Læknaneminn - 01.09.1981, Page 39

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 39
allt vegna rúmmálsminnkunar og ef um vinstra lunga er að ræða sést að magablaðran er dregin upp og meira pláss verður fyrir hitt lungað, það ofþenst og fram kemur jöfnunarþan (kompensatoriskt eða víka- rierandi emfysem). Við konsolidasjón aftur á móti er jafnan um enga tilfærslu að ræða, hvorki á hjarta, barka eða þind, af þvi að engin rúmmálsbreyting verður. Þegar um loftbrjóst samfara vökvasafni í pleura- holi er að ræða (hydro- eða hæmopneumothorax) og myndin er tekin af sjúklingi liggjandi, getur það valdið áþekkum skugga og eingöngu væri um vökva- safn að ræða, en tilfærsla á hjarta og barka er jafn- an minni. Þegar standandi-, sitjandi- eða hliðarlegu- mynd er tekin af sjúklingi kemur hið rétta í Ijós - vökvaborð verður lárétt vegna loftsins sem yfir er. Verið getur að um svo slasaðan sjúkling sé að ræða að ekki sé unnl að velta honum til að taka hliðar- legumynd, hvað þá sitjandi eða standandi mynd. Þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að taka mynd þvert í gegn með láréttri geislastefnu til að greina vökva- borð (cross-table). Hins vegar er á það að líta, að um miklu fyrirferðarminni skugga getur verið að ræða, sem aðeins ná yfir hluta af lungnafeltinu, en stafa af sömu sjúklegu breytingunum og minnst hef- ur verið á, aðeins misstór hluli af lunga eða pleura- holi er sjúkur. Hitt er sjaldgæfara, að bæði lungna- felt séu alskyggð eða skyggð að stórum hluta, t. d. við vota brjósthimnubólgu báðum megin. Vegna mikilvægi þessara áminnstu breytinga mun ég fjalla um þær hverja um sig. 1. Atelektasis Með atelektasis í víðara skilningi er átt við sam- fall á lunga eða lungnahluta vegna hvarfs á lofti í alveolunum. Orðið er komið úr grísku af atelés sem merkir ófullkominn og ektasis sem merkir útvíkkun og var það upphaflega notað um ófullkomna þenslu á lungunum eftir fæðingu. Andvana fædd börn ná aldrei að þenja út og fylla lungun lofti, þ. e. a. s. þau eru loftlaus frá upphafi og fyllt lungnavökva (anek- tasis), en þau dæmi finnast þegar heill lobus eða annað lungað nær ekki að þenjast út og fyllast lofti (þar af heitið kongenit atelektasis). Áður en lengra er haldið er rétt að minnast á tvö önnur orð, sem líka eru notuð yfir samfall og loftleysi í lungum apneumatosis og kolláps. Apenumatosis er meira hlutlaust orð og notað um loftleysi í alveoli, en kol- laps merkir rúmtaksminnkun vegna þrýstings utan að á lunga sem ennþá hefur loft að geyma og getur bæði verið patologisk eða þerapeutisk, eins og hér áður fyrr þegar blásning var notuð við berklum. I enskumælandi löndum eru orðin kollaps og atelek- tasis oft notuð jöfnum höndum, massifur kollaps merkir sama og alger atelektasis, passifur kollaps sama og kompressjóns atelaktasis og kollaps almennt sama og samfall á loftinnihaldandi lunga, þ. e. ófull- komin atelektasis, en þegar loftið í hinu kollaber- aða lunga sýgst burt breytist kollapsinn í hreina atelektasis. Ymsar tegundir hafa verið greindar af atelektasis, þannig aclynamisk atelektasis við takmarkaða lömun á brjóstvöðvum og þind, eins og t. d. við mænuveiki og vöðvarýrnun, restriktif (eða konstriktif) atelek- tasis við meiri háttar þykknun á brjósthimnu, sam- vexti og afmyndun á thorax eða hrygg, kompressjóns atelektasis við aukinn þrýsting á lungað við loft- brjóst, mikið vökvasafn í pleuraholi eða við stór æxli og að lokum obstrusjóns atelektasis við stíflu í berkju, en hún hefur mesta hagnýta þýðingu og mun ég eingöngu fjalla um hana. Þegar berkja stíflast sýgst loftið handan stíflunnar mjög fljótt úr viðkom- andi lungnahluta, á örfáum klukkustundum að öllum jafnaði, alveoluveggirnir leggjast saman og lungað á því svæði skreppur eða fellur saman. Orsakirnar geta verið margvíslegar, en aðskotahlutir, slímtappi og æxli eru tíðust. Stundum liggur orsökin í augum uppi, stundum liggur hún leynt, jafnvel alveg hulin þrátt fyrir ýtarlegar viðbótarrannsóknir, sneið- myndatöku, berkjumyndun o. s. frv. Öll stífla í berkjum býður heim sýkingu og bólga eða íferð siglir því oft í kjölfar hennar og fylgir henni í mis- jafnlega ríkum mæli. Einna tíðast er þetta í lobus medius og gengur gjarnan undir heitinu „middle lobe syndrome“ eða miðlobussyndromið, þ. e. a. s. langvinn eða endurtekin atelektasis, þar sem ekki er hægt að sýna fram á að æxli liggi á bak við, en hún er gjarnan samfara sýkingu og eitlastækkun getur verið í hili. Svipað gildir og um lingula, þótt ekki sé það eins algengt og þá talað um „lingular syn- drome“ (eða middle lobe og lingular syndróm). Þar sem aðalmarkmið okkar hins vegar er að lýsa hinum læknaneminn 37

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.