Úrval - 01.09.1963, Síða 22
34
Ú R V A L
ræða). Ég hafði fylgzt með hon-
um, allt frá því að hann var
smástrákur. En sú staðreynd, að
ég hafði séð, að Tommy hlaut
fyrr eða síðar að lenda í vandr-
æðum, jók á hryggð mína.
Hversu oft hafði ég ekki ósk-
að, að tækifæri gæfist til þess
að hjálpa. Nú var það komið
.......en um seinan.
Þegar ég kom til skrifstofu
minnar, sagði hjúkrunarkonan:
„Herra Robert Daniels hringdi
og bað um viðtal. Hann sagði,
að það væri áríðandi".
Bob Daniels var skynsamur
hæfileikamaður og óvanur því,
að þurfa að horfast í augu við
vandamál, sem ekki var hægt
að leysa með ákveðni, vilja-
þreki og mikilli vinnu. Þegar
þetta óskaplega vandamál varð
nú á vegi hans, byrjaði hann
strax að leita að einhverju, sem
hann gæti kennt um harmleik
þennan: hann nefndi áfengis-
lögin, vini Tommy, sjónvarps-
dagskráratriðin, sem hann
horfði á, kvikmyndirnar, sem
hann sá. Daniels vildi, að ég
fullvissaði hann um, að sökin
væri alls ekki hjá honum.
„Vissulega hef ég vanþóknun
á því, að sextán ára unglingur
drekki,“ sagði hann, „en ég veit
Iíka, að þeir gera það allir.
Ég sagði Tommy, að ef hann
gæti ekki komizt hjá þvi að
drekka áfengan bjór, þá vildi
ég bara, að hann gerði það
hérna heima, en færi ekki með
það í felur og gerði slíkt án
minnar vitundar. Ég veit, að
börn og unglingar hafa þörf
fyrir skilning, og konan mín og
ég höfum alltaf gert okkur far
um að ganga úr skugga um, að
Tommy væri ekki hræddur við
að trúa okkur fyrir einu og
öðru. Við höfum alltaf reynt
að leysa vandamál hans með
því að ræða þau við hann. Ég
átti ekki scm bezt uppvaxtarár,
og ég var ákveðinn í því, að
Tommy fengi aldrei ástæðu til
þess að efast um það, að við
elskuðum hann.“
Hversu ósanngjarnt og sárt
það virtist vera, að svo góður
ásetningur hafði reynzt gagns-
laus og borið i sér ósigurinn!
En foreldrar Tommy höfðu
ekki látið eitt af mörkum, sem
nauðsynlegt er fyrir heillavæn-
legan þroska barnsins, og á ég
þar við foreldraaga. Agi er sá
klettur, sem öryggi unglingsins
hvilir á. Án hans finnst honum
sem hann sé einn og yfirgef-
inn.
Þegar ég horfði nú á hinn
óhamingjusama föður hans, sem
sat hinum megin við skrifborð-
ið mitt, minntist ég þeirra daga,
jjegar Tommy var alræmdur,
„ógnvaldur sandkassanna", Ég