Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 37

Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 37
Röntgenmyndatökur af lungum (seinni hiuti) Henrik Linnet læknir Grcining Til þess að gera þessu viðamikla og vandasama efni sem best skil í stuttri grein, hef ég farið þá leið að fjalla um það á nokkuð breiðum grundvelli og reynt að draga fram aðalatriði við margháttaðar breyting- ar, sem birtast okkur á röntgenmyndum af lungum. Sumar eru þœr einfaldar og skýrar og auðvelt að túlka, aðrar flóknar og margbreytilegar og erfitt að túlka, enn aðrar óljósar og óákveðnar, enda endur- spegla þœr hina margvíslegustu sjúkdóma, bæði þá sem heyra lungunum til í þess orðs fyllstu merkingu, 1) hina eiginlegu lungnasjúkdóma, 2) og eins þá sem hafa aðsetur sitt í öðrum líffærum, en varpa til þeirra ineinsemdum eða teygja arma sína til þeirra frá næsta umhverfi, 3) og loks eru þeir sjúkdómar, þar sem breytingar í lungum eru eða geta verið einn liður í almennri sjúkdómsmynd. Það er hægt að taka þetta efni fyrir á margan hátt og fjalla um það frá ólíkum sjónarhornum og er raunar gert, en ég hef kosið að taka það til umfjöll- unar á eftirfarandi hátt, en vil þó vekja athygli á því, að ég fjalla fyrst og fremst um þær breytingar á rönt- genmyndunum, sem fram koma við ólika sjúkdóma og liggja þeim til grundvallar. yfirlit I Heildarásýnd lungna 1 Gagnsæ lungnamynd 2 Skyggð lungnamynd II Skuggar, sem taka yfir stór svæði 1 Atelektasis 2 Konsolidasjón 3 Infiltrasjón 4 Lungnaödem 5 Vökvi í pleuraholi III Litlir skuggar, sem eru tiltölulega vel afmark- aðir allt ofan í örsmáa díla 1 Dreifðir blettir eða hnútar 2 Stakir blettir eða hnútar IV Skuggar, sem koma fram sem línur, rákir eða bönd V Holur og loftfyllt rúm. Loftbrjóst VI Lungnaþan VII Miðmæti, þind og brjóstveggir 1 Miðmæti 2 Þind 3 Brjóstveggir VIII Meðfæddir gallar eða vanskapanir HEILDARÁSÝND LUNGNAMYNDARINNAR Ásýnd lungnamyndarinnar í heild, blær hennar, getur gefið okkur vissar vísbendingar um sjúklegt ástand, en um tvo möguleika er að ræða: Annað hvort er myndin óvanalega gagnsæ eða óvanalega skyggð. Hitt er svo annað mál, að það getur vafist fyrir manni að segja nákvæmlega hvað sé einmitt normal ásýnd, því að í þeim efnum eins og á öllum öðrum sviðum læknisfræðinnar eigum við einmitt jafnan hvað erfiðast með að skilgreina hvað er normalt. Auðveldara er að sj á og benda á að mynd sé ekki eðlileg. Vitaskuld er hér ekki vettvangur til að fara út í þá sálma, en á eitt grundvallaratriði verður þó að benda varðandi ásýnd og túlkun lungnamynda og það er öndunarstaðan, sem þær eru teknar í. I útöndun eru lungun illa loftuð, alveolurn- ar ekki þandar, æðar saman færðar, jafnvel þrútnar af blóði og myndin verður skyggð, þindin stendur hátt, hjarta og miðmæti (mediastinum) breiðari en ella, eða virðast stækkuð. Sé hins vegar ný mynd tek- in af sama sjúklingi í góðri innöndun hverfur allt þetta, þ. e. a. s. ef lungun eru heil. Þau verða hrein að sjá, hjartað ekki stækkað og miðmæti ekki breikkað. Verður því að athuga vel stöðu þindar áður en lagð- ur er dómur á lungnamyndina. Innöndun verður að vera fullnægjandi, að öðrum kosti verður allt mat vafasamt og erfitt. læknaneminn 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.