Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Side 47

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 47
Mynd 9. Útbreiddar íferðir í báðum lungum. Hiti og hósti 1 10 daga. Mycoplasma smit staðfest. um mæli, sem fylgir eða einkennir hina langvinnu bólgusjúkdóma í lungum. Hnútarnir við berkla myndast í alveoleru skilveggjunum í tengslum við háræðarnar og eru því millivefjaíferðir og hnútarnir og rákirnar við sarcoidosis eru líka íferðir í skil- veggjunum eða millivefjunum. Við ýmsa fleiri sjúk- dóma geta komið fram íferðir í lungum m. a. eins og i sumum tilvikum við kollagenosur (lupus erythema- tosus, dermatomyositis, periarteritis nodosa), hvít- blæði og mb. Hodgkins, við histiocytosis X, og enn- fremur við vissar millivefjabólgur, sem eru í eðli sínu aframhaldandi og enda í brismyndun: það er hið s.k. Hamman-Rich syndrom eða dreifð millivefja lungna- brismyndun með fínum hnútum og ífarandi rákum á fyrri stigum veikinnar og síðar brisi í alveoluveggj- unum og eyðileggingu á æðum. Einnig má nefna desquamatífan interstitiel pneumonitis (sjá mynd 8), en báða þessa sjúkdóma getur verið erfitt að greina röntgenologiskt og endanleg niðurstaða fæst aðeins með sýnitöku. Að lokum ætla ég svo aðeins að drepa á lymphangitis carcinomatosa (sjá mynd 10), en þá er um að ræða menivarpa útsæði eftir lymfubraut- unum í lungum, er kemur fram sem fínar rákir eða línur með hnútum á og geisla frá hilus út í lungun; þær víxlast gjarnan og skerast, myndin er netkennd. Stundum er við fyrstu sýn eins og lungnateikningin Mynd 10. Lymphangitis carcinomatosa. Útsœði eftir ca. mammae op. Lítils háttar pleuritis. sé aðeins aukin, en hnútana má greina í lymfubraut- unum. Venjulega berst útsæðið frá frumæxli í hris- kirtli eða meltingarvegum, sjaldan frá brjósti eða berkjucarcinoma. Tekur oftast bæði lungun, sjaldan annað. Stærri hnútar geta myndast, ef æxlisfrum- urnar ná að vaxa í gegnum lymfubrautirnar og líkist þá myndin blóðæðadreifðum meinvörpum (carcin- osis, carcinonomatosis miliaris), þrátt fyrir hinn lymfogena uppruna sinn; það hjálpar þá oft ef við sjáum rákir milli hnútanna að greina þar á milli. Annars getur verið mjög erfitt að greina á milli úr- æða og blóðæða meinvarpa og einnig milier berkla. Sagan eða sjúkdómsmyndin kemur þá að haldi og líkur ráða. Æxlismeinvörp í lungum koma langoftast blóðleiðina. Lungnaödem Þegar hindrun verður á blóðrennslinu frá lungun- um túlna æðarnar út og við tölum um stasa eða kon- gestion, en hún leiðir almennt til þess að intra- og extravasculeru vökvaskiptin í lungunum truflast og meiri vökvi (transudat) streymir stöðugt úr blóðinu í gegnum háræðaveggina út í millibilin (interstit- ium ), en þaðan getur vökvinn borist jafnóðum burt með lymfuæðunum; millivefirnir hólgna upp, verða „vatnssósa“, og við tölum um millivefjaödem eða læknaneminn 45

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.