Úrval - 01.09.1963, Side 19
TILHUGALÍF SIÍORDÝRANNA
31
þeirra, væru aðeins kynlöðunar-
tæki frá náttúrunnar hendi. En
tilraunir hafa samt sýnt, að það.
er fyrst og fremst hið geysinæma
ilmskyn mölflugnanna, sem vísar
þeim veginn hverri til annarrar,
meðan á „fengitimanum“ stend-
ur. Kvenflugur sumra tegund-
anna hafa ilmkirtil. Sé slík fluga
sett undir gagnsæjan glerhjálm,
virðast karlflugur i grennd samt
hafa mjög lítinn áhuga fyrir
henni, þótt hún sé greinilega
sjáanleg, en kvenflugu, sem er
ekki i loftþéttu hylki, mun tak-
ast að draga að karlflugurnar i
myrkrinu úr næstum ótrúlegri
fjarlægð, einkum ef hún þráir
ást þá stundina. Karlflugur af
tegund þeirri, er nefnist „keis-
aramölfluga“, eru álitnar geta
ratað til kvenflugna af sömu
tegund, þótt þær séu i allt að
þriggja milna fjarlægð. 40-50
karlflugur safnast úr öllum átt-
um saman um kassa með ást-
sjúkri kvenflugu, sé kassinn
ekki loftþéttur.
Ilimkirtill kvenflugunnar er
sérstaklega útbúinn til þess að
draga að biðla. Hún „kallar" til
þeirra með því að lyfta kviðn-
um og sveifla vængjunum svo
ótt og títt, að loftstraumur
myndist og ilmurinn dreifist
í allar áttir. Eðlisávísun hennar
er svo ótrúlega næm, að hún
„kallar“ aldrei á þá, nema þegar
veðurskilyrði eru það hagstæð,
að ilmurinn dreifist vel. Hún er
samt elcki eins vandfýsin á biðl-
ana og veðrið. Hún tekur bara
þeim fyrsta, sem kemur. Þetta
skeytingarleysi kvenflugunnar
um útlit biðilsins hefur orðið
þeim líffræðingum undrunar-
efni, sem hafa gert ráð fyrir þvi
ásamt Darwin, að hin skraut-
legu litbrigði karlflugnanna hafi
orðið til á mörgum öldum fram-
þróunar tegundarinnar, vegna
þess að kvenflugurnar hafa kyn-
slóð fram af kynslóð, svo að
billjónum skipta nemur, valið
sér vissa tegund karflugu og því
hafi sú tegund sigrað í lifsbar-
áttunni.
Sjónin á sinn rílca þátt í
þeim tilhugalífssiðum skordýr-
anna, er helzt líkjast slikum
siðum mannanna, en þar er
átt við sameiginlegan söng og
dans þeirra. Dans mýflugnanna
og maíflugnanna varð tilefni til
þriggja ljóðlína i einu fegursta
kvæði enskra bókmennta, og er
þá átt við kvæðið „Til hausts-
ins“ eftir Keats. í því talar hann
um sönglandi flugurnar, sem
léttir vindar vagga upp og nið-
lur. Visindamennirnir geta ekki
komið manni til þess að sjá
slíkt né heyra líkt og Keats gerir,
en skýringar þeirra á hegðun
flugnanna eru samt enn ljóð-