Úrval - 01.09.1963, Page 15
FISKVEIÐAR MEÐ HJÁLP RAFSTRAUMS
27
Rannsóknastofnun Vestur-Þýzka-
lands, sem eru forvígismenn á
þessu rannsóknasviöi, eru nú að
fullkomna ýmsar rafveiðiað-
ferSir, sem hæfi hverri fiskteg-
und fyrir sig, allt frá risavöxn-
um hvölum til örlitilla trönusila.
Noregsstjórn hefur ráðfært sig
við stofnun þessa, en hún vill
gjarnan auka hvalveiðar, sem er
einn af undirstöðuatvinnuveg-
um norsku þjóðarinnar. Vestur-
Þjóðverjar komu fram með
snjalla uppástungu, þ. e. léttan
skutul með rafstraum, sem þyr-
ilvængja mun fljúga með.
Þeir bentu á, að flugvélin
myndi ekki valda óróa hvala,
sem komið hafa upp á yfirborð
sjávar, þar eð dýr þessi eiga
enga óvini í lofti frá náttúrunn-
ar hendi. Sérfræðingar þessir
stungu einnig upp á margvísleg-
um rafveiðitækjum fyrir minni
tegundir hvala, sem ekki hefur
borgað sig að veiða með núver-
andi hvalveiðiaðferðum.
Sérfræðingarnir snerust síðan
á annan hátt gegn hinum örsmáu
trönusílum. Trönusílin missa
sitt sérstaka bragð, ef þau eru
soðin niður, á meðan enn er
fæða í maga þeirra. Hin venju-
lega aðferð hefur því verið sú,
að skilja þau eftir 1—2 vikur í
netjunum í sjónum til þess að
fullvissa sig um, að þau væru
hæf til niðursuðu.
Þetta kann að vera mikill
reynslutími fyrir trönusílin, en
það er einnig reynslutími fyrir
eigendur niðursuðuverksmiðj-
anna. Trönusílin eru þviuguð af
takmörkunum netjanna og berj-
ast þvi um á hæl og hnakka i
sjávaryfirborðinu. Þessum
hreyfingum þeirra fagna mávar
Og aðrir „ræningjar“ i lofti heils
hugar og setjast að þessu veizlu-
borði og éta heil ókjör af trönu-
silum, á meðan á hinum tveggja
vikna „megrunarkúr“ sílanna
stendur.
Sérfræðingarnir komust að
því, að hægt var að stytta þenn-
an biðtima sílanna niður i tvo
daga með því að viðhalda raf-
losti þeirra. Rafstraumurinn
rændi þau lyst þeirra á svifi
sjávarins, sem er þeirra daglega
fæða, og neyddi þau blátt áfram
til þess að kasta því upp, sem
þau höfðu þegar étið.
Um töluverðar nýjungar er
einnig að ræða, hvað stanga-
veiði snertir jafnt og netjaveiði.
Menn hafa komizt að því, að þótt
neikvæður rafstraumur lami
fiskana, laðar jákvæður straum-
ur þá að agninu. Við tilraunir
þessar var notað jákvætt raf-
skaut (anóða) sem agn, og kom
það þá í Ijós, að viðbrögð fisk-
anna gagnvart því voru svipuö
og viðbrögð möfílugna og fiðr-