Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 23
IIVERS VEGNA ERU UNGLINGAR . . .
35
hafði oft heyrt eina móðurina
í nágrenninu segja: „ÞaS, sem
þessi krakki þarfnast, er góð
flenging.“
Þessi móðir kann einmitt að
hafa haft rétt fyrir sér. Ef til
vill þarfnaðist Tommy Daniels
flengingar i þá daga, sem ekki
væri framkvæmd í ofsareiði
augnabliksins heldur að yfir-
lögðu ráði á rólegan hátt til við-
halds nauðsynlegum aga. For-
eldrar Tommy höfðu alltaf reynt
að hafa hemil á honum með því
að rökræða við hann, og á þeim
aldri, sem Tommy var, hafði
það oft ekki reynzt nóg.
Börn verða á unga aldri að
læra að hafa hemil á árásar-
hneigðum, sem eru hluti af
mannlegri skapgerð. Þegar barn
ið hefur náð stjórn á slíkri árás-
arhneigð og yfirgangssemi og
beint þessum neikvæðu hneigð-
uin inn á jákvæðar brautir,
virkjað þær til jákvæðra fram-
kvæmda, eru þær orkulind.
Þegar enginn hemill er á þeim
hafður, verða þær uppspretta
sorgar og þjáninga og geta
skapað ringulreið i lífi barns-
ins. Tommy litli þarfnaðist ekki
röksemda, líkt og beitt er við
fullorðið fólk, heldur þess, að
hemill væri á honum hafður
með foreldraaga.
1 hvert skipti og hann réðist
á hin börnin eða lét undan
skapillskunni í leikjunum í
sandkassanum, hefði móðir háns
átt að ná i hann og fara með
hann heim, jafnvel flengja hann,
þegar nauðsyn krafði til þess
að sýna honum, að slík hegðun
yrði ekki umborin. Þetta hefði
veiitt honum þá þægilegu kennd,
að þegar hinar neikvæðu til-
hneigingar hans virtust ætla
að taka völdin, gæti hann reitt
sig á hjálp foreldranna til þess
að sigrast á þeim.
í hvert skipti sem neikvæðar
tilhneigingar eru yfirbugaðar,
verður svolítið auðveldara að
hafa hemil á þeim. Foreldrarnir
hjálpa þannig barninu að búa
sig undir þá stund, þegar það
getur sjálft haft hemil á þeim
án utanaðkomandi hjálpar. En
Tommy var ekki undir þá stund
búinn. Það er óheppilegt, að
ofviðri unglingsáranna skelli á
alveg rétt á undan þeirri stundu,
þegar taka verður hinar þýðing-
armiklu ákvarðanir lifsins og
standast verður fjölmargar freist
ingar, en þannig er því nú far-
ið. Og hin nýja og aukna ábyrgð
foreldranna, hvað agavandamál-
inu viðvíkur, er einmitt i þessu
fólgið. Fjögurra ára gamli snáð-
inn þarfnaðist verndar gegn
öflum innra með sér, en ungl-
ingurinn þarfnast verndar gagn-
vart utanaðkomandi hættum. Og
einmitt á þessum tímamótum