Úrval - 01.09.1963, Síða 20
32
ÚR VAL
rænni: „Maurice Burton segir
svo um þetta í bók sinni „Ani-
mal Courtship“ (Tilhugalíf dýr-
anna): „Á vissum tímum árs
og dags hópast maíflugur og
mýflugur að ánum og svífa ná-
lægt þeim eða yfir þeim i stór-
um hópum. Skilgreina má dans
þeirra í loftinu á þann hátt, að
þær hefji sig upp hratt og tit-
randi, en lækki siðan flugið að
nýju, mjög hægt og mjúklega.
Þetta er síðan endurtekið æ
ofan í æ. Flugurnar, sem iðka
þennan loftdans, eru næstum
eingöngu karlkyns og öðru
hverju bætist ein kvenfluga
eða fleiri i hóp þeirra. Hún vel-
ur sér maka, og „hjónaleysin“
fljúga eitthvað burt saman.“
Svo að það eru alls ekki liinir
léttu vindar heldur ástin sjálf,
sem setur þessa háttbundnu
sýningu á svið. Sumum líffræð-
ingum inun auðvitað finnast það
fáránlegt að nota hugtakið ást,
þegar hegðun óæðri lífvera er
rædd. En við rannsóknir á til-
hugalifi skordýranna finnast
hliðstæð dæmi um hvers kyns
hegðunarmáta ástfanginna
mannvera: lineigningar, kné-
heygjur, kossar, faðmlög, kjass,
klapp og strokur, gjafir, lokkandi
ilmur, mansöngvar og dans . . .
já jafnvel dæmi um það, ,að nefj-
um er núið saman og kynþokk-
inn sé auglýstur á blygðunar-
lítinn hátt.
En það er samt leyndardóm-
ur, hver orsök alls þessa er. Það
er leyndardómur, hvers vegna
hinar grannvöxnu flugur af teg-
und þeirri, er nefnist „dreka-
flugur“, mynda nokkurs konar
óslitinn hring og fljúga i ótal
hringi utan um einhvern vissan
blett tímunum saman, áður en
þær eðla sig og halda því flugi
síðan áfram lengi á eftir. IíaJ'l-
flugan virðist draga kvenflug-
una á eftir sér, þangað til hún
er búin að verpa eggjum sinum
á blað eða stilk einhverrar jurt-
ar, sem vex í vatninu.
Við munum líklega aldrei
geta aflað okkur vísindalegrar
þekkingar á hinum meðvituðu
tilfinningum og kenndum skor-
dýranna, sem tengdar eru þess-
um athöfnum, en enginn vísinda-
maður getur hindrað okkur því
að njóta hinnar ljóðrænu tján-
ingar, sem i þeim felst.
Að elta frægð er sama eins og að elta flær. Báðum er erfitt
að ná, og ergilegt að ná þeim ekki.