Læknaneminn - 01.09.1981, Side 38

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 38
1. Gagnsœ lungnamynd Ovanalega gagnsæ lungnamynd (hyperlucent, ver- mehrter Helligkeit) er dökk og tær eða gagnsæ, æða- skuggar gisnari. Þetta er algengast við emfysema, of- þan og minnkað blóðflæði um lungun (t. d. við pul- monal stenosu, massifa arterial trombosis). Ennfrem- ur á afmörkuðum svæðum við loftbrjóst, holrúm, þindarhaul á maga og við holdrýrnun, rýrnun eða vöntun á brjóstvöðvum og eftir mastectomi. 2. Skyggð lungnamynd Skyggð lungnamynd (opacified, verminderter Helligkeit) kemur fram í minnkaðri svertu, myndin er gráleit eða ógagnsæ, það er eins og hula eða ský sé yfir henni. Orsakirnar geta verið margvíslegar: bjúgur í lungum, aukning á millivef, hypoventilasjón eða vökvi í pleuraholi. Enda þótt heildarblær lungnamyndar geti verið breytilegur og gefið okkur vissar ábendingar er hitt miklu algengara að sjúklegar breytingar nái aðeins til annars lungans, hluta þess eða brjóstihelmings, af því að þær hafa anatomiska útbreiðslu og eru fyrst og fremst bundnar við lobi, segment eða pleurahol. SKUGGAR, SEM NÁ YFIR STÓRT SVÆÐI Þegar um er að ræða skugga, sem ná yfir stór svæði í öðru eða báðurn lungum, geta þeir verið á ýmsa vegu, orsakir enda misjafnar. Lungnasvæði get- ur verið alskyggt, t. d. við mikið vökvasafn í pleura- holi, mikla atelektasis á lunga eða mikla konsolida- Rissmynd lil glöggvunar yfir segment í lungum Hœgra lunga Vinstra lunga Segment: Segment: Lob. sup. 1 apical 1+2 apico-posterior 2 posterior 3 anterior 3 anterior 4 superior (lingular) 5 inferior (lingular) Lob. med. 4 lateral 5 medial Lob. inf. 6 superior 6 superior 7 medio-basal 8 antero-basal antero-medio-basal 9 postero-basal 9 postero-basal sjón vegna bólgu. Skugginn rennur þá gjarnan sam- an við hjarta- og þindarskuggann, einnig saman við lifrarskuggann, ef um hægri hlið er að ræða, þar sem í öllum tilvikum er um sama þéttleika að ræða. Allþéltur skuggi gelur komið fram í öðru lunga vegna bjúgs, þótt það sé hins vegar reglan, að bæði lungun séu sjúk samtímis, þegar um bjúg er að ræða. Skuggarnir verða þó aldrei eins þéttir og í hinum 3 áðurnefndum tilfellum. Við íferðir geta lika komið fram allþéttir og útbreiddir skuggar, en þeir eru elcki eins samfelldir, homogen eða útbreiddir. Við mikinn vökva í pleuraholi þrýstir vökvinn lunganu saman að meira eða minna leyti og ýtir um leið hjarta og barka yfir lil mótsettrar hliðar, en við atelektasis verður samfall á lunganu og hjarta og barki færast yfir til sömu hliðar, þindin lyftist upp 36 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.