Úrval - 01.09.1963, Page 32
44
URVAL
i Vesturheimi. Og' kannske þú
hafir einnig lesið bókina hans:
Hnausciför mín, sem gefin var
út hér vestan hafs áriS 1928?
Dr. Pálsson var þrjá daga um
kyrrt hér í Elfros í síSastli'ðnum
mánuði, og töluðum við um
margt. Meðal annars minntist
ég á þig og sagði honum, að ég
væri búinn að skrifast á við þig
i nokkur ár. Og eg sagði honum
frá sögunum þínum: Skýjadans.
Eg minntist svo á það við Dr.
Pálsson, að brátt mundi að þvi
koma, að ég gæti ekki, fyrir
sakir elli og sjúkdóms, sem ég
á við að stríða, skrifað þér
lengur, en myndi þó gera það í
lengstu lög. Lét ég hann vita,
að það yrði mér til mikillar á-
nægju, að þið (þú og hann)
byrjuðuð að skrifast á. Hann
tólc því máli vel, þvi að hann
liefur lesið mörg kvæði eftir þig
og fer um þau lofsamlegum orð-
um, en liann er maður hrein-
lyndur og drengur góður. Hann
er nú kominn á sjötugs aldur;
börn hans (1 sonur og 3 dætur)
upp komin og þrjú þeirra gift.
Sonur hans, Haraldur Magnús, er
frábærlega vel gefinn og sann-
nefndur listmálari og stundaði
nám við listaskóla í Toronto tvö
ár eða lengur. Ég gaf dr. J. P.
Pálssyni utanáskrift þina. En
hans heimilisfang er: Borden,
Saskatchewan, Canada.
Mér þætti nú mjög vænt um
það, ef þú vildir gjöra svo vel
að senda Dr. Jóhannesi P. Páls-
syni fáeinar línur og láta hann
vita, að ég hef þegar vakið máls
á þessu við þig. En auðvitað
mun ég við og við skrifa þér,
meðan mér verður þess auðið.
Með innilegustu kveðju til þín
og þinna og hjartans þakklæti
fyrir þin ágætu og indælu bréf
og myndirnr. — Þinn einlægur,
J. Magnús Bjarnason.“
Þetta bréf gæti hafa verið síð-
asta ritsmíð Maðgnúsar, þvi að
hann andaðist rúmlega mánuði
síðar eða 8. sept. 1945. Dr. Jó-
hannes tók upp þráð bréfa-
skipta við mig, þegar Magnús
þraut, og þeim skiptum höfum
við haldið fram að þessu. Af
þeim leiddi sú aukning þekk-
ingar og dýpkun skilnings á
Magnúsi, sem gerðu mér kleift
að skrifa þessa grein.
II.
Jóhannes P. Pálsson læknir
skrifaði frábæra minningar-
grein um Magnús í 27. árgang
Timarits Þjóðræknisfélagsins
1946. Öllum, sem vilja kynnnast
Magnúsi, ráðlegg ég að lesa þá
grein. í tilefni af bréflegum
ummælum mínum um hana,
segir Jóhannes svo m. a. í bréfi
til min, dags 7. júni 1946: „Mér