Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 73

Læknaneminn - 01.09.1981, Síða 73
tefja stjórnarstarfið. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hinn hluti stjórnarinnar, þ. e. a. s. þeir fulltrúar sem eru fyrst og fremst í stjórn, beri upp stjórnar- starfið og myndi sér virkan starfsvettvang. Eg veit ekki hvað verður um framtíð stúdenta- skiptastjóra í stjórn, en ég vona að hann sitji þar sem lengst. Ráðstejnan Stúdentaskiptastjórar hafa tekið að sér fyrir hönd EL að halda stúdentaskiptaráðstefnu í Reykjavík da gana 18.-22. mars næstkomandi. 5 manna undir- búningsnefnd hefur starfað af fullum krafti síðan í nóvember sl. I þessari nefnd vinna háðir núverandi stúdentaskiptastj órar, fyrrverandi stúdentaskipta- stjóri, sem nú er á 5. ári, auk tveggja stúdenta af 3. og 4. ári. Það verður að segja að starf nefndarinnar hefur gengið mjög vel. Yið höfum hvarvetna fengið góðar undirtektir og fjölmargir aðilar hafa styrkt okkur. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Heklu og þar fá þátttakendur jafnframt gistingu. Við vonumst eindregið til að þessi ráðstefna veki áhuga hins almenna læknanema og hvetjum alla til að kynna sér málefni IFMSA og að sjálfsögðu ekki síður málefni Félags læknanema. Að síðustu vil ég þakka þeim, sem hafa unnið með mér á hinum ýmsu sviðum, fyrir samstarfið. Þuríður Árnadóttir stúdentaskiptastjóri. Skýrsla ráðningastjóru Þetta starfsár gekk stórslysalaust fyrir sig. Núver- andi reglugerð hefur gengið í tvö ár og komin nokk- ur reynsla á hana. I henni eru gallar eins og við mátti búast, sem nauðsyn er að ráða bót á. Einnig þarf skýrari reglur um úthlutun og dreifingu upp- lýsinga um þá vinnu, sem í hoði er yfir vetrarmán- uðina. Aldrei verða menn á eitt sáttir um aðferð til úrbóta. Líklega er stærsti þátturinn í umfjöllun um ráðningamál okkar, að of margir stúdentar eru um of fáar stöður. Sérhver vill fá hag sínum sem best borgið og erfitt er að sætta fylgjendur andstæðra sjónarmiða. I fyrravor var útlitið slæmt og fóru stórir hópar stúdenta til Svíþjóðar. Létti svo mjög undir með þeim er heima sátu, að til vandræða kom fyrir ráðn- ingastjóra að manna þær stöður er í boði voru. Fór það svo að þriðja árs menn voru ráðnir í stöður að- stoðarlækna við geðdeild. Plumuðu þeir sig vel. 1 júní voru 45 stöður í boði og tóku 33 stúdentar stöðu. 7 stöður voru afgangs í júlí og 10 í ágúst. Alls unnu 4. og 5. árs menn 120 vinnumánuði á vegum FL. Dreifðust þeir á 44 stúdenta. í þessu uppgjöri er miðað við allt starfsárið. Einum stúdent var refsað fyrir brot á reglum. Aðstoðarráðningastjóri átti í brasi við að finna vinnu fyrir allt sitt fólk. 60 vinnumánuðir stóðu 3. árs mönnum til boða. Það er rúmlega einn mánuður í vinnu fyrir hvern stúdent á árinu. [ þessar stöður réðu sig 27 stúdentar. Sigurður Júlíusson, Bjarni Valtýsson. Ýmis mítl Félagsherbergi Félags lœknanema Fljótlega eftir að fráfarandi stjórn tók við störf- um, bárust þau boð frá Félagsmálastofnun stúdenta og Stúdentaráði, að nú yrði FL að rýma félagsher- hergið, sem það hefur haft í Félagsstofnun stúdenta. Þetta voru þó engar nýjar fréttir, því í 2 ár hefur staðið til að úthúa 3 herbergi í Félagsstofnuninni sem sameiginleg vinnu- og fundaherbergi fyrir deild- arfélögin. Framkvæmdir hafa tafist vegna fjárskorts þar til sl. haust, að loks var til nægilegt fé til að hefja framkvæmdir. Eftir nokkrar umræður við fulltrúa frá Stúdenta- ráði fékkst það fram að FL var tryggð áframhald- andi seta í herberginu, en hugsast getur að önnur deildafélög fái þar inni líka. FL mun þó halda áfram læstu geymsluherbergi, sem þarna er, til sinna afnota. Jafnframt fékkst það fram að breytingar á þessu herbergi yrðu látnar sitja á hakanum. Ekki hefur enn orðið af þessum breytingum. Stjórnin undirbjó þær þó á þann hátt, að geymsluherbergið var tæmt af aldagömlum skjölum sem þar voru. Fluttu nokkrir vaskir læknanemar skjöl þessi í aðra geymslu, sem Læknaneminn hefur til umráða í aðal- byggingu III. Nýrri skjöl félagsins (frá 1970) voru svo flutt inn í geymsluherbergið. læknaneminn 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.