Úrval - 01.09.1963, Síða 36
48
U R V A L
hvað ég hefði orðið glaður, þega-
ar ég fékk það. Ævinlega þegar
ég fæ bréf frá þinni elskulegu
mömmu, þá skrifa ég nokkrar
línur i þessa Dagbók mína. Og
af öllu því, sem ég hefi ritað,
þykir mér langvænzt um þá bók.
Það gleöur mig, elskulega
unga frænka mín, að heyra,
hvað þú ert góð og námfús
stúlka. Ég las það í blaðinu um
daginn, að þú hefðir staðið
fyrir jólatréssamkomu og að
þér hefði farizt það svo vel.
Þetta gladdi mig meira en ég
get með orðum lýst, þvi að það
sem er heiður fyrir frændfólk
mitt, það er líka heiður og
gleðiefni fyrir mig. Ég las grein-
ina fyrir nokkrum gestum, sem
hjá mér voru, og sagði þeim,
að litla stúlkan, sem hrósað var
í greininni, væri frænka mín.
Þetta var allt svo gleðilegt fyrir
mig.
Já, frænka mín góð, nú verð-
ur þú að leggja alla stund á
að nema söngfræði og leggja
allt kapp á að læra að spila á
orgel og pianó, og ef þú stund-
ar námið vel og gefst ekki upp,
þó að margt blási i móti og
erfiðleikarnir verði miklir, þá
getur þú orðið fræg í þeirri
list og íþrótt. Engin menntun
er liærri og fullkomnari en
sönglistin; hún kemur manns-
sálinni á hið hæsta og göfug-
asta stig, sem hugsazt getur.
Ég bið hjartanlega að heilsa
forehlrum þínum og systkinum
og afa og ömmu. Ég skal skrifa
þinni hjartkæru mömmu bráð-
um.
Vertu blessuð og sæl, elsku
frænka min. Guð styrki þig.
Ég er þinn elskandi frændi
J. Magnús Bjarnason.“
Bréf þetta er merkilegt á
margan hátt. Það lýsir alveg
inn i hugskot Magnúsar, sýnir
jafnt frændrækni, fölskvalausa
vináttu sem hugðarmál hans
önnur. Takmarkalaus umhyggja
fyrir þessari frænku sinni geng-
ur sem rauður þráður gegnum
þetta og reyndar öll bréf Magn-
úsar til hennar. Kennarinn og
frændinn er þar að verki. En
rithöfundurinn kemur líka fram.
Athyglisverð eru ummælin um
Dagbókina. Þetta er í fyrsta sinn,
sem ég sé á hana minnzt í bréf-
um Magnúsar. En hún hefur
verið honum rík i huga löngum
siðan og vísast aldrei ríkari en
síðustu æviárin. Svo segir hann
í bréfi til mín, dags. 17. apr.
1943: „Nú i næstum heilt ár
hefi ég ekkert frumsamið, nema
eina smásögu, sem birtist í síð-
asta hefti Tímarits Þjóðræknis-
félagsins. Og einstaka sinnum
skrifa eg smákafla í Dagbókina
mína.“ 4. maí 1945: „Lítið hef
eg skrifað í vetur, en hefi þó