Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 65

Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 65
se að kenna námsefni 4. og 6. árs á tveimur sam- liggjandi árum. Það er því freistandi hugmynd að skipta á 5. og 6. ári þannig að náminu ljúki með námsefni 5. árs. Handlæknis- og lyflæknisfræði yrðu kennd á 4. og 5. námsári. Breyting þessi er þó erfið í framkvæmd. Hugsanlegt er þó að í slikt yrði ráð- ist innan fárra ára. Vafalaust yrði bót af. Forfyrirlestrar á 5. ári þykja nýtast heldur illa. Hefur verið um það rætt að fella þá niður en lengja þess í stað hvern kúrs um eina viku. Hver kúrs hæf- !st þá með nokkuð þéttu fyrirlestraprogrammi, en á sama tíma kynnast nemendur að nokkru viðkomandi deildum. Slikt fyrirkomulag er án efa heppilegt en eylcur nokkuð álag á kennara þar sem fjórflytja þyrfti fyrirlestrana. Þetta er samt sem áður fýsilegur kostur. Hér læt ég staðar numið í umfjöllun um hugsan- legar breytingar á náminu. Margt er þó ótalið og bíða ýmis verkefni kennslunefndar. Af öðrum málefnum sem kennslunefnd læknadeild- ar og kennslumálanefnd Félags læknanema hafa fjall- að um ber e. t. v. hæst deilan um numerus clausus og breyttar einkunnakröfur. Niðurstöður nefndar sem skipuð var af deildarráði „til að athuga eftir hvaða leiðum sé framvegis heppilegt að velja stúd- enta til læknanáms . . .“ voru til umfjöllunar. Kennslumálanefnd bar fram tillögu þess efnis að slíkum deilumálum yrði skotið á frest og deildin beitti sér að brýnni og eðlilegri verkefnum. Bentu nemendur í kennslunefnd á að deilan um fjöldatak- markanir væri til þess fallin að auka á sundrungu innan læknadeildar og gagnkvæma tortryggni, ekki hvað síst milli margra kennara og nemenda. Þessi tillaga nemenda var snarlega felld. Tillagan um hinn illræmda numerus clausus var samþykkt með 8 atkv. gegn 3. Á tímabili var einnig til umræðu tillaga frá Guðrnundi S. Jónssyni þess efnis að hækka bæri fall- einkunn allra prófa á l. og 2. ári úr 5,0 í 6,5. Seinna dró hann tillöguna til baka. Kennslunefnd samþykkti því bæði numerus clausus og auknar einkunnakröfur. Málið er þó ekki enn til lykta leitt þar sem Háskólaráð á eftir að taka af- stöðu til þess. Undir lok síðasta skólaárs var mikið deilt um fyr- irhugaðar breytingar á kennslufyrirkomulagi 4. árs. Tillögur komu fram um að auka bóklega hluta náms- ins á 4. ári á kostnað þess verklega. Einnig átti að taka próf í hand- og lyflæknisfræði í lok ársins. Próf þessi áttu ekki að vera áfangapróf, þ. e. a. s. ekki yrði lokið ákveðnu efni heldur skyldi prófað á ný úr sama efni á 6. ári en þá öllu nánar. Nemendur deildu hart á þessar tillögur, einkum þá tilhneigingu að stytta stöðugt verklega námið. Einnig þótti ljóst að fyrirkomulag verklega námsins raskaðist veru- lega. Engu að síður voru tillögurnar samþykktar á öllum vígstöðvum. I vetur komu svo upp ýmis vanda- mál varðandi framkvæmd verklega námsins eins og nemendur höfðu varað við. Lokin urðu þau að 4. árs prófið var fellt niður og væntanlega verður verk- lega námið aukið á ný. Tvær undirnefndir skiluðu áliti í lok síðasta árs. Fjölluðu þær um 1.-3. árið annars vegar og 4.-6. árið hins vegar. Ymsir fróðlegir punktar komu fram í þessum nefndarálitum, en ekki lögðu þessar nefnd- ir fram ákveðnar tillögur. Að mörgu leyti voru nefndirnar á sama máli og námsnefndirnar. Kennslunefnd tók afstöðu til prófa í hand- og lyf- læknisfræði á 6. ári. Taldi nefndin heppilegast að jafnan yrði prófað í lyflæknisfræði á undan hand- læknisfræði, Nemendur hafa jafnan barist fyrir þessu. Nefndin fjallaði um bréf frá kennurum í hand- og lyflæknisfræði svo og frá yfirlæknum viðkomandi deilda. I bréfum þessum lýsa umræddir aðilar yfir jrungum áhyggjum sínum varðandi hugsanlega fjölg- un nemenda í verklegu námi innan skamms. Hefur ýmis örþrifaráð borið á góma, s. s. að loka hreinlega deiklinni í eitt ár og skipta þessum stóra árgangi sem nú er á 2. ári í tvennl. Einnig hefur verið rætt um að kenna verklegt nám yfir sumartímann. Iútill rek- spölur er á málinu sem stendur. Kennslumálanefnd hefur vísað á bug hugmyndinni um að loka deildinni enda væri það hið mesta rang- læti við væntanlega nemendur. Auk þess bentum við á möguleika, s. s. lyflæknisdeildina á Vifilsstöðum, öldrunardeildina í Hátúni, heilsugæslustöðvar borg- arinnar o. fl. Þá má einnig hafa í huga að ekki er langt síðan árgangur af svipaðri stærð fór í gegnum deildina án verulegra árekstra. Hér að ofan hefur verið drepið á mörg þau mál sem hæst risu 'hjá kennslumálanefnd Félags lækna- nema og kennslunefnd læknadeildar á liðnu starfs- LÆKNANEMINN 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.