Úrval - 01.09.1963, Page 17
iFT er talað um söng
skordýrs þess, er
fí^ij.erieket1' nefnist. Og
JjPiWxsiinnr vita, að hægt
JwÖm!' er se8Ja til um
hitastig með því að telja tíðni
sönghljóðanna. Þau eru talin í
samtals 15 sekúndur, síðan er
tölunni 39 bætt þar við, og
þannig fæst hitastigið á Fa-
lirenheit.
En það eru ekki eins margir,
sem vita, að söngur skordýra
þessara breytist, þegar þau eru
ástfangin. Á vængjum þeirra
eru sérstakar „hettur" þeim til
varnar, og á „hettum“ þessum
er brún, sem líkist þjöl. Söng-
ur þeirra myndast við það, að
þau núa vængjahettunum sam-
an. Það er aðeins karldýrið,
sem syngur, og hversdagslega
notar það aðeins um 47% af
göddunum á þessari „þjöl“
sinni. En þegar karldýrið er
ástfangið, eykst þessi tala upp í
89%. Og þar að auki verður
söngurinn svo órólegur, að það
er ekki hægt að geta sér til um
hitastigið af honum, né neitt
annað en það, að ástin hefur
gripið karldýrið heljartökum.
Á meðan karldýrið syngur,
heldur kvendýrið sig i nánd og
ýtir stundum við karldýrinu á
hvetjandi hátt. Að lokum hætt-
ir karldýrið að núa saman
Tilhugalíí
skordýranna
Þegar ástarguöinn skýtur
örvum sínum aö þeim,
hneigja þau sig og beygja,
syngja „mansöngva“
og dansa, og kjassa
og tœla meö lokkandi ilmi.
Líkjast þau þá
ótrúlega ástsjúkum
körlum og konum í öllu
hátterni sínu.
. Eftir Max Eastman.
vængjunum og lyftir þeim hátt
upp. Hafi söngurinn liaft nægi-
lega sterk áhrif á kvendýrið,
klifrar kvendýrið upp á bak
karldýrsins og tekur til að éta
úr kirtli, sem iíkist bolla í lag-
inu. Þessi kirtill karldýrsins er
rétt fyrir aftan samskeyti vængja
þess. Gefur hann frá ser efni,
sem kvendýrinu finnst gómsætt
mjög. Ef til vill má likja þessu
við konfektkassa, sem ástfang-
inn maður færir hinni heittelsk-
— Audobon Magazine —
29