Úrval - 01.09.1963, Page 31
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
43
Sést af þessum tveim bréfatil-
vitnunum, hve kærar æskustöðv-
arnar hafa verið Magnúsi. Þar
voru rætur hans allar.
Bréfaskipti okkar Magnúsar
verða hér ekki rakin öll. Samt
skal birt síðasta bréf hans til
mín í heilu lagi, því að fátt lýsir
honum svo vel sem einmitt það,
og það leiddi líka til mjög auk-
ins skilnings mins á þessum ein-
kennilega manni, eftir að hann
var allur, sökum hins geðþekka
slóða, sem það dró á eftir sér:
„Elfros, Sask., 2. ágúst 1945.
Kæri vinur, Þóroddur Guð-
mundsson:
Þetta verða ekki mörg orð.
Um daginn, þegar eg sendi þér
fáeinar línur, gleymdi ég að geta
þess, að einn þeirra gesta, sem
hingað kom í sumar, var gamall
nemandi minn og hjartfólginn
vinur, Dr. .Tóhannes P. Pálsson.
Hann er gáfaður maður, góður
læknir og í langfremstu röð
hinna íslenzku rithöfunda í Vest ■
urheimi. Að líkindum hefur þú
lesið sögur þær og leikrit, sem
komið hafa út eftir hann í Tíma-
riti Þjóðræknisfélags íslendinga