Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 15

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 15
hverjum tíma. Hér kann að vera um að tefla mikilvæga og á tíðum lögvernduða hagsmuni stúdenta. I Ijósi þess hversu mikil áhrif þetta fyrirkomulag hefur er eðlilegt að vald til þessarar skipulagningar sé 1 höndum æðsta valdahafa innan Háskólans, þ.e. háskólaráðs. Á móti þessu er teflt sjónarmiðum um nauðsyn þess að hafa sveigjanleika 1 skipulagningu einstakra deilda og námskeiða en því er til að svara að sá sveigjanleiki er til staðar. Eðlilegt er hins vegar að slíku frelsi séu sett einhver takmörk og almennar hlutlægar reglur Háskólans eiga að vera þessi takmörk. Núverandi skipulag læknadeildar felur í sér svo gróf brot á þeim grundvallarhagsmunum stúdenta sem sameiginlegar reglur Háskóla Islands eiga að tryggja að slíkt verður ekki réttlætt með léttvægu hjali um erfiðleika við skipulagningu námskeiða með öðrum hætti en nú er. Eins og hinn virti fræðimaður Páll Skúlason hefur bent á og rakið er hér að framan er það öðru fremur markmið háskóla að stuðla að lærdómsiðkun og skipulag slíkra stofnana þarf að stuðla að því. Er það til þess fallið að styðja lærdómsiðkun innan læknadeildar Háskóla íslands að nánast öllum námskeiðum við deildina hefur verið breytt í nokkurs konar hraðnámskeið? Þannig er t-d. hægt að læra ónæmisfræði á 25 dögum, sýkla- og veirufræði á fimm vikum og svo mætti áfram telja. Hvað með gildi endurtekningarinnar sem sumum fræðimönnum innan deildarinnar verður tíðrætt um á stundum? Er stytting einstakra námskeiða til þess fallin að auka líkur á því að mikilvæg minnisatriði festist með óafturkræfum hætti í minni stúdenta? Er markmið kennslu við deildina fremur að stuðla að því að stúdentar nái tilskildum lágmarksárangri á skriflegum prófum frekar heldur en að stúdentar nái að dýpka þekkingargrundvöll sinn á einstökum atriðum þannig að slík fræðiöflun nýtist þeim til framtíðar. Kjarninn í þeirri lærdómsiðkun sem fram fer í háskólasamfélaginu er sjálfsnám. Eru niðurnjörvaðar blokkir þar sem skortir allt valfrelsi stúdenta til að leggja mismunandi áherslur á efni eftir metnaði og áhuga til þess fallnar að stuðla að þessu markmiði? Stuðlar það að sjálfsnámi og valfrelsi að ijarlægja allt upplestrarfrí úr skipulagi námsins og koma þannig í veg fyrir sjálfstæða dýpkun stúdenta á efni viðkomandi námskeiða? Þetta eru þýðingarmiklar spurningar sem reifaðar hafa verið hér að framan og afar mikilvægt að þeim sé svarað með afdráttarlausum hætti til að hafið sé yfir allan vafa að skipulag kennslu við deildina sé til þess fallið að þjóna þeim markmiðum sem að er stefnt. Undirritaður ætlar rétt að vona að forsvarsmenn læknadeildar Háskóla íslands hafi svarað þessum spurningum áður en þeir lögðust í þá umfangsmiklu byltingu á skipulagi náms við deildina sem orðið hefur. Þess vegna er mikilvægt að þessir aðilar upplýsi um þessi svör þar sem þau blasa ekki við. Hvergi í lögum nr. 41/1999 um Háskóla fslands er að finna sérstaka heimild fyrir einstaka deildir Háskólans til að haga námsskipulagi stúdenta eftir eigin geðþótta. Þvert á móti verður ráðið af lögum nr. 41/1999 að þær nánari reglur sem setja skuli samkvæmt lögunum um lengd skólaársins og skiptingu þess í kennslumisseri, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna, skuli settar af háskólaráði og skuli þær birtar í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Það er skoðun undirritaðs að áðurnefnd skipan náms feli í sér íþyngjandi fyrirkomulag fyrir þá sem þar eiga undir og heimildir einstakra deilda til slíkra breytinga geti hvorki helgast af almennu hlutverki þeirra né almennum heimildum yfirstjórnar einstakra deilda til stjórnunar og skipulags innra starfs síns. Að þessu sögðu virðist ljóst að framangreint skipulag hefur ekki stoð í gildandi lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Álit kennsluráðs læknadeildar Háskóla íslands Skemmst er frá því að segja að háskólaráð Háskóla íslands tók á fundi sínum 16. september sl. ekki efnislega afstöðu til þeirra álitaefna sem reifuð voru hér að framan . Hins vegar leitaði ráðið umsagnar læknadeildar Háskóla fslands. Sú umsögn sem undirrituð er af Kristjáni Erlendssyni'5, kennslustj óra, er um margt athyglisverð og koma þar fram margir punktar sem augljóslega þarfnast skoðunar við. Heildaryfirbragð umsagnarinnar vekur þó kannski mesta athygli en þar einbeitir kennslustjórinn sér að því að gera lítið úr athugasemdum þeim sem bornar eru fram, án þess að svara með neinum hætti þeim áleitnu spurningum sem fyrir hann eru lagðar. Það er undirrituðum umhugsunarefni hvers vegna kennslustjóri læknadeildar eyðir krafti sínum með þessum hætti í stað þess að tefla fram haldbærum rökum, jafnt lagalegum sem faglegum, fyrir skipulagi því sem viðhaft er. Óneitanlega vakna þær grunsemdir að þarna tali rökþrota maður. f þessu skyni reynir kennslustjórinn að gera að meginefni erindisins hugmyndir sínar um að ekki sé óánægja með hið nýja kerfi meðal stúdenta í stað þess að svara aðalatriðinu, þ.e. þeim lagalegu álitaefnum sem fram eru borin. Burtséð frá heildaryfirbragði umsagnar læknadeildar er afar fróðlegt að grafa aðeins dýpra ofan í umsögnina og kanna hvort röksemdafærslan sé með einhverjum hætti haldbær. Samandregin eru rökin sem fram eru borin í umsögn kennsluráðs læknadeildar eftirfarandi: 1. Læknanemar hafi ekki lýst fyrir kennsluráði óánægju með núverandi skipulag. 2. Deildarfundur hafi samþykkt skipulag í blokkakerfi þann 20. október 2002. 3. Hefðir og skoðanir á kennslufyrirkomulagi séu mismunandi milli landa. 4. Samráð hafi verið haft um breytingar á kennslufyrirkomulagi við framkvæmdastjóra kennslusviðs Háskóla fslands, prófstjóra Háskóla íslands og þáverandi lögfræðing Háskóla íslands. 5. Umræða kennara í klínískum fögum og árangur á CCSE-próf. 6. Stundatöflur séu afar nákvæmar og gerðar með 4-8 mánaða fyrirvara. Um þessi rök er það að segja að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.