Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Page 49

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 49
nefndar septallínur sem er hlutlausara orð. A-línurn- ar svokölluðu eru 3^1 cm á lengd, hárfínar og geisla ut frá hili, fylgja æða- og berkjuslíðrum út frá þeim, B-línurnar eru styttri, algengari, auðþekktari °g Hggja yst og neðst í lungunum þversum, hárfínar, 1-2 cm á lengd, og fylgja septa frá brjósthimnu inn a við. C-línurnar eru hárfínar, víxlast eða fléttast og koma fram, þegar skilveggirnir liggja hver yfir ann- an og myndin verður netkennd. Vökvi í pleuraholi Vökvi í pleuraholi (pleural effusion, Erguss im Pleuraspalt) stafar lang oftast af votri brjósthimnu- hólgu vegna sýkla- eða veirusýkinga, og var berkla- hrjósthimnubólga hér áður fyrr efst á blaði og þótt tíðni hennar hafi hraðminnkað verðum við ætíð að hafa hana í huga. Meinvörp og illkynja æxli geta í hyrjun komið fram sem hreinn pleuravökvi og lungnaæxli, einkum berkjucarcinoma, leiða oft til vökvamyndunar í pleuraholi, einnig sýklasýkingar i sambandi við þá. Hjartabilun getur ennfremur verið orsök, nýrnabilun og stundum er hún liður í vissum sjúkdómum, eins og febris reumat. og poly- serositis. Chylusvökvi getur safnast fyrir í pleuraholi við lymfatiska stíflu (chylothorax) og blóð við averka (hæmothorax) og fleiri ástæður og tilvik fflætti nefna. Ef exudatið er graftarkennt tölum við um pyothorax eða purulent pleuritis, en um empyema hins vegar ef exudatið er purulent og lokað, og al- gengustu sýkingarvaldarnir þá eru hemolyt. strepto- kokkar og stafylokokkar. Hver svo sem vökvinn er °g orsökin til vökvasafnsins gefur hann alltaf sams konar röntgenolokisk einkenni, Jr. e. J)éttan homogen skugga, en lega hans og annað útlit er þó misjafnt eftir ýmsu og m. a. hefur það mikið að segja, hvort vökvinn er frír og getur runnið óhindrað til eða hvorl samvextir hamla Jrví og hvort hann er aflokað- ur eða ekki. Frá meini í lunga má jafnan greina hann út frá hinni anatomisku legu og skörpum rönd- um auk annarra atriða og ef loft er j afnframt til stað- ar í pleuraholinu fáum við fram lárétt vökvaborð. Samvextir breyta myndinni oft mikið, en þegar vökv- mn er frjáls safnast hann fyrst fyrir í dýpstu og lægststandandi hlutum pleuraholsins og er það því háð legu sjúklings, hvort hann stendur eða liggur og þá jafnframt hver geislastefnan er, hvernig mynd- in kemur út. Ef sjúkl. stendur t. d. safnast vökvinn fyrst fyrir í sinus phrenico-costalis og Jjað getur Jjurft talsvert magn til að fylía hann svo að hann sjáist eða gefi skugga á framanmyndinni eða 3-500 ml., en á hliðarmyndinni sést hann vel sem missterkur skuggi, allt eftir magninu er fyllir út sinusinn að aftan og máir út þindarrendurnar Jjar. Sé um rekkjumynd að ræða með sjúkl. á bakinu verður viðkomandi lungna- felt fölara, Jjar sem vökvinn dreifist út yfir bakflöt- inn. A hliðarlegumynd má sjá frítt vökvaborð. Þeg- ar um meira eða verulegt vökvasafn er að ræða er algengast að skugginn leggi sig upp með síðunni með íbjúgri rönd inn að lunganu og að neðan og innan rennur hann saman við þindar-, lifrar- og hjartaskuggann eftir atvikum. Á hliðarmyndinni er skugginn oft eins Jjéttur, en teygir sig hærra upp með baki heldur en framveggnum (sternum), röndin er íbjúg og oft með einum eða tveim minni toppum (ætla mætti að yfirborð vökvans i pleuraholi væri lárétt ekki síður en í öðrum „ílátum“ og er hér Jjví um ljósmyndafræðilega hlið að ræða nema loft sé með). Vökvinn dregst oft nokkra mm inn í glufurn- ar og hefur Jjað að sjálfsögðu greiningarlega Jjýð- ingu, og enn meir ef um einhvern kollaps á mið- eða neðri lobi er að ræða. Við mjög mikið vökvasafn Jjrýstist lungað saman undan vökvanum (kompres- sjónsatelektasa) og stór hluli eða nær allur brjóst- helmingurinn er skyggður. Smá hluti af lunganu of- antil eða yfir toppi er loftaður og skín í gegn; mis- mikil tilfærsla er á hjarta og barka yfir til mótsettr- ar hliðar, skuggarnir af vökva og hjarta renna sam- an, einnig af þind og svo og af lifur, ef Jjví er að skipta, þ. e. um hæ. pleurahol að ræða. Þindin getur verið upplyft vegna eiturefnalömunar, en hitt er líka til, að hún sé sigin unclan vökvajjunganum og frek- ast að við sjáum þið vi. megin út frá legu maga- blöðrunnar eða lofti í ristli undir þindinni. Ef um mjög mikinn pleuravökva er að ræða og kollaps á lunganu en engin sýnileg tilfærsla er á hjarta og barka er mjög líklegt eða grunsamlegt að um berkju- carcinoma sé að ræða. Hafa ber þó í huga mikla konsolidasjón eða stórt æxli, er komið geta til álita, og frekari myndataka, harðar myndir og sneiðmynd- ir m. m. verið nauðsynlegar. Ef við sjáum loftfylltar berkjur bendir það frekar til meins í lungum. Eilt er enn sem vert er að minnast á, en Jjað er hversu læknaneminn 47

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.