Úrval - 01.09.1963, Page 18
30
ÚR VAL
uðu. Þetta stendur yfir i um hálf-
tíma, karldýrið heldur áfram
söng sínum, kvendýrið ýtir
hvetjandi við honum, karldýrið
býður henni kirtilefni sitt, og
kvendýrið þiggur það. Að lokum
hefur kvendýrið fengið nægju
sina, og kardýrið þagnar. Þá
fyrst fara mök þeirra fram.
1 ríki náttúrunnar eru oft
tengsl milli kynmaka og ánægju-
unnar af að matast. Slikt er ná-
tengt i lifi kvendýrs skordýra-
tegundar þeirrar, er „biðjandi
mantis“ nefnist, en kvendýr
þetta étur stundum ástmög sinn,
á meðan mök þeirra standa yfir.
Kvendýrið byrjar á hausnum og
hefur oft étið karldýrið aftur að
miðju, áður en ástaratlotum
þeirra lýkur. Hann fórnar lífi
sinu á altari ástarinnar og til
viðhalds tegundarinnar án hins
minnsta hiks.
Göfugri tengsl ástar og nær-
ingarstarfsemi er fólgin i þeirri
venju nokkurra tegunda „Empid-
flugnanna“, að finna einhvern
gómsætan bita, annað hvort ein-
hverja minni flugu eða bikar-
blað blóms, vefja það i örfína
silkiþræði, sem karlflugan spinn-
ur úr kirtlum á framfótum sín-
um, og færa það hinni heitt-
elskuðu kvenflugu að gjöf á há-
tiðlegan hátt. Raunsæir liffræð-
ingar geta sér þess til, að þessi
starfsama, litla fluga hafi tekið
upp þessar tilhugalifsvenjur til
þess að forðast örlög „biðjandi
mantis“, því að karlfluga þessi
bíður ekki eftir því að heyra
sína heittelskuðu láta í ljós hrifn
ingu sína yfir hinni dýrlegu
gjöf, heldur sýnir henni hin
nauðsynlegu ástaratlot í hinum
mesta flýti, á meðan hún er að
taka umbúðirnar utan af gjöf-
inni.
„Grayling-fiðrildið“ setur á
svið sýningu, sem virðist krefj-
ast hátíðlegrar hljómlistar. Karl-
fiðrildið sezt fyrir framan sina
heittelskuðu, sýnir henni sína
fögru vængi og veifar fálmurum
sínum, þangað til hún hefur
næstum gefið upp alla vörn. Og
á úrslitaaugnablikinu hneigir
herramaðurinn höfuð sitt á hirð-
mannlegan hátt og vefur um leið
vængjum sínum um fálmara
hennar. Hann er með opinn
poka á öðrum framvængnum,
og við athöfn þessa nýst dálitið
af ilmefni pokans við hina nænni
fálmara hans heittelskuðu. Þessi
dýrlega ihnefnisgjöf brýtur á
bak aftur síðustu leifarnar af
hlédrægni hennar. Tilhugalífinu
er lokið. Þungun fylgir á eftir
sem eðlilegt fyrirbrigði.
Lengi var það álitið, að litur
mölflugnanna, hinar skrautlegu
litrákir, er líkjast litbrigðum tí-
grisfelds, og hinir stóru, skæru
hringir á „damaskvængjum“