Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Page 59

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 59
Eitlastækkanir í mediastinum fylgja oft bólgum í lungum og valda þá venjulega engum greiningarerf- iðleikum, tuberculös adenit sjáum við oftast hjá börnum og ungu fólki við frumsmit og sarcoidosis getur komið sem stækkaðir mediastinaleitlar ein- göngu. illkynja eitlastækkanir eru oftast liður í hinni almennu sjúkdómsmynd illkynja æxla í lungum og víðar. Við bráða 'hvítblæði verða oft miklar eitla- stækkanir hjá börnum. Malign lymfóm, þ. e. a. s. Hodgkins-sjúkdómur og skyld lymfom, eru algeng orsök að mediastinal eitlastækkunum, ennfremur meinvörp. Röntgenologiska myndin við æxli og eitla- stækkanir er þétting, breikkun á miðmæti og hilus- stækkun með bugðóttu eða polycyklisku útliti, stund- um sést atelektasis í lungum vegna stíflu eða þrýst- ings á berkjur auk annarra fylgieinkenna. Við svo- kallað Pancoast’s æxli virðist vera um samband við mediastinum superior að ræða, en svo er þó ekki, heldur er það illkynja lungnaæxli, oftast berkjucar- cinoma, við apex, sem veldur þar homogen skugga, og úsurur í rifin má oft sjá, en það getur ráðist inn í þau, hrygg pleura, taugarætur (plexus brachialis) ef til vill og sympatisku gangliurnar. Akút media- stinitis er fátíður, sést helst við perforasjón á vél- inda, mediastinalskugginn er þá jafnan breikkaður og rendur óskýrar og loft getur sést. Við mediastinal emfysema eða pneumomediastinum sjást meira eða minna lóðréttar dökkar rákir af loftinu, sem ryður sér braul milli vefjalaganna, sérstaklega í mediastin- um superior og stundum teygir það sig upp á háls, en í börnum ýtir það thymus upp og í nýburum og kornabörnum geta blöðin lyfst líkt og vængir og breitt úr sér og er það afar sérkennilegt, stundum nefnt „spinnaker’s sign“ (segleinkenni). Þind Lega hennar og starfshæfni hafa grundvallarþýð- ingu og sjúkdómar í henni setja sinn svip á lungna- myndina. Þindarhástaða leiðir alltaf til eða er afleið- ing af minnkaðri öndun, þótt í heilbrigðu fólki sé, t. d. við adipositas eða hjá barnshafandi konum. Af sjúklegum orsökum mætti nefna atelektasis, ascites, æxli í kviðarholi, stækkaða lifur eða milta, subfren- iskan abscess, dilatasjón á maga og görnum, inter- position á colon (interposilio hepato-diaphragmat- ica), þindarlömun eða relaxatio diaphragmatica. Dystopia diaphragmatica er til sem sjaldgæf anomali. Þindarlágstaða kemur fram við aukinn þrýsting í pleuraholi við vökvasamsafn eða loftbrjóst (ten- sjón), fyrirferðarmikla tumora, en þó fyrst og fremst við emfysema. Ef kviðveggurinn er slakur eða lam- aður veldur ]jað einnig lágstæðri þind. Hindraðar hreyfingar koma fram við emfysem, bólgur og æxli, en við freniskuslömun er um paradoxal hreyfingu að ræða, sést einnig við tensjónspneumothorax (þindin hreyfist upp í innöndun og niður í útöndun). Æxli í sjálfri þindinni eru sjaldgæf: fibrom, li- pom, fibrosarkóm o. s. frv. og skaga upp í brjósthol- ið og gefa skugga og einkenni eftir staðsetningu. Primerar bólgur í sjálfri þindinni, s.k. Hedblom’s syndrom, eru nánast fræðilegur möguleiki. fírjóstveggurinn Sjúklegar breytingar í brjóstveggnum geta valdið okkur nokkrum greiningarerfiðleikum, og þó þeim sé ekki til að dreifa, er rétt að minnast þess, að brjóst og þéttir brjóstvöðvar vakla skuggum, sem koma fram á lungnamyndum. Sama gera geirvörtur, búð- fellingar og loftið undir þeim getur villt á sér heim- ildir. Aðskotahluti og artefakta má og nefna (sjá mynd 24), og minnast mætti á hinar svokölluðu plúmbur, er sjást örsjaldan nú orðið, heyra til lið- inni tíð. Þær gefa allstóran homogenan skugga yfir síðu og efri hluta lungnafeltsins eða apexsvæðinu og geta líkst meiri háttar pleuraþykkni, empyemi eða jafnvel Pancoast-æxli. Áður fyrr var blásning mik- ið notuð sem kollapsmeðferð við lungnaberkla, en ef henni var ekki við komið vegna samvaxta og um cavernu í apex að ræða, var gripið til plombage: 2. og 3. rif resesseruð, pleuran losuð frá til að lungað félli saman og holrúmið er þannig myndaðist extra- pleuralt var fyllt með paraffini eða olíu - það var kallað plúmba (plombage, oleothorax). Kalkaðir eitlar, flegmonur, æxli í húð: lipom, stilkuð æxli, neurofibrom, atheroma valda okkur sjaldnast erfiðleikum heldur ekki æxli í brjósti; það er vitað um þau fyrir, en ber þó að hafa í huga, og t. d. getur þétt fibroadenoma í brjóstvegg líkst coin- lesjón eða metastatiskum hnút og kölkuð cysta ca- vernu. Anomaliur og kalkanir í rifjum geta valdið vissum erfiðleikum, eins og t. d. þegar frammendi rifs er klofinn og kvíslarnar vaxnar við næsta rif LÆKNANEMINN 57

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.