Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 13

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 13
sem valinn er inn með þeirri aðferð. Aðeins 31 afþessum stúdentum mun ljúka fimmta námsári við deildina á vori komandi. Þetta þýðir m.ö.o. að brottfall eða seinkun á námi á sér stað hjá 38% stúdenta. Þessi gríðarlega háa prósenta, ein og sér, hlýtur að vekja spurningar um réttmæti þess skipulags sem viðhaít er og hvort það eigi þátt í þessum afföllum7. Hefur undirritaður ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að kennslufyrirkomulag það sem tekið var upp við deildina haustið 2003 sé á margan hátt óheppilegt. Hins vegar er öllu verra að verulega skortir á að fram hafi komið endanlegt svar við þeirri spurningu hvort lagastoð sé fyrir ríkjandi fyrirkomulagi í þeim réttarreglum sem liggja starfsemi Háskóla íslands til grundvallar. Þetta hefur vakið athygli undirritaðs og einnig það andvaraleysi sem ríkir hjá hagsmunafélagi læknanema varðandi það að kanna með ítarlegum hætti hver réttarstaðan sé í þessum efnum. Eftir að hafa rætt málið með formlegum og óformlegum hætti við ýmis tækifæri ákvað undirritaður að senda háskólaráði Háskóla Islands formlegt erindi í apríl sl. Meginathugasemdirnar voru einkum tvenns konar. Annars vegar að skipting háskólaársins í kennslumisseri sem viðhöfð væri í læknadeild væri ekki í samræmi við lög um Háskóla íslands nr. 41/1999 og reglur settar með stoð í þeim lögum. Hins vegar að próftímabil læknadeildar væru heldur ekki í samræmi við áðurnefnd lög og reglur settar með stoð í þeim. Hér á eftir munu verða reifuð þau rök sem liggja þessum skoðunum til grundvallar. Markmið og skipulag háskóla »An University ought to be a place of free speculation.” Svo mælti breski heimspekingurinn John Stuart Mill um miðja 19. öld. Páll Skúlason’, fyrrverandi rektor Háskóla íslands og prófessor í heimspeki, ritaði árið 2003 athyglisverða vangaveltu um markmið og skipulag háskóla. Hin einfalda spurning, hvernig eigi að skipuleggja háskóla sem stofnun, fær Pál til að velta álitaefninu fyrir sér frá mörgum hliðum. Páll leggur til grundvallar skilgreiningu Michael Oakeshott’” á hefðbundnu viðhorfi um háskóla sem eina helstu menntastofnun siðaðs samfélags. Meginmarkmið háskóla sé ákveðin starfsemi - lærdómsiðkun eða studium. Hafa verði í huga að ólíkar tegundir menntastofnana geti kallað á mismunandi tegundir skipulags í þágu lærdómsiðkunar. Allt að einu verði menntastofnunin alltaf að líta á lærdómsiðkun sem grundvallaratriði. Til að draga ályktanir um hvernig æskilegt sé að skipuleggja háskóla sem stofnun vill Páll Ieggja tvennt til grundvallar. Annars vegar að háskóli hljóti að vera samfélag fræðimanna, kennara og nemenda, sem aðhyllist sömu grunngildi frjálsra rannsókna á hverju því sem þá fysir að skilja. Hitt atriðið sem Páll leggur til grundvallar er að háskólar hljóti að líta á sig sem eina heild, einn líkama, sem geti aðhafst eins og einn maður í því skyni að viðhalda þeirri umgjörð sem er grundvöllur allrar fræðilegrar iðju einstaklinga innan háskólans. Þessu til viðbótar bendir Páll á að sem stofnun sé háskólinn hluti af efnahagslega, félagslega og stjórnarfarslega umhverfinu sem fóstrar hann. Formleg staða Háskóla íslands Háskóli íslands er vísindaleg rannsóknar- og fræðastofnun er veitir nemendum sínum menntun til að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og gegna ýmsum störfum í samfélaginu eins og fram kemur í lögum um Háskóla íslands. Að grunni til og að lögum er Háskólinn sjálfstæð stofnun, þ.e. sjálfstæð í þeim skilningi að ráðherra fer ekki með almennar stjórnunar- og eftirlitsheimildir. Af þeim sökum getur ráðherra ekki gefið stofnuninni bindandi fyrirmæli um framkvæmd stjórnsýslu nema hafa til þess lagaheimild. Háskóli íslands á sér því nokkuð langa stjórnunarhefð sem markar honum ákveðna sérstöðu. Stjórnskipulag Háskólans hefur mótast í tímans rás en grundvallaratriði þess hafa frá upphafi tekið mið af þeirri aldalöngu hefð að háskóli sé samfélag þar sem þekkingarleit og þekkingarmiðlun eru höfuðmarkmiðin. Kjarninn í starfsemi stofnunarinnar er kennsla og rannsóknir. Grunneiningar Háskólans, vettvangur kennslu og rannsókna, eru deildirnar. Sjálfstæði Háskóla íslands í innri málum hefur ávallt verið talið mikilvægt og það hefur jafnframt mótað stjórnkerfið sem einkennist af fulltrúalýðræði. Mikilvægustu ákvarðanir eru teknar af íjölskipuðu stjórnvaldi (deildarfundum, háskólaráði) sem menn tilheyra stöðu sinnar vegna eða í umboði hópa innan samfélagsins. Þetta stjórnskipulag hefur í meginatriðum ríkt frá stofnun Háskólans. Lagaumhverfi Háskóla íslands, eins og annarra stofnana ríkisins, breyttist mjög á 10. áratug 20. aldar sem kallaði á endurskoðaða löggjöf um Háskóla fslands. Ný lög nr. 41/1999 tók gildi 1. maí 1999. Meðal breytinga sem áttu sér stað á síðasta áratug má nefna lög um háskóla, nr. 136/1997, lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 28/1991, stjórnsýslulög, nr. 37/1993, upplýsingalög, nr. 50/1996, og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. I athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 41/1999 er sérstaklega tekið fram að við samningu þess hafi verið miðað við að í lögum sé mælt fyrir um grundvallarskipulag Háskóla íslands en eðlilegt er, þegar haft er í huga hversu stór stofnun hann er í íslensku samfélagi, að þær reglur hvíli á traustri lagastoð. Þá er gert ráð fyrir að settar séu í lög ýmsar af þeim reglum sem varða inntökuskilyrði, hvers konar gjaldtöku, próf og kærumál stúdenta, svo og agaviðurlög. Mikilvægt er að meginreglur sem þetta varða séu að einhverju marki bundnar í lögum þar sem þær varða mikilvæg grundvallaratriði í starfsemi Háskólans og sum atriði sem ákvæði frumvarpsins taka til, t.d. framkvæmd prófa og einkunnagjöf, valda oft ágreiningi. Þá var einnig með lögum þessum innleitt að háskólaráð setji ýmsar sameiginlegar reglur sem varða starfsemi skólans og reglur um starfsemi deilda innan Háskólans að fenginni umsögn háskólafundar en slíkt hlutverk hafði menntamálaráðherra áður. Almennu hlutverki Háskóla íslands að lögum verður helst lýst sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.