að halda yfir 60 mm Hg og mettun blóð- rauða yfir 90%. Ef súrefni vantar fer jjýruþrúgu- sýra ekki inn í Krebshringrásina, heldur myndast mjóikursýra sem safnast fyrir og leiðir til metabol- ískrar acidosu (hypoxísk metabolísk acidosa). Na-Bíkarbónat: Er fyrsta lyfið sem gefið er, jafn- skjótt og æðaleggur er í bláæð. Hve mikil meta- bolisk acidosa hefur orðið fer eftir tímalengd frá hjartastoppi. Oft er Ph mjög lágt eða undir 7. Na- bíkarbónat og mjólkursýra tengjast þannig: NaHCO;i -j- HL-—> NaL- -j- H2C03. Myndast þá Na-lactat og kolsýra. Kolsýra myndar C02 -f- H20. C02 þarf að útskilja með öndun, annars eykst respiratorisk aci- dosa. Best er að gefa Na-bíkarbónat samkvæmt end- urteknum mælingum á sýrustigi og blóðgösum og út- reikningi á „base deficit“ í slagæðablóði. Varast ber of mikla gjöf af Na-bikarbónati því þá myndast metabolisk alkalosa, hyperosmolalitet (hypernatr- emia) og álag á öndun eykst (C02 útskilnaður). Ef ekki er hægt að gera mælingar á slagæðablóði er ráðlagt að gefa um 1 meq/kg af Na-bikarbónati sem byrjunarskammt, síðan um helmingi minna á 10 32 LÆKNANE M INN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.